Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. október 2022 13:43 Liz Truss hefur ekki gegnt embætti forsætisráðherra Bretlands í langan tíma Sean Smith - Pool/Getty Images Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Þetta kemur fram í pistli sem Chris Mason, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í umfjöllum um bresk stjórnmál, skrifar inn á fréttavef BBC í dag. „Ef þú finnur fyrir vott af skelfingu í loftinu, þá ert þú ekki sá eini,“ skrifar Mason. Þar gerir hann tilkynningu Jeremy Hunt, nýs fjármálaráðherra Bretlands að umtalsefni sínu. Hætt við skattalækkun og þak á orkuverði stytt Hunt kynnti í dag nýjar aðgerðir í efnahagsmálum þar sem hann dró til baka nær allt sem eftir stóð af upprunalegu fjármálafrumvarpi forsætisráðherrans. Áður hafði verið tilkynnt að hætt yrði við afnám hæsta skattþrepsins, eftir mikla gagnrýni, gagnrýni sem meðal annars varð til þess að Hunt tók við af Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra á dögunum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár eins og upprunaleg ætlun Truss og ráðherra hennar var. „Við munum snúa við nærri öllum skattaákvörðunum“, sagði Hunt í morgun og átti þær við þær aðgerðir sem Truss og Kwarteng, höfðu kynnt. Jeremy Hunt, nýr fjármalaráðherra Bretlands.Getty Faisal Islam, efnahagsskýrandi, BBC, segir að tilkynning Hunt í morgun hafi mögulega falið í sér mestu u-beygju í hagsögu Bretlands. Í grein sinni á BBC skrifar Mason að tilkynning Hunt þýði að Truss, sá forsætisráðherra, sem lofað hafi að lækka skatta meira en hennar helsti keppinautur um leiðtogahlutverk Íhaldsflokksins, þurfi nú að sætta sig við að geta ekki staðið við loforðið. Spurningar hafa vaknað hvort að Truss sé stætt áfram sem forsætisráðherra Bretlands og boða þurfi til kosninga, átján mánuðum á undan áætlunum. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafa þegar sagt að það sé erfitt fyrir Truss að halda áfram. Truss mun mæta í fyrirspurnartíma á breska þinginu á eftir og er fastlega gert ráð fyrir að hún muni mæta mikilli gagnrýni af hálfu stjórnarandstæðinga. Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem Chris Mason, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í umfjöllum um bresk stjórnmál, skrifar inn á fréttavef BBC í dag. „Ef þú finnur fyrir vott af skelfingu í loftinu, þá ert þú ekki sá eini,“ skrifar Mason. Þar gerir hann tilkynningu Jeremy Hunt, nýs fjármálaráðherra Bretlands að umtalsefni sínu. Hætt við skattalækkun og þak á orkuverði stytt Hunt kynnti í dag nýjar aðgerðir í efnahagsmálum þar sem hann dró til baka nær allt sem eftir stóð af upprunalegu fjármálafrumvarpi forsætisráðherrans. Áður hafði verið tilkynnt að hætt yrði við afnám hæsta skattþrepsins, eftir mikla gagnrýni, gagnrýni sem meðal annars varð til þess að Hunt tók við af Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra á dögunum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár eins og upprunaleg ætlun Truss og ráðherra hennar var. „Við munum snúa við nærri öllum skattaákvörðunum“, sagði Hunt í morgun og átti þær við þær aðgerðir sem Truss og Kwarteng, höfðu kynnt. Jeremy Hunt, nýr fjármalaráðherra Bretlands.Getty Faisal Islam, efnahagsskýrandi, BBC, segir að tilkynning Hunt í morgun hafi mögulega falið í sér mestu u-beygju í hagsögu Bretlands. Í grein sinni á BBC skrifar Mason að tilkynning Hunt þýði að Truss, sá forsætisráðherra, sem lofað hafi að lækka skatta meira en hennar helsti keppinautur um leiðtogahlutverk Íhaldsflokksins, þurfi nú að sætta sig við að geta ekki staðið við loforðið. Spurningar hafa vaknað hvort að Truss sé stætt áfram sem forsætisráðherra Bretlands og boða þurfi til kosninga, átján mánuðum á undan áætlunum. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafa þegar sagt að það sé erfitt fyrir Truss að halda áfram. Truss mun mæta í fyrirspurnartíma á breska þinginu á eftir og er fastlega gert ráð fyrir að hún muni mæta mikilli gagnrýni af hálfu stjórnarandstæðinga.
Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11
Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32