Lóðirnar sem hljóta fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. október 2022 15:30 Lóðirnar sem þóttu skara fram úr í ár. Samsett Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 voru veittar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, miðvikudaginn 19. október. Reykjavíkurborg veitir árlega viðurkenningar fyrir fallegar stofnana- , fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir og fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum. Fallegar og vel hirtar lóðir 2022: Freyjugata 41 – Ásmundarsalur (Fyrirtækjalóð) Lóðin við Ásmundasal er stílhrein, minimalísk og opin. Hún tónar einstaklega vel við bygginguna sem er eftir Sigurð Guðmundsson arkitekt. Við vegginn er látlaus bekkur sem er einnig vegasalt og kemur því notendum sínum skemmtilega á óvart. Á grasflötinni eru ýmis listaverk sem gestir og gangandi vegfarendur fá að njóta, en lóðin er síbreytileg eftir því hvaða listaverk prýða hana. Einstakt konsept sem skapar sérstöðu í borgarrýminu. Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð) Lóðin hefur góða tengingu við nærliggjandi umhverfi og býður notendur sína velkomna með látlausum bekkjum, grilli og hjólaskýli. Gróðurinn á svæðinu er fallegur og nokkuð fjölbreyttur. Umhverfið í heild sinni er aðlaðandi, og gott jafnvægi er milli hins manngerða og grænna svæða. Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð) Einstaklega fögur endurgerð á bæði húsi og garði þar sem vandað er til allra verka. Minnstu smáatriði fá að njóta sín og listaverk eftir Kristin Hrafnsson er staðsett fyrir framan aðalinngang hússins. Vandað er til plöntuvals og einn fallegasti álmur í Reykjavík er staðsettur í bakgarði. Heildarútlit og efnisval lóðar er fagurt og fágað og er í fallegu samspili við húsið, sem gerir heildarásýndina einstaka. Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Vandaðar endurbætur á húsum 2022: Mjóstræti 6 Húsið var byggt árið 1919 og hefur hátt varðveislugildi. Það er næst stærsta steinhlaðna húsið í Reykjavík og á sér m.a. sögu sem prentsmiðja. Í tilefni af 100 ára afmæli hússins hafa eigendur fært það nær upprunalegu útliti sínu, m.a. með því að breyta gluggunum. Húsið hefur endurheimt glæsilegan svip sinn og breytingin er til mikillar prýði fyrir götumyndina. Mjóstræti 6Sólveig Sigurðardóttir Vesturgata 51A (Stefánshús) Húsið var byggt árið 1882 og var fyrsti eigandi þess Stefán Þórðarson. Undanfarin ár hafa staðið yfir miklar endurbætur á húsinu með það að markmiði að færa það nær upprunalegu útliti. Húsið á sér langa og áhugaverða sögu og hefur gengið í gegnum margar útlitsbreytingar í gegnum tíðina. Húsið er nú tjargað, gluggar hvítmálaðir og hleðslan í grunni þess - sem hafði verið múrhúðuð - fær nú aftur að njóta sín. Árangurinn er til fyrirmyndar. Stefánshús StefánshúsHulda Gunnarsdóttir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar veitir viðurkenningarnar eftir tilnefningar frá starfshóp sem skipaður var eftirfarandi aðilum: Guðlaug Erna Jónsdóttir, arkitekt f.h. Borgarsögusafns, Guðrún Birna Sigmarsdóttir, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Pétur Andreas Maack, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Sólveig Sigurðardóttir, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði. Reykjavík Garðyrkja Húsavernd Hús og heimili Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Fallegar og vel hirtar lóðir 2022: Freyjugata 41 – Ásmundarsalur (Fyrirtækjalóð) Lóðin við Ásmundasal er stílhrein, minimalísk og opin. Hún tónar einstaklega vel við bygginguna sem er eftir Sigurð Guðmundsson arkitekt. Við vegginn er látlaus bekkur sem er einnig vegasalt og kemur því notendum sínum skemmtilega á óvart. Á grasflötinni eru ýmis listaverk sem gestir og gangandi vegfarendur fá að njóta, en lóðin er síbreytileg eftir því hvaða listaverk prýða hana. Einstakt konsept sem skapar sérstöðu í borgarrýminu. Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð) Lóðin hefur góða tengingu við nærliggjandi umhverfi og býður notendur sína velkomna með látlausum bekkjum, grilli og hjólaskýli. Gróðurinn á svæðinu er fallegur og nokkuð fjölbreyttur. Umhverfið í heild sinni er aðlaðandi, og gott jafnvægi er milli hins manngerða og grænna svæða. Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð) Einstaklega fögur endurgerð á bæði húsi og garði þar sem vandað er til allra verka. Minnstu smáatriði fá að njóta sín og listaverk eftir Kristin Hrafnsson er staðsett fyrir framan aðalinngang hússins. Vandað er til plöntuvals og einn fallegasti álmur í Reykjavík er staðsettur í bakgarði. Heildarútlit og efnisval lóðar er fagurt og fágað og er í fallegu samspili við húsið, sem gerir heildarásýndina einstaka. Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Vandaðar endurbætur á húsum 2022: Mjóstræti 6 Húsið var byggt árið 1919 og hefur hátt varðveislugildi. Það er næst stærsta steinhlaðna húsið í Reykjavík og á sér m.a. sögu sem prentsmiðja. Í tilefni af 100 ára afmæli hússins hafa eigendur fært það nær upprunalegu útliti sínu, m.a. með því að breyta gluggunum. Húsið hefur endurheimt glæsilegan svip sinn og breytingin er til mikillar prýði fyrir götumyndina. Mjóstræti 6Sólveig Sigurðardóttir Vesturgata 51A (Stefánshús) Húsið var byggt árið 1882 og var fyrsti eigandi þess Stefán Þórðarson. Undanfarin ár hafa staðið yfir miklar endurbætur á húsinu með það að markmiði að færa það nær upprunalegu útliti. Húsið á sér langa og áhugaverða sögu og hefur gengið í gegnum margar útlitsbreytingar í gegnum tíðina. Húsið er nú tjargað, gluggar hvítmálaðir og hleðslan í grunni þess - sem hafði verið múrhúðuð - fær nú aftur að njóta sín. Árangurinn er til fyrirmyndar. Stefánshús StefánshúsHulda Gunnarsdóttir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar veitir viðurkenningarnar eftir tilnefningar frá starfshóp sem skipaður var eftirfarandi aðilum: Guðlaug Erna Jónsdóttir, arkitekt f.h. Borgarsögusafns, Guðrún Birna Sigmarsdóttir, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Pétur Andreas Maack, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Sólveig Sigurðardóttir, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði.
Reykjavík Garðyrkja Húsavernd Hús og heimili Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira