Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. október 2022 10:01 Hulda Ragnheiður Árnadóttir hélt upp á afmælið sitt með óvenjulegum hætti fyrir tveimur árum. Hugmyndin stækkaði og er nú orðin að listaverkauppboði. Stöð 2/Steingrímur Dúi Másson Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. Hulda sagði frá hugmyndinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það byrjaði nú eiginlega bara þannig að þegar ég varð 49 ára þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti haldið upp á afmælið mitt. Það var eiginlega tvennt sem mig langaði til að það myndi skila. Mig langaði til að það myndi ekki skila mér mörgum gjöfum sem ég vissi ekki hvar ég myndi koma fyrir vegna þess að ég á allt sem mig langar til að eiga. Ég velti því líka fyrir mér hvernig ég gæti mögulega látið gott af mér leiða með því að halda upp á þetta.“ Skipta sköpum í lífi kvenna Ákvað hún strax að styrkja Kvennaathvarfið, málefni sem skiptir hana persónulega miklu máli. „Ég veit að þær hafa lengi verið að gera frábæra hluti og þær skipta sköpum í lífi mjög margra kvenna. Mig langaði að leggja mitt af mörkum til þess að hjálpa til.“ Hugmyndin kviknaði á leið heim úr vinnu einn daginn. „Þetta var á umferðarsíðdegi svo ég hafði dálítið góðan tíma til þess að hugsa um þetta,“ útskýrir Hulda. Ég get ekki alls ekki skýrt hvaðan hugmyndin kom, því ég hafði aldrei heyrt neitt svona klikkað eins og það að halda sextán sinnum upp á afmælið mitt. Ég ákvað að bjóða átta laus pláss við borðstofuborðið í hvert skipti sem það yrði haldið upp á afmælið og ég ákvað að handvelja ekki hverjir kæmu í afmælið mitt.“ Eins og kraftaverk Hulda útbjó skjal og birti á Facebook. Skjalið fylltist strax á fyrsta degi. „Forsendan fyrir því að þú kæmir var það að þú værir búinn að gera góðverk.“ Hulda á mikið af vinum og kunningjum og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Þetta var bara eiginlega eins og kraftaverk.“ Úr einni af afmælisveislum Huldu Annað heimilisfólk var þó fegið að hún bætti ekki við fleiri afmælisveislum. Hulda afþakkaði allar afmælisgjafir og bað alla að styrkja Kvennaathvarfið. Ein vinkona vildi þó endilega gefa henni málverk að gjöf. „Ég á rosa auðvelt með að fara eftir reglum ef ég veit hverjar þær eru. Það er engin grá lína þar þannig að ég sagði henni að hún myndi þurfa að sætta sig við það að ég myndi taka þetta málverk og ég myndi bjóða það upp. Vegna þess að ég var búin að segja að ég myndi gefa Kvennaathvarfinu allan ágóðann af þessum afmælisgjöfum.“ Afmælismatarboð. Gaman að sjá þetta verða að veruleika Eftir að hún sagði frá málverkinu á samfélagsmiðlum, bættust við fleiri listamenn sem vildu gefa verk í söfnunina. „Svona vinda góðar hugmyndir stundum upp á sig.“ Verkefnið varð skyndilega miklu stærra og fer listaverkauppboðið af stað á Vísi á næstu dögum. Safnað er fyrir nýju húsnæði fyrir Kvennaathvarfið, fyrsta athvarfið sem byggt hefur verið fyrir sérstaklega fyrir starfsemina. „Mig óraði ekki fyrir því en það er ótrúlega gaman að sjá svona verða að veruleika,“ segir Hulda. „Þetta er dæmi um það hvernig eitt lítið fræ getur orðið að ótrúlega fallegu blómi. Þetta er eitt af þessum blómum sem hefur fengið að vaxa vegna þess að það hefur komið að verkefninu ótrúlega góðviljað fólk. Það virðast allir sem við tölum við vilja leggja Kvennaathvarfinu lið.“ Komin nærri fjörutíu listaverk Hátt í fjörutíu listaverk eru komin í söfnunina en ennþá er pláss fyrir fleiri. Verkin verða sýnd í Gallerý Fold á meðan uppboðinu stendur. „Það er ótrúlega góð tilfinning að gefa í þessum tilgangi. Hvort sem það eru listamennirnir sjálfir eða fólk sem á listaverk og langar að gera góðverk, þá erum við mjög spennt fyrir því. Við erum ekki síður að leita að einhverjum sem vilja kaupa listaverk og láta gott af sér leiða.“ Hulda er í dag orðin stjórnarformaður Samtaka um Kvennaathvarf, eitthvað sem kom upp í kjölfarið á þessu verkefni. „Við erum að vinna saman að fjármögnun nýs Kvennaathvarfs. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að ljá krafta mína í þetta verkefni,“ segir Hulda. „Hjartað okkar er í þessu verkefni og við viljum sjá þetta verða að veruleika.“ Listamönnum og listaverkaeigendum sem vilja gefa verk á uppboðið er bent á að hafa samband við Gallerý Fold sem mun halda utan um uppboðið fyrir Kvennaathvarfið. Nánar verður fjallað um uppboðið hér á Vísi næstu vikur. Myndlist Tímamót Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Hulda sagði frá hugmyndinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það byrjaði nú eiginlega bara þannig að þegar ég varð 49 ára þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti haldið upp á afmælið mitt. Það var eiginlega tvennt sem mig langaði til að það myndi skila. Mig langaði til að það myndi ekki skila mér mörgum gjöfum sem ég vissi ekki hvar ég myndi koma fyrir vegna þess að ég á allt sem mig langar til að eiga. Ég velti því líka fyrir mér hvernig ég gæti mögulega látið gott af mér leiða með því að halda upp á þetta.“ Skipta sköpum í lífi kvenna Ákvað hún strax að styrkja Kvennaathvarfið, málefni sem skiptir hana persónulega miklu máli. „Ég veit að þær hafa lengi verið að gera frábæra hluti og þær skipta sköpum í lífi mjög margra kvenna. Mig langaði að leggja mitt af mörkum til þess að hjálpa til.“ Hugmyndin kviknaði á leið heim úr vinnu einn daginn. „Þetta var á umferðarsíðdegi svo ég hafði dálítið góðan tíma til þess að hugsa um þetta,“ útskýrir Hulda. Ég get ekki alls ekki skýrt hvaðan hugmyndin kom, því ég hafði aldrei heyrt neitt svona klikkað eins og það að halda sextán sinnum upp á afmælið mitt. Ég ákvað að bjóða átta laus pláss við borðstofuborðið í hvert skipti sem það yrði haldið upp á afmælið og ég ákvað að handvelja ekki hverjir kæmu í afmælið mitt.“ Eins og kraftaverk Hulda útbjó skjal og birti á Facebook. Skjalið fylltist strax á fyrsta degi. „Forsendan fyrir því að þú kæmir var það að þú værir búinn að gera góðverk.“ Hulda á mikið af vinum og kunningjum og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Þetta var bara eiginlega eins og kraftaverk.“ Úr einni af afmælisveislum Huldu Annað heimilisfólk var þó fegið að hún bætti ekki við fleiri afmælisveislum. Hulda afþakkaði allar afmælisgjafir og bað alla að styrkja Kvennaathvarfið. Ein vinkona vildi þó endilega gefa henni málverk að gjöf. „Ég á rosa auðvelt með að fara eftir reglum ef ég veit hverjar þær eru. Það er engin grá lína þar þannig að ég sagði henni að hún myndi þurfa að sætta sig við það að ég myndi taka þetta málverk og ég myndi bjóða það upp. Vegna þess að ég var búin að segja að ég myndi gefa Kvennaathvarfinu allan ágóðann af þessum afmælisgjöfum.“ Afmælismatarboð. Gaman að sjá þetta verða að veruleika Eftir að hún sagði frá málverkinu á samfélagsmiðlum, bættust við fleiri listamenn sem vildu gefa verk í söfnunina. „Svona vinda góðar hugmyndir stundum upp á sig.“ Verkefnið varð skyndilega miklu stærra og fer listaverkauppboðið af stað á Vísi á næstu dögum. Safnað er fyrir nýju húsnæði fyrir Kvennaathvarfið, fyrsta athvarfið sem byggt hefur verið fyrir sérstaklega fyrir starfsemina. „Mig óraði ekki fyrir því en það er ótrúlega gaman að sjá svona verða að veruleika,“ segir Hulda. „Þetta er dæmi um það hvernig eitt lítið fræ getur orðið að ótrúlega fallegu blómi. Þetta er eitt af þessum blómum sem hefur fengið að vaxa vegna þess að það hefur komið að verkefninu ótrúlega góðviljað fólk. Það virðast allir sem við tölum við vilja leggja Kvennaathvarfinu lið.“ Komin nærri fjörutíu listaverk Hátt í fjörutíu listaverk eru komin í söfnunina en ennþá er pláss fyrir fleiri. Verkin verða sýnd í Gallerý Fold á meðan uppboðinu stendur. „Það er ótrúlega góð tilfinning að gefa í þessum tilgangi. Hvort sem það eru listamennirnir sjálfir eða fólk sem á listaverk og langar að gera góðverk, þá erum við mjög spennt fyrir því. Við erum ekki síður að leita að einhverjum sem vilja kaupa listaverk og láta gott af sér leiða.“ Hulda er í dag orðin stjórnarformaður Samtaka um Kvennaathvarf, eitthvað sem kom upp í kjölfarið á þessu verkefni. „Við erum að vinna saman að fjármögnun nýs Kvennaathvarfs. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að ljá krafta mína í þetta verkefni,“ segir Hulda. „Hjartað okkar er í þessu verkefni og við viljum sjá þetta verða að veruleika.“ Listamönnum og listaverkaeigendum sem vilja gefa verk á uppboðið er bent á að hafa samband við Gallerý Fold sem mun halda utan um uppboðið fyrir Kvennaathvarfið. Nánar verður fjallað um uppboðið hér á Vísi næstu vikur.
Myndlist Tímamót Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira