Kjörvextir á óverðtryggðum og verðtryggðum útlánum hækka um 0,25 prósentustig og yfirdráttarvextir hækka um 0,25 prósentustig. Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka að jafnaði um 0,25 prósentustig og vextir almennra veltureikninga hækka um 0,05 prósentustig.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans en þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Þá hækkuðu vextir bankans um 0,25 prósentustig.
Ný vaxtatafla Landsbankans tekur gildi á morgun. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda munu þó taka gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.