Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2022 12:03 Margrét Friðriksdóttir var á leið til Þýskalands og þaðan til Moskvu þegar henni var vísað úr flugvél Icelandair. VÍSIR/VILHELM/AÐSEND Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. Vísir greindi frá því í september að Margrét hefði verið á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt að handfarangur hennar þyrfti að fara niður í farangursrými vegna plássleysis. Sjálf sagðist Margrét hafa verið mjög ósátt en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að vera með grímu. Eftir nokkrar deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni en hún ákvað þá að ganga inn í flugstjórnarklefann og ræða við flugmanninn. Talsmaður Icelandair sagði þá í samtali við fréttastofu að starfsfólk hefði ekki átt annarra kosta völ en að fylgja henni frá borði. Uppfært kl. 13.49: Margrét kveðst ekki hafa gengið inn í flugstjórnarklefann, heldur hafi hann verið opinn og því „auðvelt fyrir hana að ræða við flugstjórann.“ „Ég stóð við útganginn fyrir miðju þar sem ég var að bíða eftir lögreglunni. Ég setti upp grímuna en komst svo að því að flugfreyjurnar hafi sagt ósatt um að ekki væri pláss fyrir handfarandurstöskuna mína sem uppfyllir öll skilyrði sem slík ég reyndi bara að standa á mínum rétti og augljóst að flugfélagið er brotlegt þarna,“ segir hún mjög ósátt. Margrét hefur nú sent bótakröfu til Icelandair með fulltingi lögmannsstofunnar Griffon. Það er lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sem aðstoðar hana við málið. Frá þessu greinir hún á vefnum Frettin.is og birtir bótakröfuna í heild sinni. Hún krefst 29.168.000 króna sem sundurliðast svona: Vegna farmiða: 550.000 kr. Vegna aukins launakostnaðar: 7 dagar x kr. 150.000 = 1.050.000 kr. Vegna útlagðs hótelkostnaðar: 1.080.000 kr. (6 nætur x 180.000 kr.) Vegna eyðilagðrar heimildarmyndar: 20.000.000 kr. Vegna leigubifreiðar frá flugvelli: 18.000 kr. Beint vinnutap: 1.050.000 kr. Þegar áfallinn kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar: 420.000 kr. Vegna ólögmætrar ærumeingerðar og grímuskipunar: 3.000.000 kr. Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu og lækniskostnaðar: 2.000.000 kr. Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Vísir greindi frá því í september að Margrét hefði verið á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt að handfarangur hennar þyrfti að fara niður í farangursrými vegna plássleysis. Sjálf sagðist Margrét hafa verið mjög ósátt en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að vera með grímu. Eftir nokkrar deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni en hún ákvað þá að ganga inn í flugstjórnarklefann og ræða við flugmanninn. Talsmaður Icelandair sagði þá í samtali við fréttastofu að starfsfólk hefði ekki átt annarra kosta völ en að fylgja henni frá borði. Uppfært kl. 13.49: Margrét kveðst ekki hafa gengið inn í flugstjórnarklefann, heldur hafi hann verið opinn og því „auðvelt fyrir hana að ræða við flugstjórann.“ „Ég stóð við útganginn fyrir miðju þar sem ég var að bíða eftir lögreglunni. Ég setti upp grímuna en komst svo að því að flugfreyjurnar hafi sagt ósatt um að ekki væri pláss fyrir handfarandurstöskuna mína sem uppfyllir öll skilyrði sem slík ég reyndi bara að standa á mínum rétti og augljóst að flugfélagið er brotlegt þarna,“ segir hún mjög ósátt. Margrét hefur nú sent bótakröfu til Icelandair með fulltingi lögmannsstofunnar Griffon. Það er lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sem aðstoðar hana við málið. Frá þessu greinir hún á vefnum Frettin.is og birtir bótakröfuna í heild sinni. Hún krefst 29.168.000 króna sem sundurliðast svona: Vegna farmiða: 550.000 kr. Vegna aukins launakostnaðar: 7 dagar x kr. 150.000 = 1.050.000 kr. Vegna útlagðs hótelkostnaðar: 1.080.000 kr. (6 nætur x 180.000 kr.) Vegna eyðilagðrar heimildarmyndar: 20.000.000 kr. Vegna leigubifreiðar frá flugvelli: 18.000 kr. Beint vinnutap: 1.050.000 kr. Þegar áfallinn kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar: 420.000 kr. Vegna ólögmætrar ærumeingerðar og grímuskipunar: 3.000.000 kr. Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu og lækniskostnaðar: 2.000.000 kr.
Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33