Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2022 15:43 Sveinn Andri er nýr verjandi annars karlmannsins sem er grunaður um hryðjuverk. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna varðhald á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem komst að niðurstöðu sinni í dag. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Í gær kom svo fram að karlmennirnir hefðu rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Töldu þeir að Guðlaugur Þór væri utanríkisráðherra. Þá hefur lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að drepa lögreglumenn á árshátíð lögreglumanna. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir rannsókninni miða ágætlega. Töluvert af mannskap sinnir rannsókninni. Starfsfólk frá héraðssaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Annar sakborningurinn hefur óskað eftir verjendaskiptum. Sveinn Andri Sveinsson hefur tekið við sem verjandi af Ómari Erni Bjarnþórssyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Sveinn Andri kunnur fjölskyldu hins grunaða. Einar Oddur Sigurðsson er verjandi hins mannsins. Geðlæknir mun framkvæma geðmat á karlmönnunum tveimur með viðtölum og prófum. Þá verða skilaboð mannanna skoðuð og alvarleiki þeirra metinn. Geðlæknir mun sömuleiðis skila sakhæfismati. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna varðhald á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn til Landsréttar sem komst að niðurstöðu sinni í dag. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Í gær kom svo fram að karlmennirnir hefðu rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Töldu þeir að Guðlaugur Þór væri utanríkisráðherra. Þá hefur lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að drepa lögreglumenn á árshátíð lögreglumanna. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir rannsókninni miða ágætlega. Töluvert af mannskap sinnir rannsókninni. Starfsfólk frá héraðssaksóknara, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Annar sakborningurinn hefur óskað eftir verjendaskiptum. Sveinn Andri Sveinsson hefur tekið við sem verjandi af Ómari Erni Bjarnþórssyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Sveinn Andri kunnur fjölskyldu hins grunaða. Einar Oddur Sigurðsson er verjandi hins mannsins. Geðlæknir mun framkvæma geðmat á karlmönnunum tveimur með viðtölum og prófum. Þá verða skilaboð mannanna skoðuð og alvarleiki þeirra metinn. Geðlæknir mun sömuleiðis skila sakhæfismati.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira