Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 07:30 Kjartan Henry Finnbogason er ekki sáttur með hvernig ferli hans hjá KR lauk. vísir/hulda margrét Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. Í samtali við 433.is staðfesti Kjartan að hann hefði verið kallaður til hliðar fyrir æfingu KR á fimmtudaginn og skrifað undir uppsögn á samningi sínum við félagið. Samningur Kjartans við KR átti að renna út eftir næsta tímabil en í honum er uppsagnarákvæði sem KR hefur nýtt sér. Kjartan segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart en hann sé samt svekktur út í forráðamenn KR. Í færslu á Twitter á föstudaginn gaf hann það sterklega í skyn með því að deila myndbroti með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ „Ég svaf á þessu, mér fannst þetta kalt. Ég er fæddur og uppalin KR-ingur, foreldrar mínir greitt æfingargjöld frá fyrsta degi og tekið þátt í KR-starfinu. Það er búið að selja mig tvisvar frá félaginu, ég hef unnið sex titla með KR og er núna sjálfur með tvö börn sem æfa fótbolta með KR. Þannig að já, ég neita því ekki að mér fannst þetta kalt,“ sagði Kjartan við 433.is. Stendur á gati Eftir 0-1 sigur KR á Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardaginn sagði Rúnar við Stöð 2 Sport að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Kjartan botnaði ekkert í þeim ummælum þjálfarans. „Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd. Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert,“ sagði Kjartan sem var öllum lokið eftir svar Rúnars. Rúnar Kristinsson fór ekki með rétt mál að sögn Kjartans.vísir/hulda margrét „Svona er þetta bara og ég er bara að melta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, vikur og mánuði. Ég tók ákvörðun um það í sumar að reyna að tjá mig sem minnst um stöðuna, æfa bara vel og brosa. En eftir þetta viðtal á laugardagskvöld, þar sem þjálfarinn lýsir einhverri allt annari stöðu en uppi er, þá finnst mér hreinlega vitleysan hafa náð nýjum hæðum. Og mér finnst ég eiginlega bara verða að leiðrétta þetta.“ Grunaði að ákvæðið yrði nýtt Kjartan var fastamaður í liði KR framan af sumri en eftir því sem á leið fækkaði tækifærum hans verulega. Í samningi hans var ákvæði um að KR gæti rift samningi hans ef hann spilaði minna en helming þeirra mínútna sem í boði voru. „Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum. Í byrjun október var ég svo boðaður á fund með formanni knattspyrnudeildar þar sem hann tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi mínum,“ sagði Kjartan sem hefur leikið átján deildarleiki með KR í sumar og skorað fjögur mörk. Hann hefur alls leikið 133 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 49 mörk. Í viðtalinu við 433.is sagðist hann ætla að halda áfram að spila. Kjartan er 36 ára og sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í fyrra. Besta deild karla KR Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Í samtali við 433.is staðfesti Kjartan að hann hefði verið kallaður til hliðar fyrir æfingu KR á fimmtudaginn og skrifað undir uppsögn á samningi sínum við félagið. Samningur Kjartans við KR átti að renna út eftir næsta tímabil en í honum er uppsagnarákvæði sem KR hefur nýtt sér. Kjartan segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart en hann sé samt svekktur út í forráðamenn KR. Í færslu á Twitter á föstudaginn gaf hann það sterklega í skyn með því að deila myndbroti með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ „Ég svaf á þessu, mér fannst þetta kalt. Ég er fæddur og uppalin KR-ingur, foreldrar mínir greitt æfingargjöld frá fyrsta degi og tekið þátt í KR-starfinu. Það er búið að selja mig tvisvar frá félaginu, ég hef unnið sex titla með KR og er núna sjálfur með tvö börn sem æfa fótbolta með KR. Þannig að já, ég neita því ekki að mér fannst þetta kalt,“ sagði Kjartan við 433.is. Stendur á gati Eftir 0-1 sigur KR á Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardaginn sagði Rúnar við Stöð 2 Sport að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Kjartan botnaði ekkert í þeim ummælum þjálfarans. „Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd. Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert,“ sagði Kjartan sem var öllum lokið eftir svar Rúnars. Rúnar Kristinsson fór ekki með rétt mál að sögn Kjartans.vísir/hulda margrét „Svona er þetta bara og ég er bara að melta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, vikur og mánuði. Ég tók ákvörðun um það í sumar að reyna að tjá mig sem minnst um stöðuna, æfa bara vel og brosa. En eftir þetta viðtal á laugardagskvöld, þar sem þjálfarinn lýsir einhverri allt annari stöðu en uppi er, þá finnst mér hreinlega vitleysan hafa náð nýjum hæðum. Og mér finnst ég eiginlega bara verða að leiðrétta þetta.“ Grunaði að ákvæðið yrði nýtt Kjartan var fastamaður í liði KR framan af sumri en eftir því sem á leið fækkaði tækifærum hans verulega. Í samningi hans var ákvæði um að KR gæti rift samningi hans ef hann spilaði minna en helming þeirra mínútna sem í boði voru. „Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum. Í byrjun október var ég svo boðaður á fund með formanni knattspyrnudeildar þar sem hann tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi mínum,“ sagði Kjartan sem hefur leikið átján deildarleiki með KR í sumar og skorað fjögur mörk. Hann hefur alls leikið 133 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 49 mörk. Í viðtalinu við 433.is sagðist hann ætla að halda áfram að spila. Kjartan er 36 ára og sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í fyrra.
Besta deild karla KR Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira