Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 26-31 Valur | Valur enn með fullt hús eftir sigur í Eyjum Einar Kárason skrifar 19. október 2022 19:30 Valskonur hafa verið í miklu stuði í vetur. Vísir/Hulda Margrét ÍBV tók á móti Val í fjórðu umferð Olís deild kvenna i handbolta í kvöld en leikurinn var færður vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Valskonur hafa höfðu ekki tapað stigi í deildinni í vetur og áfram hélt sigurgangan með góðum sigri, 26-31. Bæði lið höfðu farið vel af stað í deildinni og sátu í öðru og þriðja sæti eftir þrjá leiki, Valur með fullt hús stiga. Það kom því engum á óvart að leikurinn var gríðarlega jafn framan af fyrri hálfleik. Eftir tíu mínútna leik var staðan 5-5 og 9-9 eftir stundarfjórðung. Þá tók við góður kafli Valskvenna og náðu þær loks tveggja marka forustu 9-11. Þær skoruðu einnig næsta mark og því í góðri stöðu þegar skammt var til hálfleiks. Eyjastúlkum tókst að minnka muninn í tvö mörk þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri þrjátíu en það voru gestirnir sem skoruðu síðustu tvö mörkin og var staðan því 12-16 þegar gengið var til búningsherbergja. Valskonur byrjuðu síðari hálfleikinn mun betur og náðu snemma sex marka forskoti þrátt fyrir að ÍBV hafi minnkað muninn í upphafi. Markvarslan hrökk í gang eftir dapran fyrri hálfleik og í bland við góða sókn og vörn gerðu þær Eyjaliðinu erfitt fyrir. Heimastúlkur reyndu eins og þær gátu að saxa á forskot gestanna en fagmannleg frammistaða gestanna var til fyrirmyndar og hleyptu þær ÍBV aldrei minna en fjórum mörkum nær sér, allt til leiksloka. Því fór að Valur vann sterkan fimm marka sigur, 26-31, gegn ÍBV og eru með því áfram með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Af hverju vann Valur? Eftir gríðarlega jafnan leik í upphafi var ekki að sjá hvort liðið myndi hafa betur í dag. Það breyttist hinsvegar þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum þegar gestirnir náðu upp góðu forskoti og leiddu með fjórum í hálfleik. ÍBV gekk illa að ráða við sterka sókn Vals í síðari hálfleik og dró verulega úr markvörslu heimakvenna eftir hálfleik á meðan hún jókst jafnt og þétt hjá þeim rauðklæddu. Hverjar stóðu upp úr? Marta Wawrzykowska í marki Eyjakvena hélt sínu liði á floti lengi vel í fyrri hálfleiknum. Það fjaraði hinsvegar undan í þeim síðari þar sem hún varði einungis þrjú skot. Sunna Jónsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir drógu vagninn í markaskorun fyrir ÍBV með átta mörk hvor. Thea Imani Sturludóttir var frábær í kvöld og skoraði átta mörk mörk. Henni næst var Þórey Anna Ásgeirsdóttir með sex, þar af fjögur úr vítum. Sara Sif Helgadóttir varði 9 bolta í markinu, þar af sjö í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Vondur kafli ÍBV undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Tapaðir boltar, misnotuð vítaköst og almennt óðagott einkenndi sóknarleik ÍBV á köflum. Hvað gerist næst? ÍBV fara á Ásvelli og mæta þar Haukum á laugardaginn næstkomandi á meðan Valskonur fá Stjörnuna í heimsókn þann sama dag. Sigurður: Þær kláruðu sitt betur Sigurður Bragason á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm ,,Þetta fór ekki vel því miður. Við töpuðum á móti góðu liði Vals. Þær komust í mjög auðveld færi í upphafi leiks en við löguðum það aðeins. Hálfleiksstaðan var svo sem ekkert slæm og við ætluðum að ná þeim. Mér finnst við hafa unnið ágætis vinnu en hendum frá okkur gullnum tækifærum," sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í spjalli eftir leik. ,,Við brennum af tveimur