Deilur um „örugga eyðingu gagna“ ekki til kasta Hæstaréttar Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 08:05 Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki dóm í máli sem snýr að deilum um orðasambandið „örugg eyðing gagna“ til meðferðar. Fyrirtækið Gagnaeyðing ehf. sóttist eftir leyfi til áfrýjunar eftir að Landsréttur ákvað að hafna kröfu fyrirtækisins um að úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála yrði felldur úr gildi. Forsvarsmenn Gagnaeyðingar voru ósáttir með notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu „örugg eyðing gagna“, sem Gagnaeyðing taldi sig hafa skapað vörumerkjavernd á með „umfangsmikilli og langvarandi notkun þess“. Vildi Gagnaeyðing sömuleiðis meina að notkun Íslenska gámafélagsins bryti gegn góðum viðskiptaháttum. Gagnaeyðing kvartaði á sínum tíma til Neytendastofu vegna málsins. Úr varð að Neytendastofa bannaði Íslenska gámafélaginu að nota orðasambandið, en áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði hins vegar í ársbyrjun 2019 að úrskurður Neytendastofu skyldi felldur úr gildi. Gagnaeyðing leitaði þá til dómstóla, en bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðar Landsréttur töldu að Gagnaeyðing hafi hins vegar ekki fært sönnur á að orðasambandið „örugg eyðing gagna“ hefði öðlast nægilegt sérkenni til að unnt væri að fallast á að það nyti vörumerkjaréttar á grundvelli vörumerkjalaga. Því hafi Íslenska gámafélagið ekki geta gerst brotlegt við lög. Landsréttur komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu hefði ekki verið slík að hún væri til þess fallin að villst yrði á starfsemi þess og Gagnaeyðingar og þeirri þjónustu sem félögin byðu upp á. Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Sömuleiðis verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómurinn hafi því ákveðið að hafna beiðninni. Gagnaeyðing höfðaði á sínum tíma mál gegn bæði Íslenska gámafélaginu og Neytendastofu. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að Íslenska gámafélagið hafi lagst gegn áfrýjunarbeiðninni en Neytendastofa hafi ekki gert það. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Höfundarréttur Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fyrirtækið Gagnaeyðing ehf. sóttist eftir leyfi til áfrýjunar eftir að Landsréttur ákvað að hafna kröfu fyrirtækisins um að úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála yrði felldur úr gildi. Forsvarsmenn Gagnaeyðingar voru ósáttir með notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu „örugg eyðing gagna“, sem Gagnaeyðing taldi sig hafa skapað vörumerkjavernd á með „umfangsmikilli og langvarandi notkun þess“. Vildi Gagnaeyðing sömuleiðis meina að notkun Íslenska gámafélagsins bryti gegn góðum viðskiptaháttum. Gagnaeyðing kvartaði á sínum tíma til Neytendastofu vegna málsins. Úr varð að Neytendastofa bannaði Íslenska gámafélaginu að nota orðasambandið, en áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði hins vegar í ársbyrjun 2019 að úrskurður Neytendastofu skyldi felldur úr gildi. Gagnaeyðing leitaði þá til dómstóla, en bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðar Landsréttur töldu að Gagnaeyðing hafi hins vegar ekki fært sönnur á að orðasambandið „örugg eyðing gagna“ hefði öðlast nægilegt sérkenni til að unnt væri að fallast á að það nyti vörumerkjaréttar á grundvelli vörumerkjalaga. Því hafi Íslenska gámafélagið ekki geta gerst brotlegt við lög. Landsréttur komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu hefði ekki verið slík að hún væri til þess fallin að villst yrði á starfsemi þess og Gagnaeyðingar og þeirri þjónustu sem félögin byðu upp á. Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Sömuleiðis verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómurinn hafi því ákveðið að hafna beiðninni. Gagnaeyðing höfðaði á sínum tíma mál gegn bæði Íslenska gámafélaginu og Neytendastofu. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að Íslenska gámafélagið hafi lagst gegn áfrýjunarbeiðninni en Neytendastofa hafi ekki gert það.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Höfundarréttur Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira