Eitruð froða rann um læk við Stekkjabakka Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. október 2022 20:08 Hér eru aðgerðir hafnar við að fjarlægja froðuna og má sjá hluta af henni á myndinni. Aðsent Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning í dag um froðu í læk við Stekkjabakka. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Veitur og fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins mættu á vettvang. Stíflu var komið fyrir til þess að koma í veg fyrir að froðan myndi flæða út í Elliðaár en froðan er talin hafa verið eitruð. Í samtali við fréttastofu segir Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar greinilegt að froðan sem komist hafi í lækinn hafi verið eitruð en dauð síli hafi fundist á vettvangi. Hér má sjá dautt dýralíf vegna froðunar. Myndin er samsett.Aðsent Hann segir einhverskonar sápuefni hafa komist í ofanvatnskerfi borgarinnar en það kerfi tekur við rigningarvatni af þökum, bílaplönum og göngustígum sem rennur svo út í árnar. Aðspurður hvernig sápuefni komist í kerfin segir Helgi fólk stundum tengja lagnirnar sínar vitlaust eða skola efni burt á stöðum sem ekki séu ætlaðir til þess. Fráveitukerfi borgarinnar er tvískipt, um er að ræða fráveitukerfi þar sem meðal annars skólp og sturtur eru tengdar og ofanveitukerfi sem sér um rigningarvatn sem fellur á þök, bílastæði og göngustíga. Helgi segir sápuefni eins og það sem hafi dúkkað upp í dag ekki lengi að komast inn í kerfið og því hafi efnið að öllum líkindum komið inn í kerfið í dag. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar sápuefnið kom út úr kerfinu og rann niður lækinn en blái punkturinn sýnir staðsetninguna. Blái punturinn sýnir hvar froðan kom út og rann í lækinn.Skjáskot/Borgarvefsjá „Við erum ekki viss um hvort þetta hafi verið rangtenging eða hvort einhver hafi helt einhverju ofan í niðurfall á bílastæði,“ segir Helgi. Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.Aðsent Hann segir tilfelli sem þetta nokkuð algeng en Heilbrigðiseftirlitið sé í samstarfi við Veitur, oft að leita að rangtengingum. Hann hvetur fólk til þess að fá fagaðila til þess að ganga úr skugga um að lagnir þeirra séu tengdar rétt. Verst sé þegar skólp sé tengt inn á ofanveitukerfið. Þegar komið var á vettvang hafi heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og Veitur ákveðið að dælubíll yrði kallaður til til þess að hreinsa svæðið en þá var stíflu komið fyrir svo froðan myndi ekki renna lengra. Helgi segir froðuna hafa legið ofan á vatninu svo ekki hafi þurft mikið til þess að hún færi ekki lengra. Hann segir erfitt að vita hvaðan sápuefnið kom en rigningarvatn af stóru svæði renni í lækinn. Einnig sé froðan ekki lengur til staðar í kerfinu. Hann ítrekar að ekkert annað en rigningarvatn megi fara í ofanveitukerfið og mikilvægt sé að ganga úr skugga um það að lagnir séu rétt tengdar svo þetta komi ekki fyrir oftar. Umhverfismál Reykjavík Dýr Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar greinilegt að froðan sem komist hafi í lækinn hafi verið eitruð en dauð síli hafi fundist á vettvangi. Hér má sjá dautt dýralíf vegna froðunar. Myndin er samsett.Aðsent Hann segir einhverskonar sápuefni hafa komist í ofanvatnskerfi borgarinnar en það kerfi tekur við rigningarvatni af þökum, bílaplönum og göngustígum sem rennur svo út í árnar. Aðspurður hvernig sápuefni komist í kerfin segir Helgi fólk stundum tengja lagnirnar sínar vitlaust eða skola efni burt á stöðum sem ekki séu ætlaðir til þess. Fráveitukerfi borgarinnar er tvískipt, um er að ræða fráveitukerfi þar sem meðal annars skólp og sturtur eru tengdar og ofanveitukerfi sem sér um rigningarvatn sem fellur á þök, bílastæði og göngustíga. Helgi segir sápuefni eins og það sem hafi dúkkað upp í dag ekki lengi að komast inn í kerfið og því hafi efnið að öllum líkindum komið inn í kerfið í dag. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar sápuefnið kom út úr kerfinu og rann niður lækinn en blái punkturinn sýnir staðsetninguna. Blái punturinn sýnir hvar froðan kom út og rann í lækinn.Skjáskot/Borgarvefsjá „Við erum ekki viss um hvort þetta hafi verið rangtenging eða hvort einhver hafi helt einhverju ofan í niðurfall á bílastæði,“ segir Helgi. Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.Aðsent Hann segir tilfelli sem þetta nokkuð algeng en Heilbrigðiseftirlitið sé í samstarfi við Veitur, oft að leita að rangtengingum. Hann hvetur fólk til þess að fá fagaðila til þess að ganga úr skugga um að lagnir þeirra séu tengdar rétt. Verst sé þegar skólp sé tengt inn á ofanveitukerfið. Þegar komið var á vettvang hafi heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og Veitur ákveðið að dælubíll yrði kallaður til til þess að hreinsa svæðið en þá var stíflu komið fyrir svo froðan myndi ekki renna lengra. Helgi segir froðuna hafa legið ofan á vatninu svo ekki hafi þurft mikið til þess að hún færi ekki lengra. Hann segir erfitt að vita hvaðan sápuefnið kom en rigningarvatn af stóru svæði renni í lækinn. Einnig sé froðan ekki lengur til staðar í kerfinu. Hann ítrekar að ekkert annað en rigningarvatn megi fara í ofanveitukerfið og mikilvægt sé að ganga úr skugga um það að lagnir séu rétt tengdar svo þetta komi ekki fyrir oftar.
Umhverfismál Reykjavík Dýr Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira