Boltinn sem „hönd guðs“ snerti og dómarinn ætlar nú að græða á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2022 11:30 Túnismaðurinn Ali Bin Nasser með boltann fyrir leikinn fræga á meðan fyrirliðarnir Diego Maradona og Peter Shilton heilsast fyrir leikinn. Getty/Peter Robinson/ Diego Maradona skoraði tvö af frægustu mörkum fótboltasögunnar í sama leiknum fyrir meira en 36 árum síðan. Nú er boltinn sem notaður var í leiknum til sölu og seljandinn er sjálfur dómari leiksins. Leikur Argentínumanna og Englendinga í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986 fær nánast sérkafla í HM-sögunni en þar skoraði Argentínumaðurinn tvö ótrúleg mörk. Argentínumenn unnu leikinn 2-1 og fóru síðan alla leið og urðu heimsmeistarar í fótbolta. Diego Maradona gerði eftir þessa keppni tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Fyrra markið skoraði hann með því að komast upp með að slá boltann yfir Peter Shilton í marki Englendinga en það síðara skoraði hann með því að sóla sig í gegnum ensku vörnina frá miðju. Fyrst algjört svindl og svo algjör snilli. Mörgum þykir þessar fjórar mínútur lýsa Maradona kannski best. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) En af hverju erum við að rifja þetta upp núna? Jú dómari leiksins, Túnismaðurinn Ali Bin Nasser, gerði þarna stór mistök og ætti með réttu aldrei að græða á þeim. Þannig enda hlutirnir þó ekki fyrir umræddan dómara. Laumaðist í burtu með boltann Það vissi enginn hvað varð um bolta leiksins en Ali Bin Nasser virðist hafa laumast með hann í burtu á meðan allir voru að horfa á Maradona félaga fagna eða niðurlúta Englendinga ganga af velli. Bin Nasser hefur nú komið fram með þennan bolta svo mörgum áratugum síðar og hefur sett hann á uppboð þar sem stefnan er sett á það að fá fyrir hann að minnsta kosti þrjár milljónir punda eða 494 milljónir íslenskra króna. Bin Nasser segir að það sé kominn tími að sýna heiminum boltann og að hann vonaðist til þess að kaupandinn myndi hafa hann til sýnis fyrir almenning. Hendir línuverðinum undir rútuna Bin Nasser heldur því líka fram að mistökin hafi ekki verið hans heldur línuvarðarins. „Ég sá atvikið ekki almennilega. Leikmennirnir tveir, Shilton og Maradona, snéru bakinu í mig. Eins og stóð í fyrirmælum FIFA fyrir mótið þá horfði ég til línuvarðarins í þessari stöðu til að staðfesta markið. Hann hljóp til baka að miðlínunni og gaf það til kynna að markið væri gilt,“ sagði Ali Bin Nasser. „Í lok leiksins þá sagði Bobby Robson, þjálfari enska liðsins, við mig: Þú stóðst þig vel en línuvörðurinn var ábyrgðarlaus,“ sagði Bin Nasser. HM 2022 í Katar Argentína England Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Leikur Argentínumanna og Englendinga í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986 fær nánast sérkafla í HM-sögunni en þar skoraði Argentínumaðurinn tvö ótrúleg mörk. Argentínumenn unnu leikinn 2-1 og fóru síðan alla leið og urðu heimsmeistarar í fótbolta. Diego Maradona gerði eftir þessa keppni tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Fyrra markið skoraði hann með því að komast upp með að slá boltann yfir Peter Shilton í marki Englendinga en það síðara skoraði hann með því að sóla sig í gegnum ensku vörnina frá miðju. Fyrst algjört svindl og svo algjör snilli. Mörgum þykir þessar fjórar mínútur lýsa Maradona kannski best. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) En af hverju erum við að rifja þetta upp núna? Jú dómari leiksins, Túnismaðurinn Ali Bin Nasser, gerði þarna stór mistök og ætti með réttu aldrei að græða á þeim. Þannig enda hlutirnir þó ekki fyrir umræddan dómara. Laumaðist í burtu með boltann Það vissi enginn hvað varð um bolta leiksins en Ali Bin Nasser virðist hafa laumast með hann í burtu á meðan allir voru að horfa á Maradona félaga fagna eða niðurlúta Englendinga ganga af velli. Bin Nasser hefur nú komið fram með þennan bolta svo mörgum áratugum síðar og hefur sett hann á uppboð þar sem stefnan er sett á það að fá fyrir hann að minnsta kosti þrjár milljónir punda eða 494 milljónir íslenskra króna. Bin Nasser segir að það sé kominn tími að sýna heiminum boltann og að hann vonaðist til þess að kaupandinn myndi hafa hann til sýnis fyrir almenning. Hendir línuverðinum undir rútuna Bin Nasser heldur því líka fram að mistökin hafi ekki verið hans heldur línuvarðarins. „Ég sá atvikið ekki almennilega. Leikmennirnir tveir, Shilton og Maradona, snéru bakinu í mig. Eins og stóð í fyrirmælum FIFA fyrir mótið þá horfði ég til línuvarðarins í þessari stöðu til að staðfesta markið. Hann hljóp til baka að miðlínunni og gaf það til kynna að markið væri gilt,“ sagði Ali Bin Nasser. „Í lok leiksins þá sagði Bobby Robson, þjálfari enska liðsins, við mig: Þú stóðst þig vel en línuvörðurinn var ábyrgðarlaus,“ sagði Bin Nasser.
HM 2022 í Katar Argentína England Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira