Að sögn Lárusar Björnssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn sjúkrabíll sendur þaðan og annar frá Selfossi.
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir ekki hafa þurft að beita björgunarklippum á vettvangi. Starfseining brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn sé á svæðinu til þess að hreinsa upp brak.
Veginum hefur verið lokað tímabundið vegna óhappsins.