Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 07:01 Guðmundur Magnús Kristjánsson kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vera ævinlega þakklátur fyrir það traust sem Ísafjarðarbær hefur sýnt honum alla hans tíð. Nú sé hann hins vegar kominn á eftirlaunaaldur og því kominn tími til að segja það gott sem hafnarstjóri. Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður í starfi öll árin tuttugu. „Það hafa verið mjög miklar breytingar. Höfnin var í viðvarandi taprekstri fyrir tuttugu árum síðan vegna minnkandi kvótastöðu og fækkun togara í plássinu. Við höfum náð að snúa þeirri þróun við með aukningu á komu skemmtiferðaskipa. Það hefur aukist mjög hratt,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður hvort starfið hafi breyst á árum hans sem hafnarstjóri. Tekjur hafnarinnar af komu skemmtiferðaskipa eru nú orðin meirihluti árstekna. Nú er höfnin hætt að vera í taprekstri og farin að græða. Ókeypis flugeldasýning og básúnunám Síðasti dagur Guðmundar í starfi verður gamlársdagur. Þá verður tappinn tekinn úr flöskunni, skálað við vini og vandamenn og fylgst með flugeldasýningum bæjarbúa. En hvað tekur við hjá Guðmundi eftir áramót? „Fyrsta sem ég ætla að gera er að skrá mig í tónlistarskólann og halda áfram að læra á básúnu þar sem ég hætti þrettán ára gamall. Ég er að spila hérna með lúðrasveitinni en ég finn það hjá sjálfum mér að ég þarf að ná betri tökum á hljóðfærinu. Þannig ég ætla að halda áfram þar sem ég hætti þrettán ára,“ segir Guðmundur. Verið mjög lánsamur Í gegnum ævina hefur Guðmundur fengið tækifæri til að starfa um víðan heim og þannig kynnst fólki í mörgum löndum. Hann vonast til þess að geta ferðast til þessara landa með konu sinni og rifjað upp gamla tíma. „Svo bara vonandi næ ég að halda heilsu til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef verið mjög lánsamur í lífinu. Það eru margir í kringum mig sem hafa ekki náð þessu markmiði. Sem er engin trygging að ég nái einhverju langlífi en ég stefni að því,“ segir Guðmundur. Ísafjarðarbær Tímamót Hafnarmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vera ævinlega þakklátur fyrir það traust sem Ísafjarðarbær hefur sýnt honum alla hans tíð. Nú sé hann hins vegar kominn á eftirlaunaaldur og því kominn tími til að segja það gott sem hafnarstjóri. Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður í starfi öll árin tuttugu. „Það hafa verið mjög miklar breytingar. Höfnin var í viðvarandi taprekstri fyrir tuttugu árum síðan vegna minnkandi kvótastöðu og fækkun togara í plássinu. Við höfum náð að snúa þeirri þróun við með aukningu á komu skemmtiferðaskipa. Það hefur aukist mjög hratt,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður hvort starfið hafi breyst á árum hans sem hafnarstjóri. Tekjur hafnarinnar af komu skemmtiferðaskipa eru nú orðin meirihluti árstekna. Nú er höfnin hætt að vera í taprekstri og farin að græða. Ókeypis flugeldasýning og básúnunám Síðasti dagur Guðmundar í starfi verður gamlársdagur. Þá verður tappinn tekinn úr flöskunni, skálað við vini og vandamenn og fylgst með flugeldasýningum bæjarbúa. En hvað tekur við hjá Guðmundi eftir áramót? „Fyrsta sem ég ætla að gera er að skrá mig í tónlistarskólann og halda áfram að læra á básúnu þar sem ég hætti þrettán ára gamall. Ég er að spila hérna með lúðrasveitinni en ég finn það hjá sjálfum mér að ég þarf að ná betri tökum á hljóðfærinu. Þannig ég ætla að halda áfram þar sem ég hætti þrettán ára,“ segir Guðmundur. Verið mjög lánsamur Í gegnum ævina hefur Guðmundur fengið tækifæri til að starfa um víðan heim og þannig kynnst fólki í mörgum löndum. Hann vonast til þess að geta ferðast til þessara landa með konu sinni og rifjað upp gamla tíma. „Svo bara vonandi næ ég að halda heilsu til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef verið mjög lánsamur í lífinu. Það eru margir í kringum mig sem hafa ekki náð þessu markmiði. Sem er engin trygging að ég nái einhverju langlífi en ég stefni að því,“ segir Guðmundur.
Ísafjarðarbær Tímamót Hafnarmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira