Munt þú brotna? Guðni Arnar Guðnason skrifar 20. október 2022 07:00 „Bein eru leiðinleg”, sagði góður starfsbróðir eitt sinn við mig þegar við vorum að ræða beinþynningu, einn fjölmargra sjúkdóma sem við innkirtlalæknar fáumst við. Ég var honum að mörgu leyti sammála, enda hafði ég þá ekki kynnt mér beinþynningu eða beinasjúkdóma almennt mjög ítarlega. Nú mörgum árum síðar tel ég beinþynningu sérlega áhugaverðan sjúkdóm og jafnvel eitt af stærri lýðheilsuvandamálum samtímans. En hvers vegna er tilefni einmitt nú að velta vöngum yfir beinþynningu frekar en mörgum öðrum brýnum heilsufarsvandamálum? Í dag, 20. október, er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Af því tilefni er vert að velta upp mjög algengu vandamáli sem oft á tíðum hefur verið vangreint og lítið rætt. Beinin eru undirstaða stoðkerfisins og líkamans alls. Sterk bein eru því að mörgu leyti undirstaðan sem við byggjum heilsu okkar á. Beinþynning er sjúkdómur sem helst leggst á fólk eftir fimmtugt og veldur beintapi umfram beinnýmyndun sem gerir beinin líklegri til að brotna undan álagi. Eins og á hinum Norðurlöndunum er beinþynning algeng á Íslandi samanborið við flest önnur lönd. Um ein af hverjum tveimur til þremur konum fær beinþynningarbrot einhvern tímann á ævinni og um einn af hverjum fimm körlum. Algengi beinþynningar eftir fimmtugt er um 21% meðal kvenna en rúmlega 6% hjá körlum. Algengustu beinþynningarbrotin eru mjaðmarbrot, framhandleggsbrot og brot á hryggjarliðum, kölluð samfallsbrot. Samanlögð ævilöng áhætta á þessum þremur brotum er um 40%, álíka og algengi kransæðasjúkdóma. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir 3-4 þúsund beinþynningar brotum á Íslandi á ári. Því miður er beinþynning bæði vangreind og mjög kostnaðarsöm í meðferð, eftir að brot á sér stað. Álitið er að aðeins eitt af hverjum þremur samfallsbrotum í hrygg greinist. Um 71% kvenna með beinþynningu fá ekki meðferð. Jafnvel þó beinþynningarbrot sjáist (oft fyrir tilviljun) á röntgenmynd af hrygg er býsna algengt að viðeigandi meðferð við beinþynningu sé ekki hafin. Afleiðingar beinþynningarbrota eru þó ekki aðeins verkir og fjarvera frá vinnu eða félagslífi heldur oft einnig viðvarandi færniskerðing, ótímabær flutningur á hjúkrunarheimili eða jafnvel dauði. Eftir hvert beinþynningarbrot aukast verulega líkur á öðru broti. Mjaðmarbrot þarfnast skurðaðgerðar og eru ásamt samfallsbrotum á hrygg bæði dýr í meðferð og umönnun og valda verulegu álagi á heilbrigðiskerfið með oft langri sjúkrahúslegu og jafnvel endurhæfingu. Árið 2019 var beinn kostnaður við beinþynningarbrot í Evrulöndunum 27 auk Sviss og Bretlands metinn vera 57 milljarðar evra, eða ríflega átta þúsund milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar var kostnaður af mati og lyfjameðferð við beinþynningu einungis 1,6 milljarður evra. Beinþynning er oftast frumkomin, þ.e. án þess að undirliggjandi sjúkdómur sé til staðar. Beintap byrjar gjarnan hjá konum eftir breytingaskeið en gerist að jafnaði um 10 árum síðar hjá körlum. Í sumum tilvikum valda ákveðnir sjúkdómar eða lyf beinþynningu, til dæmis testósterónskortur hjá körlum, ofvirkur skjaldkirtill, liðagigt eða langvarandi meðferð með bólgueyðandi sterum. Eins virðist beinþynning oft liggja í ættum. Greining á beinþynningu er einföld myndgreiningarrannsókn sem tekur nokkrar mínútur. Á Íslandi er nú ágætt aðgengi að beinþéttni mælitækjum, en tvö tæki eru staðsett á göngudeild innkirtla á Landspítalanum þar sem sjálfvirkt svar fæst oftast samstundis. Fleiri tæki eru á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Akureyri. Á svæðum þar sem aðgengi að beinþéttnimælingu er ekki eins gott má í sumum tilvikum notast við reiknivél (FRAX) sem er einnig stöðluð fyrir Ísland. Ef áhætta á beinþynningarbroti er þar metin lág þarf jafnvel ekki að fá beinþéttnimælingu í framhaldinu. Lyfjameðferð við beinþynningu minnkar líkurnar á beinþynningarbroti í hrygg frá um 56% og upp yfir 70% eftir því hvaða lyf er notað. Árangur lyfjanna til að koma í veg fyrir brot í mjöðm og framhandlegg er þó ekki eins góður þar sem þá á sér stað fall sem lyfið eðlilega getur ekki komið í veg fyrir. Í þessu samhengi skipta byltuvarnir og sjúkraþjálfun einnig miklu máli til að draga úr líkum á byltum og aukinni áhættu á brotum. Ný og að því er virðast enn öflugri lyf við alvarlegri beinþynningu hafa verið þróuð og verða vonandi einnig aðgengileg á Íslandi innan skamms. En eru bein og beinþynning leiðinleg? Ef ég ætti þetta samtal við starfsbróður minn í dag væri svarið hiklaust nei. Beinþynning er enn í dag vangreint og mjög algengt heilsufarsvandamál með þjáningarfullum og mjög kostnaðarsömum afleiðingum fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Í dag, 20. október er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Margt hefur verið gert vel, samanber verkefnið Grípum brotin, sem Ísland er aðili að og miðar að því að greina beinþynningarbrot og beita annars stigs forvörnum til að minnka líkur á frekari skaða. Bæði einstaklingar og heilbrigðisstarfsfólk mættu þó vera meðvitaðri um þennan sjúkdóm sem auðveldlega má greina snemma og meðhöndla til að koma í veg fyrir eitt eða fleiri brot síðar á ævinni með oft alvarlegum afleiðingum. Gæti verið tímabært fyrir þig eða einhvern þér nákominn að láta meta hvort beinþynning sé til staðar? Höfundur er sérfræðilæknir á innkirtladeild Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
„Bein eru leiðinleg”, sagði góður starfsbróðir eitt sinn við mig þegar við vorum að ræða beinþynningu, einn fjölmargra sjúkdóma sem við innkirtlalæknar fáumst við. Ég var honum að mörgu leyti sammála, enda hafði ég þá ekki kynnt mér beinþynningu eða beinasjúkdóma almennt mjög ítarlega. Nú mörgum árum síðar tel ég beinþynningu sérlega áhugaverðan sjúkdóm og jafnvel eitt af stærri lýðheilsuvandamálum samtímans. En hvers vegna er tilefni einmitt nú að velta vöngum yfir beinþynningu frekar en mörgum öðrum brýnum heilsufarsvandamálum? Í dag, 20. október, er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Af því tilefni er vert að velta upp mjög algengu vandamáli sem oft á tíðum hefur verið vangreint og lítið rætt. Beinin eru undirstaða stoðkerfisins og líkamans alls. Sterk bein eru því að mörgu leyti undirstaðan sem við byggjum heilsu okkar á. Beinþynning er sjúkdómur sem helst leggst á fólk eftir fimmtugt og veldur beintapi umfram beinnýmyndun sem gerir beinin líklegri til að brotna undan álagi. Eins og á hinum Norðurlöndunum er beinþynning algeng á Íslandi samanborið við flest önnur lönd. Um ein af hverjum tveimur til þremur konum fær beinþynningarbrot einhvern tímann á ævinni og um einn af hverjum fimm körlum. Algengi beinþynningar eftir fimmtugt er um 21% meðal kvenna en rúmlega 6% hjá körlum. Algengustu beinþynningarbrotin eru mjaðmarbrot, framhandleggsbrot og brot á hryggjarliðum, kölluð samfallsbrot. Samanlögð ævilöng áhætta á þessum þremur brotum er um 40%, álíka og algengi kransæðasjúkdóma. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir 3-4 þúsund beinþynningar brotum á Íslandi á ári. Því miður er beinþynning bæði vangreind og mjög kostnaðarsöm í meðferð, eftir að brot á sér stað. Álitið er að aðeins eitt af hverjum þremur samfallsbrotum í hrygg greinist. Um 71% kvenna með beinþynningu fá ekki meðferð. Jafnvel þó beinþynningarbrot sjáist (oft fyrir tilviljun) á röntgenmynd af hrygg er býsna algengt að viðeigandi meðferð við beinþynningu sé ekki hafin. Afleiðingar beinþynningarbrota eru þó ekki aðeins verkir og fjarvera frá vinnu eða félagslífi heldur oft einnig viðvarandi færniskerðing, ótímabær flutningur á hjúkrunarheimili eða jafnvel dauði. Eftir hvert beinþynningarbrot aukast verulega líkur á öðru broti. Mjaðmarbrot þarfnast skurðaðgerðar og eru ásamt samfallsbrotum á hrygg bæði dýr í meðferð og umönnun og valda verulegu álagi á heilbrigðiskerfið með oft langri sjúkrahúslegu og jafnvel endurhæfingu. Árið 2019 var beinn kostnaður við beinþynningarbrot í Evrulöndunum 27 auk Sviss og Bretlands metinn vera 57 milljarðar evra, eða ríflega átta þúsund milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar var kostnaður af mati og lyfjameðferð við beinþynningu einungis 1,6 milljarður evra. Beinþynning er oftast frumkomin, þ.e. án þess að undirliggjandi sjúkdómur sé til staðar. Beintap byrjar gjarnan hjá konum eftir breytingaskeið en gerist að jafnaði um 10 árum síðar hjá körlum. Í sumum tilvikum valda ákveðnir sjúkdómar eða lyf beinþynningu, til dæmis testósterónskortur hjá körlum, ofvirkur skjaldkirtill, liðagigt eða langvarandi meðferð með bólgueyðandi sterum. Eins virðist beinþynning oft liggja í ættum. Greining á beinþynningu er einföld myndgreiningarrannsókn sem tekur nokkrar mínútur. Á Íslandi er nú ágætt aðgengi að beinþéttni mælitækjum, en tvö tæki eru staðsett á göngudeild innkirtla á Landspítalanum þar sem sjálfvirkt svar fæst oftast samstundis. Fleiri tæki eru á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Akureyri. Á svæðum þar sem aðgengi að beinþéttnimælingu er ekki eins gott má í sumum tilvikum notast við reiknivél (FRAX) sem er einnig stöðluð fyrir Ísland. Ef áhætta á beinþynningarbroti er þar metin lág þarf jafnvel ekki að fá beinþéttnimælingu í framhaldinu. Lyfjameðferð við beinþynningu minnkar líkurnar á beinþynningarbroti í hrygg frá um 56% og upp yfir 70% eftir því hvaða lyf er notað. Árangur lyfjanna til að koma í veg fyrir brot í mjöðm og framhandlegg er þó ekki eins góður þar sem þá á sér stað fall sem lyfið eðlilega getur ekki komið í veg fyrir. Í þessu samhengi skipta byltuvarnir og sjúkraþjálfun einnig miklu máli til að draga úr líkum á byltum og aukinni áhættu á brotum. Ný og að því er virðast enn öflugri lyf við alvarlegri beinþynningu hafa verið þróuð og verða vonandi einnig aðgengileg á Íslandi innan skamms. En eru bein og beinþynning leiðinleg? Ef ég ætti þetta samtal við starfsbróður minn í dag væri svarið hiklaust nei. Beinþynning er enn í dag vangreint og mjög algengt heilsufarsvandamál með þjáningarfullum og mjög kostnaðarsömum afleiðingum fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Í dag, 20. október er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Margt hefur verið gert vel, samanber verkefnið Grípum brotin, sem Ísland er aðili að og miðar að því að greina beinþynningarbrot og beita annars stigs forvörnum til að minnka líkur á frekari skaða. Bæði einstaklingar og heilbrigðisstarfsfólk mættu þó vera meðvitaðri um þennan sjúkdóm sem auðveldlega má greina snemma og meðhöndla til að koma í veg fyrir eitt eða fleiri brot síðar á ævinni með oft alvarlegum afleiðingum. Gæti verið tímabært fyrir þig eða einhvern þér nákominn að láta meta hvort beinþynning sé til staðar? Höfundur er sérfræðilæknir á innkirtladeild Landspítalans.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun