Eldri júdóiðkendur forðist hættulegar hengingaræfingar Hermann Valsson skrifar 12. október 2022 11:32 Eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins við mig í byrjun febrúar sl. fékk ég heilablóðfall og slagæð í hálsi skaðaðist verulega eftir endurteknar hengingaræfingar á tækniæfingu með júdódeild Ármanns, sem ég hafði æft með í rúm tuttugu ár. Liðnar voru fimmtán mínútur frá því að æfingin hófst, þegar ég leið út af í algert óminni eftir endurteknar hengingar. Frá þeirri stundu man ég ekkert eftir mér fyrr en í sjúkrabíl á leið til Landspítalans í Fossvogi rúmri klukkustund síðar, enda var ekki kallað eftir aðstoð fyrr en að lokinni æfingu, um 48 mínútum eftir að ég leið út af. Á spítala lá ég í rúma viku á meðan ég jafnaði mig eftir heilablæðinguna sem tækniæfingarnar framkölluðu. Ég var 64 ára þegar þetta var og fékk tvær heilablæðingar í viðbót eftir að ég útskrifaðist. Af þeim sökum undirgekkst ég skurðaðgerð á hálsi þar sem skipt var um hluta slagæðarinnar sem skemmdist í átökunum á júdóæfingunni. Hafi lært fyrstu hjálp Þrátt fyrir þessi hrakföll og hversu óheppilega staðið var að verki af stjórnendum æfingarinnar, að kalla ekki strax eftir sjúkrabíl, er ég þó sem betur fer óðum að ná mér til fyrri heilsu, utan 60% og varanlegrar sjónskerðingar á vinstra auga sem er afleiðing skaðans sem ég varð fyrir á æfingunni og læknir hefur staðfest með vottorði. Eftir standa þó ýmis álitamál sem ég hef velt mikið fyrir mér eftir sjúkrahúsvistina. Ég er t.d. ekki í vafa um að gera eigi þá kröfu til íþróttaþjálfara félaga sem heyra undir ÍSÍ að þeir hafi lokið námskeiðum í skyndihjálp á borð við þau sem Rauði krossinn býður áður en þeir axla ábyrgð á stjórn æfinga, í raun í hvaða íþróttagrein sem er. Mögulega hefði það mildað þá alvarlegu atburðarás sem ég upplifði, þar sem ekki var kallað eftir aðstoð fyrr en eftir æfingu þótt meðvitund mín væri mjög takmörkuð. Engin viðbrögð frá ÍSÍ Ég hefði einnig haldið að ÍSÍ myndi bregðast við þessu alvarlega atviki með almennri yfirlýsingu þar sem sambandið brýndi fyrir aðildarfélögum sínum og þjálfurum að fylgjast ávallt vel með ástandi iðkenda í erfiðum tækniæfingum og kölluðu strax á aðstoð þegar vafi léki á um ástand iðkenda. Þess í stað hefur ekki heyrst eitt einasta múkk frá ÍSÍ þótt sambandið styðjist við eigin „Hegðunarviðmið ÍSÍ fyrir þjálfara“ þar sem 5. grein kveður á um að þjálfarar gæti að öryggi í umhverfi og að aðbúnaður hæfi aldri og þroska iðkenda. Þar segir einnig að þjálfarar skuli setja heilsu og heilbrigði iðkenda á oddinn og varist að setja þá í aðstöðu sem geti ógnað heilbrigði þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Að mínu mati var fullt tilefni fyrir ÍSÍ að hnykkja á reglunum af þessu tilefni. Að auki er álitamál hvort 220. og 221. gr hegningarlaga, sem kveða á um hjálparskyldu, hafi verið brotnar. Eldri iðkendur passi sig Það er mjög mikilvægt að stjórnendur júdóæfinga geri þær ráðstafanir fyrir upphaf æfinga að eldri iðkendur, segjum t.d. 35 ára eða eldri, fari varlega í tækniæfingar á borð við hengingar og brýni það jafnframt sérstaklega fyrir iðkendunum sem framkvæma þær æfingar að fara varlega þegar æfingin er gerð á iðkendum í eldri kantinum. Eftir að umrætt atvik varð í æfingarsal Ármanns í janúar 2021 hefur Alþjóða júdósambandið bannað hengingar á öllum keppendum 60 ára. Það hefur breska júdósambandið einnig gert auk þess sem sænska júdósambandið er með sams konar breytingu í skoðun. Mér vitanlega er ekkert slíkt á teikniborðinu hjá Ármanni sem aldrei hefur beðist afsökunar á mistökunum sem urðu á æfingunni frægu, né sagt að einhverjar breytingar séu í vændum sem mögulega geti fyrirbyggt að sambærilegt atvik komi upp aftur á vegum félagsins. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk sendar frá Janet Mattson, sem situr í stjórn sænska júdósambandsins, liggur fyrir að um eitt hundrað júdóiðkendur í Japan hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum og skaða á líkama í kjölfar hengingaræfinga sl. 20 ár þar sem ástæðan er rakin til endurtekinna henginga og/eða aldurs. Ég er í engum vafa um að japanski yfirþjálfarinn hjá júdódeild Ármanns bjó yfir þess háttar upplýsingum á umræddri æfingu án þess að hann gerði neinar forvarnarráðstafanir í upphafi æfingarinnar til að brýna fyrir okkur að fara varlega, enda var öryggis- og viðbragðsáætlun sú sem virkja átti af þessu tilefni ekki virkjuð vegna handvammar þjálfara Ármanns. Á meðan svona er háttað í öryggismálum Ármanns vil ég hvetja alla júdóiðkendur sem komnir eru af léttasta skeiði að passa sig vel þegar kemur að þessum tilteknu æfingum og gera það sem í þeirra valdi stendur til að forðast þær aðstæður sem ég upplifði á sínum tíma. Ég var heppinn að lifa þetta af. Höfundur er fyrrverandi júdóiðkandi og félagsmaður í Glímufélaginu Ármanni til áratuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júdó Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins við mig í byrjun febrúar sl. fékk ég heilablóðfall og slagæð í hálsi skaðaðist verulega eftir endurteknar hengingaræfingar á tækniæfingu með júdódeild Ármanns, sem ég hafði æft með í rúm tuttugu ár. Liðnar voru fimmtán mínútur frá því að æfingin hófst, þegar ég leið út af í algert óminni eftir endurteknar hengingar. Frá þeirri stundu man ég ekkert eftir mér fyrr en í sjúkrabíl á leið til Landspítalans í Fossvogi rúmri klukkustund síðar, enda var ekki kallað eftir aðstoð fyrr en að lokinni æfingu, um 48 mínútum eftir að ég leið út af. Á spítala lá ég í rúma viku á meðan ég jafnaði mig eftir heilablæðinguna sem tækniæfingarnar framkölluðu. Ég var 64 ára þegar þetta var og fékk tvær heilablæðingar í viðbót eftir að ég útskrifaðist. Af þeim sökum undirgekkst ég skurðaðgerð á hálsi þar sem skipt var um hluta slagæðarinnar sem skemmdist í átökunum á júdóæfingunni. Hafi lært fyrstu hjálp Þrátt fyrir þessi hrakföll og hversu óheppilega staðið var að verki af stjórnendum æfingarinnar, að kalla ekki strax eftir sjúkrabíl, er ég þó sem betur fer óðum að ná mér til fyrri heilsu, utan 60% og varanlegrar sjónskerðingar á vinstra auga sem er afleiðing skaðans sem ég varð fyrir á æfingunni og læknir hefur staðfest með vottorði. Eftir standa þó ýmis álitamál sem ég hef velt mikið fyrir mér eftir sjúkrahúsvistina. Ég er t.d. ekki í vafa um að gera eigi þá kröfu til íþróttaþjálfara félaga sem heyra undir ÍSÍ að þeir hafi lokið námskeiðum í skyndihjálp á borð við þau sem Rauði krossinn býður áður en þeir axla ábyrgð á stjórn æfinga, í raun í hvaða íþróttagrein sem er. Mögulega hefði það mildað þá alvarlegu atburðarás sem ég upplifði, þar sem ekki var kallað eftir aðstoð fyrr en eftir æfingu þótt meðvitund mín væri mjög takmörkuð. Engin viðbrögð frá ÍSÍ Ég hefði einnig haldið að ÍSÍ myndi bregðast við þessu alvarlega atviki með almennri yfirlýsingu þar sem sambandið brýndi fyrir aðildarfélögum sínum og þjálfurum að fylgjast ávallt vel með ástandi iðkenda í erfiðum tækniæfingum og kölluðu strax á aðstoð þegar vafi léki á um ástand iðkenda. Þess í stað hefur ekki heyrst eitt einasta múkk frá ÍSÍ þótt sambandið styðjist við eigin „Hegðunarviðmið ÍSÍ fyrir þjálfara“ þar sem 5. grein kveður á um að þjálfarar gæti að öryggi í umhverfi og að aðbúnaður hæfi aldri og þroska iðkenda. Þar segir einnig að þjálfarar skuli setja heilsu og heilbrigði iðkenda á oddinn og varist að setja þá í aðstöðu sem geti ógnað heilbrigði þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Að mínu mati var fullt tilefni fyrir ÍSÍ að hnykkja á reglunum af þessu tilefni. Að auki er álitamál hvort 220. og 221. gr hegningarlaga, sem kveða á um hjálparskyldu, hafi verið brotnar. Eldri iðkendur passi sig Það er mjög mikilvægt að stjórnendur júdóæfinga geri þær ráðstafanir fyrir upphaf æfinga að eldri iðkendur, segjum t.d. 35 ára eða eldri, fari varlega í tækniæfingar á borð við hengingar og brýni það jafnframt sérstaklega fyrir iðkendunum sem framkvæma þær æfingar að fara varlega þegar æfingin er gerð á iðkendum í eldri kantinum. Eftir að umrætt atvik varð í æfingarsal Ármanns í janúar 2021 hefur Alþjóða júdósambandið bannað hengingar á öllum keppendum 60 ára. Það hefur breska júdósambandið einnig gert auk þess sem sænska júdósambandið er með sams konar breytingu í skoðun. Mér vitanlega er ekkert slíkt á teikniborðinu hjá Ármanni sem aldrei hefur beðist afsökunar á mistökunum sem urðu á æfingunni frægu, né sagt að einhverjar breytingar séu í vændum sem mögulega geti fyrirbyggt að sambærilegt atvik komi upp aftur á vegum félagsins. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk sendar frá Janet Mattson, sem situr í stjórn sænska júdósambandsins, liggur fyrir að um eitt hundrað júdóiðkendur í Japan hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum og skaða á líkama í kjölfar hengingaræfinga sl. 20 ár þar sem ástæðan er rakin til endurtekinna henginga og/eða aldurs. Ég er í engum vafa um að japanski yfirþjálfarinn hjá júdódeild Ármanns bjó yfir þess háttar upplýsingum á umræddri æfingu án þess að hann gerði neinar forvarnarráðstafanir í upphafi æfingarinnar til að brýna fyrir okkur að fara varlega, enda var öryggis- og viðbragðsáætlun sú sem virkja átti af þessu tilefni ekki virkjuð vegna handvammar þjálfara Ármanns. Á meðan svona er háttað í öryggismálum Ármanns vil ég hvetja alla júdóiðkendur sem komnir eru af léttasta skeiði að passa sig vel þegar kemur að þessum tilteknu æfingum og gera það sem í þeirra valdi stendur til að forðast þær aðstæður sem ég upplifði á sínum tíma. Ég var heppinn að lifa þetta af. Höfundur er fyrrverandi júdóiðkandi og félagsmaður í Glímufélaginu Ármanni til áratuga.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun