Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 07:30 Kjartan Henry Finnbogason er ekki sáttur með hvernig ferli hans hjá KR lauk. vísir/hulda margrét Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. Í samtali við 433.is staðfesti Kjartan að hann hefði verið kallaður til hliðar fyrir æfingu KR á fimmtudaginn og skrifað undir uppsögn á samningi sínum við félagið. Samningur Kjartans við KR átti að renna út eftir næsta tímabil en í honum er uppsagnarákvæði sem KR hefur nýtt sér. Kjartan segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart en hann sé samt svekktur út í forráðamenn KR. Í færslu á Twitter á föstudaginn gaf hann það sterklega í skyn með því að deila myndbroti með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ „Ég svaf á þessu, mér fannst þetta kalt. Ég er fæddur og uppalin KR-ingur, foreldrar mínir greitt æfingargjöld frá fyrsta degi og tekið þátt í KR-starfinu. Það er búið að selja mig tvisvar frá félaginu, ég hef unnið sex titla með KR og er núna sjálfur með tvö börn sem æfa fótbolta með KR. Þannig að já, ég neita því ekki að mér fannst þetta kalt,“ sagði Kjartan við 433.is. Stendur á gati Eftir 0-1 sigur KR á Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardaginn sagði Rúnar við Stöð 2 Sport að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Kjartan botnaði ekkert í þeim ummælum þjálfarans. „Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd. Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert,“ sagði Kjartan sem var öllum lokið eftir svar Rúnars. Rúnar Kristinsson fór ekki með rétt mál að sögn Kjartans.vísir/hulda margrét „Svona er þetta bara og ég er bara að melta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, vikur og mánuði. Ég tók ákvörðun um það í sumar að reyna að tjá mig sem minnst um stöðuna, æfa bara vel og brosa. En eftir þetta viðtal á laugardagskvöld, þar sem þjálfarinn lýsir einhverri allt annari stöðu en uppi er, þá finnst mér hreinlega vitleysan hafa náð nýjum hæðum. Og mér finnst ég eiginlega bara verða að leiðrétta þetta.“ Grunaði að ákvæðið yrði nýtt Kjartan var fastamaður í liði KR framan af sumri en eftir því sem á leið fækkaði tækifærum hans verulega. Í samningi hans var ákvæði um að KR gæti rift samningi hans ef hann spilaði minna en helming þeirra mínútna sem í boði voru. „Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum. Í byrjun október var ég svo boðaður á fund með formanni knattspyrnudeildar þar sem hann tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi mínum,“ sagði Kjartan sem hefur leikið átján deildarleiki með KR í sumar og skorað fjögur mörk. Hann hefur alls leikið 133 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 49 mörk. Í viðtalinu við 433.is sagðist hann ætla að halda áfram að spila. Kjartan er 36 ára og sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í fyrra. Besta deild karla KR Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Í samtali við 433.is staðfesti Kjartan að hann hefði verið kallaður til hliðar fyrir æfingu KR á fimmtudaginn og skrifað undir uppsögn á samningi sínum við félagið. Samningur Kjartans við KR átti að renna út eftir næsta tímabil en í honum er uppsagnarákvæði sem KR hefur nýtt sér. Kjartan segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart en hann sé samt svekktur út í forráðamenn KR. Í færslu á Twitter á föstudaginn gaf hann það sterklega í skyn með því að deila myndbroti með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ „Ég svaf á þessu, mér fannst þetta kalt. Ég er fæddur og uppalin KR-ingur, foreldrar mínir greitt æfingargjöld frá fyrsta degi og tekið þátt í KR-starfinu. Það er búið að selja mig tvisvar frá félaginu, ég hef unnið sex titla með KR og er núna sjálfur með tvö börn sem æfa fótbolta með KR. Þannig að já, ég neita því ekki að mér fannst þetta kalt,“ sagði Kjartan við 433.is. Stendur á gati Eftir 0-1 sigur KR á Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardaginn sagði Rúnar við Stöð 2 Sport að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Kjartan botnaði ekkert í þeim ummælum þjálfarans. „Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd. Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert,“ sagði Kjartan sem var öllum lokið eftir svar Rúnars. Rúnar Kristinsson fór ekki með rétt mál að sögn Kjartans.vísir/hulda margrét „Svona er þetta bara og ég er bara að melta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, vikur og mánuði. Ég tók ákvörðun um það í sumar að reyna að tjá mig sem minnst um stöðuna, æfa bara vel og brosa. En eftir þetta viðtal á laugardagskvöld, þar sem þjálfarinn lýsir einhverri allt annari stöðu en uppi er, þá finnst mér hreinlega vitleysan hafa náð nýjum hæðum. Og mér finnst ég eiginlega bara verða að leiðrétta þetta.“ Grunaði að ákvæðið yrði nýtt Kjartan var fastamaður í liði KR framan af sumri en eftir því sem á leið fækkaði tækifærum hans verulega. Í samningi hans var ákvæði um að KR gæti rift samningi hans ef hann spilaði minna en helming þeirra mínútna sem í boði voru. „Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum. Í byrjun október var ég svo boðaður á fund með formanni knattspyrnudeildar þar sem hann tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi mínum,“ sagði Kjartan sem hefur leikið átján deildarleiki með KR í sumar og skorað fjögur mörk. Hann hefur alls leikið 133 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 49 mörk. Í viðtalinu við 433.is sagðist hann ætla að halda áfram að spila. Kjartan er 36 ára og sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í fyrra.
Besta deild karla KR Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira