Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. október 2022 15:45 Ingileif Friðriksdóttir stofnaði Hinseginleikann ásamt eiginkonu sinni, Maríu Rut Kristinsdóttur. Hún segir sláandi að hatursáróðri sé beint að ungum börnum. Vísir/Aðsend Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. Myndbandið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli á undanförnum dögum. Það byrjar á því að ung stúlka færir móður sinni teiknaða mynd af fjölskyldu sinni og talar um teikningu bekkjarfélaga. „Kata teiknaði tvær mömmur, hún segir að þær séu hjón. Kennarinn segir að aðalatriðið sé að fólk elski hvort annað og sé hamingjusamt,“ segir unga stúlkan við móður sína í myndbandinu. „Veistu, margir hafa sínar eigin skoðanir á því hvað sé rétt og rangt en aðalatriðið er hvað Jehóva finnst,“ svarar móðirin. Fólk úr ýmsum áttum hefur gagnrýnt myndbandið harðlega. „Pælið í þessu hér. Það er bara fólk þarna úti sem finnst þetta bara vera í fína lagi. Gerum þetta bara nógu dúllulegt, miðum á börn og þá er þetta ekki hatursorðræða heldur fróðleikur. Alveg galið,“ segir til að mynda tónlistarmaðurinn Baldur Ragnarsson í Skálmöld. „„Vottafuck” segi ég nú bara!,“ segir sundkappinn Már Gunnarsson. „Ég vona svo sannarlega að þetta myndband verði til þess að þessi söfnuður verði tekinn af fjárhagsstyrkjum og að peningurinn fari í eitthvað uppbyggilegt - Allt annað en að borga framleiðslu á svona heilaþvottastarfsemi!“ Augljós hatursorðræða stíluð að börnum Hinseginleikinn vakti meðal annars athygli á myndbandinu. Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans, segir að sér hafi verið verulega brugðið þegar hún sá myndbandið í gær. „Þarna er hatur framsett á einhvern veginn mjög sakleysislegan hátt í barnaefni og matreitt ofan í börnin. Þetta er eitthvað sem þeim er kennt augljóslega í þessum trúarhópi og það er svolítið sláandi að sjá svona rosalega augljósa hatursorðræðu setta fram á þennan hátt og stílað að litlum börnum,“ segir Ingileif. Sjálf er Ingileif gift Maríu Rut Kristinsdóttur, sem stofnaði einnig Hinseginleikann með Ingileif, og eiga þær tvo stráka. Það sé sláandi að vita til þess að börn hinsegin foreldra þurfi hugsanlega að sitja undir hatri frá jafnöldrum sínum út af einhverju eins og þessu. „Mér finnst bara sorglegt að vita til þess að það er hópur af börnum í okkar samfélagi sem hefur verið sýnt svona efni og fer svo með þessar ranghugmyndir út í sitt nærumhverfi, í skólann og til vina eða í kringum önnur börn,“ segir Ingileif. Sýnt innan Votta Jehóva í mörg ár Vísir birti myndbandið í gær en Ingileif segist hafa komist að því í dag að myndbandið hafi verið í dreifingu um árabil. Ein sem hún hafi rætt við hafi gengið úr söfnuðinum fyrir mörgum árum. Henni hafi verið sýnt myndbandið á sínum tíma. Að sögn Ingileifar er það ekki leyndarmál hvernig Vottar Jehóva líta á hinsegin fólk. Því komi ekki sérstaklega á óvart hvernig þau tali um þau. Í myndbandinu segir móðirin að Jehóva hafi stofnað hjónabandið og skapað Adam og Evu, karl og konu. „En að búa til og framleiða sérstakt efni beint að börnum sem er svona hatursfullt og gert í rauninni einungis til að skapa fordóma hjá litlum börnum, ég hef ekki séð þetta áður og þess vegna einmitt er það kannski svona sérstaklega sláandi að horfa á þetta myndband,“ segir Ingileif. „Maður veltir fyrir sér hverjum dettur í hug að setja peninga í svona framleiðslu, þetta er talsett og það er einhvern veginn gegnið mjög langt með þetta án þess að þetta sé stöðvað neins staðar,“ segir hún enn fremur. Í myndbandinu er einnig talað um að fólk geti breytt sér til að komast inn í „paradís“. Ingileif segir það fjarri sannleikanum. Þá er talað um að fólk geti breytt sér til að komast í paradís. „Við erum bara fædd eins og við erum og við getum ekkert breytt því, en það sem að svona lagað mun gera er hins vegar að leiða til þess að börn sem eru innan safnaðarins og eru hinsegin munu þurfa að upplifa mikla skömm frá sínu umhverfi og aldrei kannski þora að vera þau sjálf,“ segir Ingileif. Alvarlegt að trúfélag sem fái ríkisstyrki spúi hatri Þá telur hún að taka megi umræðuna um að trúfélög sem ríkið styrki í formi sóknargjalda þurfi að fylgja lögum landsins og ekki dreifa hatursáróðri. „Rætt hvernig er hægt að setja því hömlur að félag, sem við sem samfélag erum í rauninni að styrkja, geti ekki verið að dreifa hatri í nafni trúfrelsis. Þó svo að það sé trúfelsi í landinu þá á fólk að fá að lifa sínu lífi án þess að óttast hatursorðræðu og það eru líka auðvitað bara lög og reglur sem eiga við þar,“ segir Ingileif. Rætt var við fyrrverandi meðlimi Vottanna sem lýstu gífurlegu andlegu ofbeldi í Kompás fyrr á árinu en þáttinn má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Hvort að umræðan sem nú sé að skapast um myndbandið og Votta Jehóva muni hafa einhver áhrif og myndbandið verði tekið niður segist hún ekki sérstaklega bjartsýn. „Ég ætla ekki að gera mér neinar væntingar um það en ég held að það megi alveg setja spurningamerki við það hvort að félög sem eru að fá ríkisstyrki fái að básúna hatri án þess að gerð sé athugasemd við það,“ segir Ingileif. Þó það sé mögulega lítið hægt að gera til að sporna gegn orðræðunni innan félagsins segir Ingileif mikilvægt að allir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk sé úti í öllum hópum samfélagsins sem standi með hvort öðru. „Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að við tölum um þetta, tökum þessa umræðu og reynum að upplýsa fólk af því að fordómar byggjast á fáfræði en því meira sem við erum hávær og tölum og hrópum þá vonandi náum við að uppræta að minnsta kosti einhverja af þeim fordómum sem hefur þegar verið haldið uppi með svona löguðu,“ segir Ingileif. Viðbrögð frá öðrum einstaklingum við myndbandinu á samfélagsmiðlum má finna hér fyrir neðan. Pant fá að sofa og lifa raunsætt og vita að það er ekki pláss fyrir mig í þessari "paradís". Pant líka lifa í sátt og samlyndi og vinna það fallega verk að fordæma ekki fólk fyrir eðlilegustu mannlegu hluti eins og að vera gay.— Hulda B Waage (@HuldaBWaage) October 19, 2022 Hinsegin Trúmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Taka þurfi á upplýsingaóreiðu um hinsegin fólk: „Við verðum að fá allt samfélagið með okkur“ Starfshópur forsætisráðherra gegn hatursorðræðu kemur til með að skila niðurstöðum sínum fyrir lok árs en framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir upplýsingaóreiðu þeirra helsta óvin um þessar mundir. Stjórnvöld geti gert meira til að bregðast við og samfélagið allt þurfi að taka þátt. 4. október 2022 17:19 Full ástæða til að halda áfram að kortleggja hatursorðræðu á Íslandi Fulltrúar frá á þriðja tug hagsmunasamtaka hafa sótt fundi starfshóps forsætisráðherra gegn hatursorðræðu en formaður hópsins segir ljóst að ákveðnir hópar komi verr út en aðrir. Þó erfitt sé að meta hvort hatursorðræða fari beinlínis vaxandi hér á landi sé full ástæða til að halda vinnunni áfram. 4. október 2022 14:01 Hinsegin fólk áhyggjufullt vegna bakslags Gríðarlegur fjöldi var saman kominn í Gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. Hinsegin fólk segir að mæting sé til marks um samstöðu þrátt fyrir mikið bakslag í þjóðfélaginu. 6. ágúst 2022 21:16 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Myndbandið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli á undanförnum dögum. Það byrjar á því að ung stúlka færir móður sinni teiknaða mynd af fjölskyldu sinni og talar um teikningu bekkjarfélaga. „Kata teiknaði tvær mömmur, hún segir að þær séu hjón. Kennarinn segir að aðalatriðið sé að fólk elski hvort annað og sé hamingjusamt,“ segir unga stúlkan við móður sína í myndbandinu. „Veistu, margir hafa sínar eigin skoðanir á því hvað sé rétt og rangt en aðalatriðið er hvað Jehóva finnst,“ svarar móðirin. Fólk úr ýmsum áttum hefur gagnrýnt myndbandið harðlega. „Pælið í þessu hér. Það er bara fólk þarna úti sem finnst þetta bara vera í fína lagi. Gerum þetta bara nógu dúllulegt, miðum á börn og þá er þetta ekki hatursorðræða heldur fróðleikur. Alveg galið,“ segir til að mynda tónlistarmaðurinn Baldur Ragnarsson í Skálmöld. „„Vottafuck” segi ég nú bara!,“ segir sundkappinn Már Gunnarsson. „Ég vona svo sannarlega að þetta myndband verði til þess að þessi söfnuður verði tekinn af fjárhagsstyrkjum og að peningurinn fari í eitthvað uppbyggilegt - Allt annað en að borga framleiðslu á svona heilaþvottastarfsemi!“ Augljós hatursorðræða stíluð að börnum Hinseginleikinn vakti meðal annars athygli á myndbandinu. Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans, segir að sér hafi verið verulega brugðið þegar hún sá myndbandið í gær. „Þarna er hatur framsett á einhvern veginn mjög sakleysislegan hátt í barnaefni og matreitt ofan í börnin. Þetta er eitthvað sem þeim er kennt augljóslega í þessum trúarhópi og það er svolítið sláandi að sjá svona rosalega augljósa hatursorðræðu setta fram á þennan hátt og stílað að litlum börnum,“ segir Ingileif. Sjálf er Ingileif gift Maríu Rut Kristinsdóttur, sem stofnaði einnig Hinseginleikann með Ingileif, og eiga þær tvo stráka. Það sé sláandi að vita til þess að börn hinsegin foreldra þurfi hugsanlega að sitja undir hatri frá jafnöldrum sínum út af einhverju eins og þessu. „Mér finnst bara sorglegt að vita til þess að það er hópur af börnum í okkar samfélagi sem hefur verið sýnt svona efni og fer svo með þessar ranghugmyndir út í sitt nærumhverfi, í skólann og til vina eða í kringum önnur börn,“ segir Ingileif. Sýnt innan Votta Jehóva í mörg ár Vísir birti myndbandið í gær en Ingileif segist hafa komist að því í dag að myndbandið hafi verið í dreifingu um árabil. Ein sem hún hafi rætt við hafi gengið úr söfnuðinum fyrir mörgum árum. Henni hafi verið sýnt myndbandið á sínum tíma. Að sögn Ingileifar er það ekki leyndarmál hvernig Vottar Jehóva líta á hinsegin fólk. Því komi ekki sérstaklega á óvart hvernig þau tali um þau. Í myndbandinu segir móðirin að Jehóva hafi stofnað hjónabandið og skapað Adam og Evu, karl og konu. „En að búa til og framleiða sérstakt efni beint að börnum sem er svona hatursfullt og gert í rauninni einungis til að skapa fordóma hjá litlum börnum, ég hef ekki séð þetta áður og þess vegna einmitt er það kannski svona sérstaklega sláandi að horfa á þetta myndband,“ segir Ingileif. „Maður veltir fyrir sér hverjum dettur í hug að setja peninga í svona framleiðslu, þetta er talsett og það er einhvern veginn gegnið mjög langt með þetta án þess að þetta sé stöðvað neins staðar,“ segir hún enn fremur. Í myndbandinu er einnig talað um að fólk geti breytt sér til að komast inn í „paradís“. Ingileif segir það fjarri sannleikanum. Þá er talað um að fólk geti breytt sér til að komast í paradís. „Við erum bara fædd eins og við erum og við getum ekkert breytt því, en það sem að svona lagað mun gera er hins vegar að leiða til þess að börn sem eru innan safnaðarins og eru hinsegin munu þurfa að upplifa mikla skömm frá sínu umhverfi og aldrei kannski þora að vera þau sjálf,“ segir Ingileif. Alvarlegt að trúfélag sem fái ríkisstyrki spúi hatri Þá telur hún að taka megi umræðuna um að trúfélög sem ríkið styrki í formi sóknargjalda þurfi að fylgja lögum landsins og ekki dreifa hatursáróðri. „Rætt hvernig er hægt að setja því hömlur að félag, sem við sem samfélag erum í rauninni að styrkja, geti ekki verið að dreifa hatri í nafni trúfrelsis. Þó svo að það sé trúfelsi í landinu þá á fólk að fá að lifa sínu lífi án þess að óttast hatursorðræðu og það eru líka auðvitað bara lög og reglur sem eiga við þar,“ segir Ingileif. Rætt var við fyrrverandi meðlimi Vottanna sem lýstu gífurlegu andlegu ofbeldi í Kompás fyrr á árinu en þáttinn má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Hvort að umræðan sem nú sé að skapast um myndbandið og Votta Jehóva muni hafa einhver áhrif og myndbandið verði tekið niður segist hún ekki sérstaklega bjartsýn. „Ég ætla ekki að gera mér neinar væntingar um það en ég held að það megi alveg setja spurningamerki við það hvort að félög sem eru að fá ríkisstyrki fái að básúna hatri án þess að gerð sé athugasemd við það,“ segir Ingileif. Þó það sé mögulega lítið hægt að gera til að sporna gegn orðræðunni innan félagsins segir Ingileif mikilvægt að allir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk sé úti í öllum hópum samfélagsins sem standi með hvort öðru. „Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að við tölum um þetta, tökum þessa umræðu og reynum að upplýsa fólk af því að fordómar byggjast á fáfræði en því meira sem við erum hávær og tölum og hrópum þá vonandi náum við að uppræta að minnsta kosti einhverja af þeim fordómum sem hefur þegar verið haldið uppi með svona löguðu,“ segir Ingileif. Viðbrögð frá öðrum einstaklingum við myndbandinu á samfélagsmiðlum má finna hér fyrir neðan. Pant fá að sofa og lifa raunsætt og vita að það er ekki pláss fyrir mig í þessari "paradís". Pant líka lifa í sátt og samlyndi og vinna það fallega verk að fordæma ekki fólk fyrir eðlilegustu mannlegu hluti eins og að vera gay.— Hulda B Waage (@HuldaBWaage) October 19, 2022
Hinsegin Trúmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Taka þurfi á upplýsingaóreiðu um hinsegin fólk: „Við verðum að fá allt samfélagið með okkur“ Starfshópur forsætisráðherra gegn hatursorðræðu kemur til með að skila niðurstöðum sínum fyrir lok árs en framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir upplýsingaóreiðu þeirra helsta óvin um þessar mundir. Stjórnvöld geti gert meira til að bregðast við og samfélagið allt þurfi að taka þátt. 4. október 2022 17:19 Full ástæða til að halda áfram að kortleggja hatursorðræðu á Íslandi Fulltrúar frá á þriðja tug hagsmunasamtaka hafa sótt fundi starfshóps forsætisráðherra gegn hatursorðræðu en formaður hópsins segir ljóst að ákveðnir hópar komi verr út en aðrir. Þó erfitt sé að meta hvort hatursorðræða fari beinlínis vaxandi hér á landi sé full ástæða til að halda vinnunni áfram. 4. október 2022 14:01 Hinsegin fólk áhyggjufullt vegna bakslags Gríðarlegur fjöldi var saman kominn í Gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. Hinsegin fólk segir að mæting sé til marks um samstöðu þrátt fyrir mikið bakslag í þjóðfélaginu. 6. ágúst 2022 21:16 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Taka þurfi á upplýsingaóreiðu um hinsegin fólk: „Við verðum að fá allt samfélagið með okkur“ Starfshópur forsætisráðherra gegn hatursorðræðu kemur til með að skila niðurstöðum sínum fyrir lok árs en framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir upplýsingaóreiðu þeirra helsta óvin um þessar mundir. Stjórnvöld geti gert meira til að bregðast við og samfélagið allt þurfi að taka þátt. 4. október 2022 17:19
Full ástæða til að halda áfram að kortleggja hatursorðræðu á Íslandi Fulltrúar frá á þriðja tug hagsmunasamtaka hafa sótt fundi starfshóps forsætisráðherra gegn hatursorðræðu en formaður hópsins segir ljóst að ákveðnir hópar komi verr út en aðrir. Þó erfitt sé að meta hvort hatursorðræða fari beinlínis vaxandi hér á landi sé full ástæða til að halda vinnunni áfram. 4. október 2022 14:01
Hinsegin fólk áhyggjufullt vegna bakslags Gríðarlegur fjöldi var saman kominn í Gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. Hinsegin fólk segir að mæting sé til marks um samstöðu þrátt fyrir mikið bakslag í þjóðfélaginu. 6. ágúst 2022 21:16