vítum, fimm eða sex færum úr horninu. Við vinnum boltann og köstum honum frá okkur. Ég var ósáttur við þetta þó ég hafi ekki verið ósáttur við handboltaleikinn. Færanýting og hvernig við hendum frá okkur boltanum, ég er fúll yfir því." Snýst um að vera kúl ,,Markvarslan hjá þeim fór í gang í seinni en þá vorum við bara með þrjá varða bolta. Markvarslan var nokkurnveginn á pari, en það eru þessi atvik þar sem við köstum frá okkur boltanum og brennum af dauðafærum. Þar liggur munurinn. Þar vinnst leikurinn. Þær kláruðu sitt betur. Spilamennska og annað var nokkuð jöfn." ,,Þetta snýst um að vera kúl á móti markmanninum og við vorum það ekki í dag." Ágúst: Förum sátt með tvo punkta í bæinn Ágúst Þór Jóhannsson./vísir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með að taka öll stigin í Vestmannaeyjum. ,,Ég var mjög ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í dag. Varnarleikurinn var nokkuð góður en hefði viljað betri markvörslu. Við náum að loka sóknunum okkar mjög vel og skila okkur vel til baka. Það er gríðarlega mikilvægt í leiks eins og þessum." Framlag frá mörgum ,,Mér fannst við vera lengi í fjórum mörkum í seinni hálfleik. Við vorum mikið einum færri og fannst mér sumar brottvísanirnar vera 'soft.' Við komumst þó í gegnum þann kafla og skoruðum mörk. Við héldum vel haus og ég var ánægður með stelpurnar. Þær voru yfirvegaðar og við kláruðum sanngjarnan útisigur. Við náðum stjórn á leiknum og við erum með góða leikmenn í öllum stöðum og vorum að fá framlag frá mörgum. Þannig vil ég hafa það." ,,Það er ekkert að marka Sigga Braga," sagði Ágúst glottandi, spurður út í ummæli Sigurðar hvernig leikurinn vannst. ,,Neinei, við bara náðum að halda vel haus og koma í veg fyrir óþarfa mistök. ÍBV er feikilega vel mannað lið og það er erfitt að koma hingað, svo við förum sátt með tvo punkta í bæinn." Olís-deild kvenna ÍBV Valur
ÍBV tók á móti Val í fjórðu umferð Olís deild kvenna i handbolta í kvöld en leikurinn var færður vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Valskonur hafa höfðu ekki tapað stigi í deildinni í vetur og áfram hélt sigurgangan með góðum sigri, 26-31. Bæði lið höfðu farið vel af stað í deildinni og sátu í öðru og þriðja sæti eftir þrjá leiki, Valur með fullt hús stiga. Það kom því engum á óvart að leikurinn var gríðarlega jafn framan af fyrri hálfleik. Eftir tíu mínútna leik var staðan 5-5 og 9-9 eftir stundarfjórðung. Þá tók við góður kafli Valskvenna og náðu þær loks tveggja marka forustu 9-11. Þær skoruðu einnig næsta mark og því í góðri stöðu þegar skammt var til hálfleiks. Eyjastúlkum tókst að minnka muninn í tvö mörk þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri þrjátíu en það voru gestirnir sem skoruðu síðustu tvö mörkin og var staðan því 12-16 þegar gengið var til búningsherbergja. Valskonur byrjuðu síðari hálfleikinn mun betur og náðu snemma sex marka forskoti þrátt fyrir að ÍBV hafi minnkað muninn í upphafi. Markvarslan hrökk í gang eftir dapran fyrri hálfleik og í bland við góða sókn og vörn gerðu þær Eyjaliðinu erfitt fyrir. Heimastúlkur reyndu eins og þær gátu að saxa á forskot gestanna en fagmannleg frammistaða gestanna var til fyrirmyndar og hleyptu þær ÍBV aldrei minna en fjórum mörkum nær sér, allt til leiksloka. Því fór að Valur vann sterkan fimm marka sigur, 26-31, gegn ÍBV og eru með því áfram með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Af hverju vann Valur? Eftir gríðarlega jafnan leik í upphafi var ekki að sjá hvort liðið myndi hafa betur í dag. Það breyttist hinsvegar þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum þegar gestirnir náðu upp góðu forskoti og leiddu með fjórum í hálfleik. ÍBV gekk illa að ráða við sterka sókn Vals í síðari hálfleik og dró verulega úr markvörslu heimakvenna eftir hálfleik á meðan hún jókst jafnt og þétt hjá þeim rauðklæddu. Hverjar stóðu upp úr? Marta Wawrzykowska í marki Eyjakvena hélt sínu liði á floti lengi vel í fyrri hálfleiknum. Það fjaraði hinsvegar undan í þeim síðari þar sem hún varði einungis þrjú skot. Sunna Jónsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir drógu vagninn í markaskorun fyrir ÍBV með átta mörk hvor. Thea Imani Sturludóttir var frábær í kvöld og skoraði átta mörk mörk. Henni næst var Þórey Anna Ásgeirsdóttir með sex, þar af fjögur úr vítum. Sara Sif Helgadóttir varði 9 bolta í markinu, þar af sjö í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Vondur kafli ÍBV undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Tapaðir boltar, misnotuð vítaköst og almennt óðagott einkenndi sóknarleik ÍBV á köflum. Hvað gerist næst? ÍBV fara á Ásvelli og mæta þar Haukum á laugardaginn næstkomandi á meðan Valskonur fá Stjörnuna í heimsókn þann sama dag. Sigurður: Þær kláruðu sitt betur Sigurður Bragason á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm ,,Þetta fór ekki vel því miður. Við töpuðum á móti góðu liði Vals. Þær komust í mjög auðveld færi í upphafi leiks en við löguðum það aðeins. Hálfleiksstaðan var svo sem ekkert slæm og við ætluðum að ná þeim. Mér finnst við hafa unnið ágætis vinnu en hendum frá okkur gullnum tækifærum," sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í spjalli eftir leik. ,,Við brennum af tveimur vítum, fimm eða sex færum úr horninu. Við vinnum boltann og köstum honum frá okkur. Ég var ósáttur við þetta þó ég hafi ekki verið ósáttur við handboltaleikinn. Færanýting og hvernig við hendum frá okkur boltanum, ég er fúll yfir því." Snýst um að vera kúl ,,Markvarslan hjá þeim fór í gang í seinni en þá vorum við bara með þrjá varða bolta. Markvarslan var nokkurnveginn á pari, en það eru þessi atvik þar sem við köstum frá okkur boltanum og brennum af dauðafærum. Þar liggur munurinn. Þar vinnst leikurinn. Þær kláruðu sitt betur. Spilamennska og annað var nokkuð jöfn." ,,Þetta snýst um að vera kúl á móti markmanninum og við vorum það ekki í dag." Ágúst: Förum sátt með tvo punkta í bæinn Ágúst Þór Jóhannsson./vísir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með að taka öll stigin í Vestmannaeyjum. ,,Ég var mjög ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í dag. Varnarleikurinn var nokkuð góður en hefði viljað betri markvörslu. Við náum að loka sóknunum okkar mjög vel og skila okkur vel til baka. Það er gríðarlega mikilvægt í leiks eins og þessum." Framlag frá mörgum ,,Mér fannst við vera lengi í fjórum mörkum í seinni hálfleik. Við vorum mikið einum færri og fannst mér sumar brottvísanirnar vera 'soft.' Við komumst þó í gegnum þann kafla og skoruðum mörk. Við héldum vel haus og ég var ánægður með stelpurnar. Þær voru yfirvegaðar og við kláruðum sanngjarnan útisigur. Við náðum stjórn á leiknum og við erum með góða leikmenn í öllum stöðum og vorum að fá framlag frá mörgum. Þannig vil ég hafa það." ,,Það er ekkert að marka Sigga Braga," sagði Ágúst glottandi, spurður út í ummæli Sigurðar hvernig leikurinn vannst. ,,Neinei, við bara náðum að halda vel haus og koma í veg fyrir óþarfa mistök. ÍBV er feikilega vel mannað lið og það er erfitt að koma hingað, svo við förum sátt með tvo punkta í bæinn."
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti