Bjarki Már: Okkur fannst líka gaman í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 11:01 Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon eftir sigur á EM í janúar HSÍ Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur fært sig um set og spilar nú með stórliði Telekom Veszprém í Ungverjalandi en þessi öflugi hornamaður hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Guðjón Guðmundsson hitti Bjarka Má á æfingu fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024 sem eru á móti Ísrael á Ásvöllum í kvöld og úti í Eistlandi um helgina. Erum að stefna eitthvað sem lið „Við viljum vinna báða þessa leiki. Mér finnst við vera með betri lið en bæði þessi lið en ég hef sagt það áður að við erum að stefna eitthvað sem lið og þá þurfum við að fara búa til einhverja vél. Búa til automatisma þannig að við komum í alla leiki til að vinna. Við ætlum okkur klárlega að vinna báða þessa leiki,“ sagði Bjarki Már Elísson. Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém.EPA/Tamas Kovacs Íslenska liðið gerði mjög vel á síðasta stórmóti og það er viðmiðið sem fólkið hér heima hefur í dag. Okkur langar að ná langt „Það var gaman í janúar. Okkur fannst líka gaman. Við gerum sömu væntingar og okkur langar að ná langt. Við teljum okkur vera með nógu gott lið til að fara langt í þessu móti en það þarf mikið að smella. Við erum bara spenntir,“ sagði Bjarki. Bjarki er búinn að skipta um umhverfi, farinn úr þýsku deildinni í þá ungversku. Þar spilar hann nú með einu besta félagsliði í heimi. Hvernig líður landsliðsmanninum í Ungverjalandi? „Bara vel. Við fjölskyldan erum bara að koma okkur fyrir þarna. Þetta er risaklúbbur og maður finnur það strax. Umhverfið er þannig og það er mikil pressa. Innan liðsins er góður andi og ég fíla mig vel hjá klúbbnum. Það er allt jákvætt,“ sagði Bjarki. Bjarki Már Elísson eftir tapið á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á EM.Getty/Nikola Krstic Það er mikil samkeppni fyrir Bjarka um spilamínútur hjá svo sterku liði. Æfir með heimsklassa mönnum á hverjum degi „Það er það og viðbrigðin fyrir mig að fara til Ungverjalands frá Þýskalandi er að þarna spila ég bara í þrjátíu mínútur í stóru leikjunum á móti öðrum hornamanni. Það er gert í öllum stöðum. Þá minnkar spilatíminn. Samkeppnin er klárlega meiri og meiri gæði innan liðsins,“ sagði Bjarki. Bjarki ætti því að geta bætt sig enn frekar í þessu umhverfi. „Já það er klárt mál. Að vera að æfa á hverjum einasta degi með heimsklassa leikmönnum í hverri einustu stöðu. Ég finn það strax. Tveir heimsklassa markmenn. Í svona umhverfi þá tel ég mig klárlega geta bætt mig,“ sagði Bjarki. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bjarki Már um leikina við Ísrael og Eistland EM 2024 í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Bjarka Má á æfingu fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024 sem eru á móti Ísrael á Ásvöllum í kvöld og úti í Eistlandi um helgina. Erum að stefna eitthvað sem lið „Við viljum vinna báða þessa leiki. Mér finnst við vera með betri lið en bæði þessi lið en ég hef sagt það áður að við erum að stefna eitthvað sem lið og þá þurfum við að fara búa til einhverja vél. Búa til automatisma þannig að við komum í alla leiki til að vinna. Við ætlum okkur klárlega að vinna báða þessa leiki,“ sagði Bjarki Már Elísson. Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém.EPA/Tamas Kovacs Íslenska liðið gerði mjög vel á síðasta stórmóti og það er viðmiðið sem fólkið hér heima hefur í dag. Okkur langar að ná langt „Það var gaman í janúar. Okkur fannst líka gaman. Við gerum sömu væntingar og okkur langar að ná langt. Við teljum okkur vera með nógu gott lið til að fara langt í þessu móti en það þarf mikið að smella. Við erum bara spenntir,“ sagði Bjarki. Bjarki er búinn að skipta um umhverfi, farinn úr þýsku deildinni í þá ungversku. Þar spilar hann nú með einu besta félagsliði í heimi. Hvernig líður landsliðsmanninum í Ungverjalandi? „Bara vel. Við fjölskyldan erum bara að koma okkur fyrir þarna. Þetta er risaklúbbur og maður finnur það strax. Umhverfið er þannig og það er mikil pressa. Innan liðsins er góður andi og ég fíla mig vel hjá klúbbnum. Það er allt jákvætt,“ sagði Bjarki. Bjarki Már Elísson eftir tapið á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á EM.Getty/Nikola Krstic Það er mikil samkeppni fyrir Bjarka um spilamínútur hjá svo sterku liði. Æfir með heimsklassa mönnum á hverjum degi „Það er það og viðbrigðin fyrir mig að fara til Ungverjalands frá Þýskalandi er að þarna spila ég bara í þrjátíu mínútur í stóru leikjunum á móti öðrum hornamanni. Það er gert í öllum stöðum. Þá minnkar spilatíminn. Samkeppnin er klárlega meiri og meiri gæði innan liðsins,“ sagði Bjarki. Bjarki ætti því að geta bætt sig enn frekar í þessu umhverfi. „Já það er klárt mál. Að vera að æfa á hverjum einasta degi með heimsklassa leikmönnum í hverri einustu stöðu. Ég finn það strax. Tveir heimsklassa markmenn. Í svona umhverfi þá tel ég mig klárlega geta bætt mig,“ sagði Bjarki. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bjarki Már um leikina við Ísrael og Eistland
EM 2024 í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira