Klopp í viðtali við Gumma Ben: „Þarft leikmenn til að klára dæmið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2022 14:00 Jürgen Klopp sýndi tennurnar í viðtalinu við Gumma Ben. stöð 2 sport Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox þegar Liverpool vann stórsigur á Rangers, 1-7, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn ræddi Gummi við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Klopp á það til að taka pirring sinn út á fjölmiðlamönnum á blaðamannafundum og í viðtölum eftir leiki. En eftir viðureignina á Ibrox í gær var lítið til að vera pirraður yfir og Klopp var ljúfur sem lamb við Gumma. Þjóðverjinn var sáttur með allan leikinn, þrátt fyrir að Liverpool hafi lent undir í áttunda sinn á tímabilinu. „Við brugðumst vel við. Við spiluðum góðan leik. Markið þeirra kom ekki upp úr engu en þetta var staða þar sem við vorum nálægt því að vinna boltann og þeir komust milli miðvarðanna. Þetta var líka vel spilað,“ sagði Klopp við Gumma. „Í fótbolta, og lífinu öllu, snýst þetta allt um hvernig þú bregst við og við skoruðum mark eftir fast leikatriði. Og við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleik. Við vissum að ef við myndum spila meiri fótbolta og kæmum hreyfingu á þá kæmumst við í góðar stöður og þetta yrði erfitt fyrir þá.“ Roberto Firmino skoraði fyrstu tvö mörk Liverpool og lagði það þriðja upp fyrir Darwin Nunez. Síðan var komið að þætti Mohameds Salah sem skoraði þrjú mörk á sex mínútum. Aldrei hefur einn leikmaður verið sneggri að skora þrennu í Meistaradeildinni og Salah í gær. Harvey Elliott skoraði svo sjöunda og síðasta mark Liverpool. „Þú þarft leikmenn til að klára dæmið. Það er eitt að búa til stöðurnar, annað að klára þær og við gerðum það frábærlega. Þetta voru frekar ýktar lokatölur,“ sagði Klopp. „Mér fannst allir spila vel. Við vitum hversu góðir við erum. Við þurfum að sýna það reglulega.“ Klippa: Klopp í viðtali við Gumma Ben Það er skammt stórra högga á milli hjá Liverpool því á sunnudaginn mætir liðið Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mjög spennandi en núna erum við ekki sigurstranglegri. En það er allt í lagi. Það er svo sem ekki hægt að segja mikið um það í kvöld. Allir vita hversu mikil áskorun þetta er en þetta er Anfield og við reynum og sjáum svo hvað gerist.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Klopp á það til að taka pirring sinn út á fjölmiðlamönnum á blaðamannafundum og í viðtölum eftir leiki. En eftir viðureignina á Ibrox í gær var lítið til að vera pirraður yfir og Klopp var ljúfur sem lamb við Gumma. Þjóðverjinn var sáttur með allan leikinn, þrátt fyrir að Liverpool hafi lent undir í áttunda sinn á tímabilinu. „Við brugðumst vel við. Við spiluðum góðan leik. Markið þeirra kom ekki upp úr engu en þetta var staða þar sem við vorum nálægt því að vinna boltann og þeir komust milli miðvarðanna. Þetta var líka vel spilað,“ sagði Klopp við Gumma. „Í fótbolta, og lífinu öllu, snýst þetta allt um hvernig þú bregst við og við skoruðum mark eftir fast leikatriði. Og við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleik. Við vissum að ef við myndum spila meiri fótbolta og kæmum hreyfingu á þá kæmumst við í góðar stöður og þetta yrði erfitt fyrir þá.“ Roberto Firmino skoraði fyrstu tvö mörk Liverpool og lagði það þriðja upp fyrir Darwin Nunez. Síðan var komið að þætti Mohameds Salah sem skoraði þrjú mörk á sex mínútum. Aldrei hefur einn leikmaður verið sneggri að skora þrennu í Meistaradeildinni og Salah í gær. Harvey Elliott skoraði svo sjöunda og síðasta mark Liverpool. „Þú þarft leikmenn til að klára dæmið. Það er eitt að búa til stöðurnar, annað að klára þær og við gerðum það frábærlega. Þetta voru frekar ýktar lokatölur,“ sagði Klopp. „Mér fannst allir spila vel. Við vitum hversu góðir við erum. Við þurfum að sýna það reglulega.“ Klippa: Klopp í viðtali við Gumma Ben Það er skammt stórra högga á milli hjá Liverpool því á sunnudaginn mætir liðið Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mjög spennandi en núna erum við ekki sigurstranglegri. En það er allt í lagi. Það er svo sem ekki hægt að segja mikið um það í kvöld. Allir vita hversu mikil áskorun þetta er en þetta er Anfield og við reynum og sjáum svo hvað gerist.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti