Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2022 13:10 Sumarliði R. Ísleifsson skrifaði sögu Alþýðusambandsins. ASÍ Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar. Hálfgert upplausnarástand skapaðist á þingi Alþýðusambands Íslands á dögunum þegar leiðtogar þriggja verkalýðsfélaga gengu á dyr og drógu framboð sín til forsetaembætta sambandsins til baka. Þinginu var frestað fram á vor í þeirri von að stríðandi fylkingar næðu saman fyrir þann tíma. Sumarliði Ísleifsson dósent í sagnfræði er ekki sannfærður um að sættir náist. „Tónninn í andstæðum fylkingum er ennþá mjög harður þannig að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá lítur þetta nú ekki vel út en hvað varðar félagsmenn í hreyfingunni þá held ég að þetta hljóti að koma illa við fólk. Tilgangur verkalýðsfélaganna er sá að vinna að helstu hagsmunamálum launafólks og það gerir auðvitað stöðuna bara mjög erfiða ef allt logar í illdeilum innan hreyfingarinnar.“ Viðræður um kjarasamninga eru þegar hafnar. Sumarliði segir það enn óljóst á þessari stundu hvernig málum verði háttað en spáir því að Efling og VR muni leiða viðræðurnar enda fjölmennustu félögin - enn óljósara sé hvað verði um sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkisvaldinu. „Það er ennþá þörf fyrir aðila sem getur komið fram gagnvart ríkisvaldinu varðandi kröfur og lagasetningu um mikilvæg hagsmunamál eins og húsnæði, aðbúnað og annað í þeim dúr. Það er hlutverkið sem þetta miðlæga samband hefur aðallega núna, sem er bara frekar snúið að sinna ef það er ekki til neitt samræmingarafl.“ Í verðbólguumhverfi líkt og nú hefði sameinað ASÍ haft mikla þýðingu er varðar kjarasamningsgerð. Sumarliði segir - eins ótrúlegt og það kunni að virðast - að staðan í verkalýðshreyfingunni minni helst á árin fyrir seinna stríð. „Þá logaði allt stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar og þá var stofnað annað landssamband til höfuðs Alþýðusambandinu sem reyndar lifði ekki nema tvö ár ef ég man rétt.“ Vinnumarkaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Hálfgert upplausnarástand skapaðist á þingi Alþýðusambands Íslands á dögunum þegar leiðtogar þriggja verkalýðsfélaga gengu á dyr og drógu framboð sín til forsetaembætta sambandsins til baka. Þinginu var frestað fram á vor í þeirri von að stríðandi fylkingar næðu saman fyrir þann tíma. Sumarliði Ísleifsson dósent í sagnfræði er ekki sannfærður um að sættir náist. „Tónninn í andstæðum fylkingum er ennþá mjög harður þannig að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá lítur þetta nú ekki vel út en hvað varðar félagsmenn í hreyfingunni þá held ég að þetta hljóti að koma illa við fólk. Tilgangur verkalýðsfélaganna er sá að vinna að helstu hagsmunamálum launafólks og það gerir auðvitað stöðuna bara mjög erfiða ef allt logar í illdeilum innan hreyfingarinnar.“ Viðræður um kjarasamninga eru þegar hafnar. Sumarliði segir það enn óljóst á þessari stundu hvernig málum verði háttað en spáir því að Efling og VR muni leiða viðræðurnar enda fjölmennustu félögin - enn óljósara sé hvað verði um sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkisvaldinu. „Það er ennþá þörf fyrir aðila sem getur komið fram gagnvart ríkisvaldinu varðandi kröfur og lagasetningu um mikilvæg hagsmunamál eins og húsnæði, aðbúnað og annað í þeim dúr. Það er hlutverkið sem þetta miðlæga samband hefur aðallega núna, sem er bara frekar snúið að sinna ef það er ekki til neitt samræmingarafl.“ Í verðbólguumhverfi líkt og nú hefði sameinað ASÍ haft mikla þýðingu er varðar kjarasamningsgerð. Sumarliði segir - eins ótrúlegt og það kunni að virðast - að staðan í verkalýðshreyfingunni minni helst á árin fyrir seinna stríð. „Þá logaði allt stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar og þá var stofnað annað landssamband til höfuðs Alþýðusambandinu sem reyndar lifði ekki nema tvö ár ef ég man rétt.“
Vinnumarkaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40
Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58
Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28