Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2022 23:31 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/José Luis Villegas Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. Í bók sem hún birti árið 2019 sakaði hún Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fataverslun í New York á tíunda áratug síðustu aldar. Trump sagði í kjölfarið að hún væri að ljúga og að hún væri „ekki hans týpa“. Í kjölfar þess kærði hún hann fyrir meiðyrði. Eins og við sögðum frá árið 2019 eru kærur sem þessar algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Carroll lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að kæra Trump aftur fyrir líkamsárás á grundvelli nýrrar reglugerðar um að fullorðin fórnarlömb nauðgunar geti kært meinta gerendur sína, sama hvenær brotin eiga að hafa átt sér stað. Sú kæra verður lögð fram í nóvember, þegar nýja reglugerðin í New York tekur gildi. Lögmenn hennar lýstu því yfir í kvöld að Trump hefði borið vitni í dag en vildu ekki segja meira að svo stöddu. Það er eftir að Trump og lögmenn hans hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir þennan vitnisburð. Alríkisdómari komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki frestað vitnaleiðslunum frekar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Óljóst er hvort Trump bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en hann var í Flórída í morgun og málið er tekið fyrir í New York. Carroll er sögð hafa borið vitni síðasta föstudag en hvorki lögmenn hennar né Trumps hafa svarað fyrirspurnum um þá vitnaleiðslu. Trump tjáði sig nýverið um ásakanir Carroll og þá sagði hann þær vera pretti. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver Carroll væri, fyrir utan það að mynd hefði verið tekin af honum með henni og eiginmanni hennar á góðgerðarviðburði fyrir mörgum árum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Í bók sem hún birti árið 2019 sakaði hún Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fataverslun í New York á tíunda áratug síðustu aldar. Trump sagði í kjölfarið að hún væri að ljúga og að hún væri „ekki hans týpa“. Í kjölfar þess kærði hún hann fyrir meiðyrði. Eins og við sögðum frá árið 2019 eru kærur sem þessar algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Carroll lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að kæra Trump aftur fyrir líkamsárás á grundvelli nýrrar reglugerðar um að fullorðin fórnarlömb nauðgunar geti kært meinta gerendur sína, sama hvenær brotin eiga að hafa átt sér stað. Sú kæra verður lögð fram í nóvember, þegar nýja reglugerðin í New York tekur gildi. Lögmenn hennar lýstu því yfir í kvöld að Trump hefði borið vitni í dag en vildu ekki segja meira að svo stöddu. Það er eftir að Trump og lögmenn hans hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir þennan vitnisburð. Alríkisdómari komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki frestað vitnaleiðslunum frekar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Óljóst er hvort Trump bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en hann var í Flórída í morgun og málið er tekið fyrir í New York. Carroll er sögð hafa borið vitni síðasta föstudag en hvorki lögmenn hennar né Trumps hafa svarað fyrirspurnum um þá vitnaleiðslu. Trump tjáði sig nýverið um ásakanir Carroll og þá sagði hann þær vera pretti. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver Carroll væri, fyrir utan það að mynd hefði verið tekin af honum með henni og eiginmanni hennar á góðgerðarviðburði fyrir mörgum árum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira