Við berum öll ábyrgð á góðri vinnustaðamenningu Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 20. október 2022 12:00 Einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á ekki að þrífast á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa haldið á lofti mikilvægi þess að atvinnulífið sé vakandi fyrir þessu og að atvinnurekendur stuðli að góðri vinnustaðamenningu á sínum vinnustað. Ábyrgðin á góðri vinnustaðamenningu hvílir þó ekki eingöngu á herðum atvinnurekenda. Til að ná árangri í að skapa góða vinnustaðamenningu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, stuðla þarf að góðum samskiptum á vinnustaðnum og starfsfólk þarf að láta vita ef samstarfsfólk eða aðrir sýna óviðeigandi framkomu. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun. Lagaleg ábyrgð atvinnurekenda felst einkum í forvörnum, áhættumati og viðbragðsáætlunum komi upp mál sem tengjast áreitni, ofbeldi eða einelti á vinnustað. Mikilvægt er að atvinnurekendur meti áhættuþætti tengda því sem nefnt hefur verið „félagslegt vinnuumhverfi“ á sama hátt og þeir meta áhættu vegna véla og tækja, efna og umhverfisþátta á starfsfólk. Undir félagslegt vinnuumhverfi fellur m.a. sú menning sem myndast vegna samstarfs og samskipta á vinnustað. Slæmt félagslegt vinnuumhverfi eykur hættu á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað svo dæmi séu tekin. Nauðsynlegt er að fyrirtæki séu með stefnu og viðbragðáætlun í þessum málum og vinni markvisst að því skapa vinnustaðamenningu þar sem einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað þrífst ekki. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að ef að slík mál komi upp þurfi viðbragðsáætlun fyrirtækja að kveða á um úrræði og stuðning, bæði fyrir þolendur og gerendur. Reyndin er allt of oft sú að starfsfólk, bæði gerendur sem og þolendur hverfa úr starfi. Taka þarf höndum saman um að finna leiðir til þess að sætta mál og styðja þolendur og gerendur með viðunandi hætti. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á stuðning við starfsfólk í forvarnarstarfi þessa málaflokks sem og í stefnu fyrirtækja í þessum málum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið, sem auðvelda eiga fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað og hvetja starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. Í sáttmálanum eru dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sáttmálann má finna hér. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á ekki að þrífast á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa haldið á lofti mikilvægi þess að atvinnulífið sé vakandi fyrir þessu og að atvinnurekendur stuðli að góðri vinnustaðamenningu á sínum vinnustað. Ábyrgðin á góðri vinnustaðamenningu hvílir þó ekki eingöngu á herðum atvinnurekenda. Til að ná árangri í að skapa góða vinnustaðamenningu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, stuðla þarf að góðum samskiptum á vinnustaðnum og starfsfólk þarf að láta vita ef samstarfsfólk eða aðrir sýna óviðeigandi framkomu. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun. Lagaleg ábyrgð atvinnurekenda felst einkum í forvörnum, áhættumati og viðbragðsáætlunum komi upp mál sem tengjast áreitni, ofbeldi eða einelti á vinnustað. Mikilvægt er að atvinnurekendur meti áhættuþætti tengda því sem nefnt hefur verið „félagslegt vinnuumhverfi“ á sama hátt og þeir meta áhættu vegna véla og tækja, efna og umhverfisþátta á starfsfólk. Undir félagslegt vinnuumhverfi fellur m.a. sú menning sem myndast vegna samstarfs og samskipta á vinnustað. Slæmt félagslegt vinnuumhverfi eykur hættu á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað svo dæmi séu tekin. Nauðsynlegt er að fyrirtæki séu með stefnu og viðbragðáætlun í þessum málum og vinni markvisst að því skapa vinnustaðamenningu þar sem einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað þrífst ekki. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að ef að slík mál komi upp þurfi viðbragðsáætlun fyrirtækja að kveða á um úrræði og stuðning, bæði fyrir þolendur og gerendur. Reyndin er allt of oft sú að starfsfólk, bæði gerendur sem og þolendur hverfa úr starfi. Taka þarf höndum saman um að finna leiðir til þess að sætta mál og styðja þolendur og gerendur með viðunandi hætti. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á stuðning við starfsfólk í forvarnarstarfi þessa málaflokks sem og í stefnu fyrirtækja í þessum málum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið, sem auðvelda eiga fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað og hvetja starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. Í sáttmálanum eru dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sáttmálann má finna hér. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun