Baðst afsökunar á mistökum en sagðist ekki á leiðinni út Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. október 2022 13:53 Ríkisstjórn Truss er sögð hanga á bláþræði þar sem lítið svigrúm sé til frekari mistaka. AP/Daniel Leal Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú eftir fremsta megni að sannfæra meðlimi Íhaldsflokkinn og aðra um hæfni ríkisstjórnar hennar eftir umdeildar ákvarðanir síðustu vikur. Ný stefna í efnahagsmálum gæti gefið Truss meiri tíma en ýmsir hafa kallað eftir afsögn hennar. Truss baðst í gær afsökunar á mistökum ríkisstjórnar hennar í efnahagsmálum í viðtali við BBC í gærkvöldi en fullyrti að hún myndi áfram leiða Íhaldsflokkinn. Í morgun fundaði hún með ráðherrum ríkisstjórnarinnar þar sem Jeremy Hunt, nýr fjármálaráðherra Bretlands, fór meðal annars yfir umfangsmiklar niðurskurðs aðgerðir á útgjöldum hins opinbera. Hunt kynnti í gær efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár. Truss hefur aðeins verið í embætti í einn og hálfan mánuð en mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem meðal annars hefur verið rætt að koma Truss frá og velja nýjan leiðtoga. Ekki eru þó allir sammála um að hvernig skyldi fara að því. Að því er kemur fram í frétt BBC telja einhverjir innan flokksins að skipan Hunt og ný stefna í efnahagsmálum veiti henni örlítið meiri tíma og er beðið eftir frekari yfirlýsingum fjármálaráðherrans þann 31. október. Flestir eru þó sammála um að lítið svigrúm sé til frekari mistaka af hálfu Truss. James Heappey, ráðherra herafla Bretlands, sagði í samtali við BBC í morgun að nú væri ekki tíminn til að breyta um leiðtoga og að koma þyrfti í veg fyrir niðurrif innan flokksins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur sömuleiðis kallað eftir því að Truss segi af sér og að ríkisstjórnin boði til kosninga. "I'm sticking around because I was elected to deliver for this country"PM Liz Truss tells @ChrisMasonBBC she will lead the Conservatives into the next general electionhttps://t.co/5x7aSkEXTI pic.twitter.com/6FwHaGxfpd— BBC Politics (@BBCPolitics) October 18, 2022 Grunsamlegur pakki reyndist ekki sprengja Lögreglan í Lundúnum lokaði í dag götunni Whitehall eftir að tilkynning barst um grunsamlegan pakka en í götunni má eru meðal annars utanríkis- og varnamálaráðuneytin staðsett. Þá er skrifstofa Liz Truss skammt frá. Að því er kemur fram í frétt Reuters var tilkynnt um pakkann skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma en lögregla lokaði í kjölfarið veginum, girti svæðið af og flutti vegfarendur á brott. Lögreglan í Westminster greindi frá því á Twitter um klukkutíma eftir að tilkynningin barst að pakkinn hafi ekki reynst grunsamlegur eftir allt saman. Viðstaddir heyrðu sprengingar á svæðinu þar sem lögregla var sögð hafa sprengt pakkann. Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37 Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks. 4. október 2022 13:55 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Truss baðst í gær afsökunar á mistökum ríkisstjórnar hennar í efnahagsmálum í viðtali við BBC í gærkvöldi en fullyrti að hún myndi áfram leiða Íhaldsflokkinn. Í morgun fundaði hún með ráðherrum ríkisstjórnarinnar þar sem Jeremy Hunt, nýr fjármálaráðherra Bretlands, fór meðal annars yfir umfangsmiklar niðurskurðs aðgerðir á útgjöldum hins opinbera. Hunt kynnti í gær efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár. Truss hefur aðeins verið í embætti í einn og hálfan mánuð en mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem meðal annars hefur verið rætt að koma Truss frá og velja nýjan leiðtoga. Ekki eru þó allir sammála um að hvernig skyldi fara að því. Að því er kemur fram í frétt BBC telja einhverjir innan flokksins að skipan Hunt og ný stefna í efnahagsmálum veiti henni örlítið meiri tíma og er beðið eftir frekari yfirlýsingum fjármálaráðherrans þann 31. október. Flestir eru þó sammála um að lítið svigrúm sé til frekari mistaka af hálfu Truss. James Heappey, ráðherra herafla Bretlands, sagði í samtali við BBC í morgun að nú væri ekki tíminn til að breyta um leiðtoga og að koma þyrfti í veg fyrir niðurrif innan flokksins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur sömuleiðis kallað eftir því að Truss segi af sér og að ríkisstjórnin boði til kosninga. "I'm sticking around because I was elected to deliver for this country"PM Liz Truss tells @ChrisMasonBBC she will lead the Conservatives into the next general electionhttps://t.co/5x7aSkEXTI pic.twitter.com/6FwHaGxfpd— BBC Politics (@BBCPolitics) October 18, 2022 Grunsamlegur pakki reyndist ekki sprengja Lögreglan í Lundúnum lokaði í dag götunni Whitehall eftir að tilkynning barst um grunsamlegan pakka en í götunni má eru meðal annars utanríkis- og varnamálaráðuneytin staðsett. Þá er skrifstofa Liz Truss skammt frá. Að því er kemur fram í frétt Reuters var tilkynnt um pakkann skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma en lögregla lokaði í kjölfarið veginum, girti svæðið af og flutti vegfarendur á brott. Lögreglan í Westminster greindi frá því á Twitter um klukkutíma eftir að tilkynningin barst að pakkinn hafi ekki reynst grunsamlegur eftir allt saman. Viðstaddir heyrðu sprengingar á svæðinu þar sem lögregla var sögð hafa sprengt pakkann.
Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37 Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks. 4. október 2022 13:55 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32
Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37
Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks. 4. október 2022 13:55
Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21