Pappaskeiðarnar heyra brátt sögunni til Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2022 11:52 Papparör, plaströr, pappaskeið og plastskeið. Allt þetta var hægt að finna fyrir rúmu ári síðan en papparörið virðist ætla vera það eina sem lifir af. Vísir/Óttar Eftir áramót verður hvorki boðið upp á plast- né pappaskeiðar með skyri og öðrum mjólkurvörum frá MS. Markaðsstjóri MS hvetur verslanir til að bjóða upp á skeiðar í verslunum í staðinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var greint frá því að einhverjir stunduðu það að fjarlægja lok af skyri sem innihélt skeið til að setja á skyrdollur sem voru hvorki með lok né skeið. Best fyrir dagsetningin er prentuð á lokin á þeim skyrdollum sem fá lok en á álfilmuna á þeim sem ekki eru með loki. Því var best fyrir dagsetningin horfin af þeim skyrdollum sem lokunum var stolið af. Í samtali við fréttastofu segir Aðalsteinn H. Magnússon, markaðsstjóri MS, að eftir áramót verði engar minni skyrdollur með loki eða skeið. Verið er að klára birgðir af lokum og því enn nokkrar tegundir af skyri enn með skeiðum og loki. „Lokin eru að fara af. Við erum að klára birgðir sem við áttum af gömlum lokum. Um áramót þá verða öll lok horfin. Þá verður dagsetningin prentuð á filmuna,“ segir Aðalsteinn. Pappaskeiðarnar sem kynntar voru til leiks á síðasta ári sem staðgengill plastskeiðanna, við töluverð mótmæli, verða því eftir áramót einungis til í minnum manna. Fjallað var um breytingarnar í fréttum Stöðvar 2. „Þetta dettur af og við hvetjum allar verslanir til að bjóða upp á skeiðar, annað hvort fríar eða til sölu á fimm krónur eða eitthvað,“ segir Aðalsteinn. Hann minnir á að besta leiðin til að sporna gegn plasti í umhverfinu sé að koma plastumbúðum í réttan farveg. „Það er til farvegur fyrir plastið og fólk þarf bara að nota hann,“ segir Aðalsteinn. Umhverfismál Neytendur Verslun Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Tengdar fréttir MS fækkar og skiptir út skeiðum í kjölfar óánægju Mjólkursamsalan hefur ákveðið að hætta að setja skeiðar og plastlok með vissum tegundum af skyri til að draga úr plast- og umbúðamagni. Þá verður skeiðum á öðrum vörum skipt út fyrir nýjar til að bregðast við óánægju viðskiptavina. 11. janúar 2022 16:39 Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31 Engar pappaskeiðar með skyri frá MS í Hollandi Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við. 24. ágúst 2022 08:50 Tapparnir fastir við gosflöskurnar Plastflöskur þar sem skrúfutapparnir eru áfastir flöskuhálsinum munu hefja innreið sína á íslenskan markað á næstu mánuðum. Coca Cola á Íslandi stefnir að því að byrja að notast við nýju tappana í febrúar eða mars á næsta ári, en Ölgerðin stefnir á að gera slíkt hið sama á næsta ári. 26. ágúst 2022 13:33 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var greint frá því að einhverjir stunduðu það að fjarlægja lok af skyri sem innihélt skeið til að setja á skyrdollur sem voru hvorki með lok né skeið. Best fyrir dagsetningin er prentuð á lokin á þeim skyrdollum sem fá lok en á álfilmuna á þeim sem ekki eru með loki. Því var best fyrir dagsetningin horfin af þeim skyrdollum sem lokunum var stolið af. Í samtali við fréttastofu segir Aðalsteinn H. Magnússon, markaðsstjóri MS, að eftir áramót verði engar minni skyrdollur með loki eða skeið. Verið er að klára birgðir af lokum og því enn nokkrar tegundir af skyri enn með skeiðum og loki. „Lokin eru að fara af. Við erum að klára birgðir sem við áttum af gömlum lokum. Um áramót þá verða öll lok horfin. Þá verður dagsetningin prentuð á filmuna,“ segir Aðalsteinn. Pappaskeiðarnar sem kynntar voru til leiks á síðasta ári sem staðgengill plastskeiðanna, við töluverð mótmæli, verða því eftir áramót einungis til í minnum manna. Fjallað var um breytingarnar í fréttum Stöðvar 2. „Þetta dettur af og við hvetjum allar verslanir til að bjóða upp á skeiðar, annað hvort fríar eða til sölu á fimm krónur eða eitthvað,“ segir Aðalsteinn. Hann minnir á að besta leiðin til að sporna gegn plasti í umhverfinu sé að koma plastumbúðum í réttan farveg. „Það er til farvegur fyrir plastið og fólk þarf bara að nota hann,“ segir Aðalsteinn.
Umhverfismál Neytendur Verslun Matvælaframleiðsla Loftslagsmál Tengdar fréttir MS fækkar og skiptir út skeiðum í kjölfar óánægju Mjólkursamsalan hefur ákveðið að hætta að setja skeiðar og plastlok með vissum tegundum af skyri til að draga úr plast- og umbúðamagni. Þá verður skeiðum á öðrum vörum skipt út fyrir nýjar til að bregðast við óánægju viðskiptavina. 11. janúar 2022 16:39 Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31 Engar pappaskeiðar með skyri frá MS í Hollandi Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við. 24. ágúst 2022 08:50 Tapparnir fastir við gosflöskurnar Plastflöskur þar sem skrúfutapparnir eru áfastir flöskuhálsinum munu hefja innreið sína á íslenskan markað á næstu mánuðum. Coca Cola á Íslandi stefnir að því að byrja að notast við nýju tappana í febrúar eða mars á næsta ári, en Ölgerðin stefnir á að gera slíkt hið sama á næsta ári. 26. ágúst 2022 13:33 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
MS fækkar og skiptir út skeiðum í kjölfar óánægju Mjólkursamsalan hefur ákveðið að hætta að setja skeiðar og plastlok með vissum tegundum af skyri til að draga úr plast- og umbúðamagni. Þá verður skeiðum á öðrum vörum skipt út fyrir nýjar til að bregðast við óánægju viðskiptavina. 11. janúar 2022 16:39
Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11. ágúst 2021 19:31
Engar pappaskeiðar með skyri frá MS í Hollandi Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við. 24. ágúst 2022 08:50
Tapparnir fastir við gosflöskurnar Plastflöskur þar sem skrúfutapparnir eru áfastir flöskuhálsinum munu hefja innreið sína á íslenskan markað á næstu mánuðum. Coca Cola á Íslandi stefnir að því að byrja að notast við nýju tappana í febrúar eða mars á næsta ári, en Ölgerðin stefnir á að gera slíkt hið sama á næsta ári. 26. ágúst 2022 13:33