Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2022 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson setur Hringborð norðurslóða í Hörpu í dag. Vilhelm Gunnarsson Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon, krónprins Noregs, mæta til þingsins. Við aðalinngang Hörpu tók stofnandi Hringborðsins á móti krónprinsinum. Ólafur Ragnar fylgir Hákoni, krónprins Noregs, um sali Hörpu.Bjarni Einarsson „Þetta þing hefur meiri pólitíska þungavigt heldur en hin fyrri og er líka með öflugri þátttöku frá fjölmörgum ríkjum,“ segir Ólafur Ragnar, formaður Hringborðs norðurslóða. Þannig hafi Noregur sent í fyrsta sinn einn sinn æðsta fulltrúa, krónprinsinn. Einnig Kanada, með sinn þjóðhöfðingja, Mary Simon. Bandaríkin og Indland sendi bæði öflugar sendinefndir. Sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Frá setningarathöfninni í dag. Um tvöþúsund manns frá yfir sextíu löndum sækja Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.Vilhelm Gunnarsson Þótt enska sé tungumál þingsins prófaði krónprins Noregs okkar ylhýra. „Góðan daginn, kæru vinir,“ sagði Hákon á íslensku. Og hrósaði svo Ólafi Ragnari: „Þér og samtökum þínum hefur tekist að skapa öflugan vettvang til að ræða málefni norðurslóða á breiðum grundvelli. Þetta verður æ mikilvægara, ekki aðeins fyrir þá sem búa á norðurslóðum heldur fyrir allan heiminn,“ sagði krónprinsinn. Hákon, krónprins Noregs, og Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars.Vilhelm Gunnarsson Um tvö þúsund manns frá yfir sextíu löndum taka þátt í þinginu, sem stendur fram á laugardag. Það vantar hins vegar algerlega fulltrúa frá einu landi, því stærsta á norðurslóðum, Rússlandi. Ólafur Ragnar bendir á að mörgum mánuðum fyrir Úkraínustríðið hafi Rússar verið búnir að draga sig út úr umræðum sem þessum. „Þannig að óháð þessum erfiðleikum í Evrópu og þessu hræðilega stríði, og hvað Rússar kjósa að gera og hvernig þeir vilja einangra sig, eða aðrir einangra þá, þá höldum við okkar strik,“ segir Ólafur Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar í fullri lengd má sjá hér: Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52 Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon, krónprins Noregs, mæta til þingsins. Við aðalinngang Hörpu tók stofnandi Hringborðsins á móti krónprinsinum. Ólafur Ragnar fylgir Hákoni, krónprins Noregs, um sali Hörpu.Bjarni Einarsson „Þetta þing hefur meiri pólitíska þungavigt heldur en hin fyrri og er líka með öflugri þátttöku frá fjölmörgum ríkjum,“ segir Ólafur Ragnar, formaður Hringborðs norðurslóða. Þannig hafi Noregur sent í fyrsta sinn einn sinn æðsta fulltrúa, krónprinsinn. Einnig Kanada, með sinn þjóðhöfðingja, Mary Simon. Bandaríkin og Indland sendi bæði öflugar sendinefndir. Sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Frá setningarathöfninni í dag. Um tvöþúsund manns frá yfir sextíu löndum sækja Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.Vilhelm Gunnarsson Þótt enska sé tungumál þingsins prófaði krónprins Noregs okkar ylhýra. „Góðan daginn, kæru vinir,“ sagði Hákon á íslensku. Og hrósaði svo Ólafi Ragnari: „Þér og samtökum þínum hefur tekist að skapa öflugan vettvang til að ræða málefni norðurslóða á breiðum grundvelli. Þetta verður æ mikilvægara, ekki aðeins fyrir þá sem búa á norðurslóðum heldur fyrir allan heiminn,“ sagði krónprinsinn. Hákon, krónprins Noregs, og Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars.Vilhelm Gunnarsson Um tvö þúsund manns frá yfir sextíu löndum taka þátt í þinginu, sem stendur fram á laugardag. Það vantar hins vegar algerlega fulltrúa frá einu landi, því stærsta á norðurslóðum, Rússlandi. Ólafur Ragnar bendir á að mörgum mánuðum fyrir Úkraínustríðið hafi Rússar verið búnir að draga sig út úr umræðum sem þessum. „Þannig að óháð þessum erfiðleikum í Evrópu og þessu hræðilega stríði, og hvað Rússar kjósa að gera og hvernig þeir vilja einangra sig, eða aðrir einangra þá, þá höldum við okkar strik,“ segir Ólafur Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar í fullri lengd má sjá hér:
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52 Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52
Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53