Hver á að hugsa um yngstu börnin? Alda Agnes Sveinsdóttir skrifar 20. október 2022 13:32 Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða. Ég veit líka að vel menntað og þjálfað starfsfólk getur sinnt menntun og brugðist við þörfum barnanna að miklu leiti líkt og foreldrar og jafnvel boðið þeim upp á öðruvísi námsleiðir en foreldrarnir. En ég er hugsi yfir raunveruleikanum og því að Í leikskóla eru börnin mjög oft að skipta um þann sem á að bregst við þörfum þeirra, örva þau og annast. Starfsfólk er með minni viðveru í hópnum en börnin, það fer í vinnustyttingu og sumir í undirbúning. Nokkuð er um veikindi starfsmanna á ungbarnadeildum þar sem mikið er um allskonar pestir sem grassera fram og til baka í starfsmönnum og börnum. Ég hugsa oft um eftirfarandi dæmi á klikkuðum dögum sem við flest þekkjum. Lítið 20 mánaða gamalt barn er með 42 og 1/2 tíma í viku vistun (8 og 1/2 tíma á dag). Það eru 15 önnur börn á svipuðum aldri með því á deild. 4 grunnstarfsmenn eru á deildinni og sá fimmti kemur í afleysingar þegar einhver á undirbúning vonandi oftast sá sami. Enginn fullorðinn er í fleiri en 37 tíma á viku með hópnum þ.e. 5 og 1/2 tíma skemur en barnið. Margir starfsmenn eru mun skemur með hópnum vegna undirbúningstíma. Svo þegar leysa þarf veikindi starfsmanna kemur íhlaupafólk svo sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eða starfsmenn af öðrum deildum. Þó að stytting eigi ekki að kosta þá er takmarkaður sá fjöldi barna sem einn starfsmaður getur haft yfirsýn yfir svo öryggismörkum sé náð þess vegna þarf að bæta við aukafólki inn á deildir eða sameinast öðrum deildum þegar starfsfólk er í styttingu og áður en vikan er liðin hefur þessu blessaða 20 mánaða barni verið sinnt af 8 til 10 manns. Barnið er lens á brautarstöð þar sem starfsfólkið kemur og fer. Í árferði eins og núna þegar erfiðlega gengur að ráða starfsfólk ratar inn fólk í störf á leikskólum sem hefur svo ekki þegar til kastanna kemur áhuga á börnum og getur ekki brugðist við þörfum þeirra og það látið hætta. Börnin taka þátt í því. Sem leikskólastjóri á ég minn þátt í ástandinu og er alla daga í togstreitu vegna eigin sannfæringar og pressu frá foreldrum, rekstraraðilum og atvinnulífinu. Ég hef skilning á stöðu foreldra, ég veit að lögum samkvæmt skulu sveitarfélög hafa forystu um að tryggja foreldrum leikskólapláss, ég veit að atvinnulífið þarf foreldrana í vinnu og foreldrar þurfa að vera í vinnu til að reka heimilin. Börnin eiga líka rétt, þau eiga rétt á að hagsmunir þeirra séu settir í forngang þegar ákvarðanir eru teknar um allt sem snertir þau. Á meðan fullorðnir sérfræðingar í málefnum barna í hinum ýmsum stofnunum í samfélaginu takast á um hvað sé börnunum fyrir bestu og hversu framarlega eigi að raða hagsmunum þeirra í forgangsröðun þá er allskonar í gangi með daggæslu, umönnun og menntun þeirra. Ég hef sérstakar áhyggjur af yngstu börnunum og óttast að það geti verið miklu dýrkeyptara til framtíðar ef við komum okkur ekki saman um hvað sé þeim fyrir bestu og veljum þær leiðir hvað sem þær kosta í framkvæmd. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða. Ég veit líka að vel menntað og þjálfað starfsfólk getur sinnt menntun og brugðist við þörfum barnanna að miklu leiti líkt og foreldrar og jafnvel boðið þeim upp á öðruvísi námsleiðir en foreldrarnir. En ég er hugsi yfir raunveruleikanum og því að Í leikskóla eru börnin mjög oft að skipta um þann sem á að bregst við þörfum þeirra, örva þau og annast. Starfsfólk er með minni viðveru í hópnum en börnin, það fer í vinnustyttingu og sumir í undirbúning. Nokkuð er um veikindi starfsmanna á ungbarnadeildum þar sem mikið er um allskonar pestir sem grassera fram og til baka í starfsmönnum og börnum. Ég hugsa oft um eftirfarandi dæmi á klikkuðum dögum sem við flest þekkjum. Lítið 20 mánaða gamalt barn er með 42 og 1/2 tíma í viku vistun (8 og 1/2 tíma á dag). Það eru 15 önnur börn á svipuðum aldri með því á deild. 4 grunnstarfsmenn eru á deildinni og sá fimmti kemur í afleysingar þegar einhver á undirbúning vonandi oftast sá sami. Enginn fullorðinn er í fleiri en 37 tíma á viku með hópnum þ.e. 5 og 1/2 tíma skemur en barnið. Margir starfsmenn eru mun skemur með hópnum vegna undirbúningstíma. Svo þegar leysa þarf veikindi starfsmanna kemur íhlaupafólk svo sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eða starfsmenn af öðrum deildum. Þó að stytting eigi ekki að kosta þá er takmarkaður sá fjöldi barna sem einn starfsmaður getur haft yfirsýn yfir svo öryggismörkum sé náð þess vegna þarf að bæta við aukafólki inn á deildir eða sameinast öðrum deildum þegar starfsfólk er í styttingu og áður en vikan er liðin hefur þessu blessaða 20 mánaða barni verið sinnt af 8 til 10 manns. Barnið er lens á brautarstöð þar sem starfsfólkið kemur og fer. Í árferði eins og núna þegar erfiðlega gengur að ráða starfsfólk ratar inn fólk í störf á leikskólum sem hefur svo ekki þegar til kastanna kemur áhuga á börnum og getur ekki brugðist við þörfum þeirra og það látið hætta. Börnin taka þátt í því. Sem leikskólastjóri á ég minn þátt í ástandinu og er alla daga í togstreitu vegna eigin sannfæringar og pressu frá foreldrum, rekstraraðilum og atvinnulífinu. Ég hef skilning á stöðu foreldra, ég veit að lögum samkvæmt skulu sveitarfélög hafa forystu um að tryggja foreldrum leikskólapláss, ég veit að atvinnulífið þarf foreldrana í vinnu og foreldrar þurfa að vera í vinnu til að reka heimilin. Börnin eiga líka rétt, þau eiga rétt á að hagsmunir þeirra séu settir í forngang þegar ákvarðanir eru teknar um allt sem snertir þau. Á meðan fullorðnir sérfræðingar í málefnum barna í hinum ýmsum stofnunum í samfélaginu takast á um hvað sé börnunum fyrir bestu og hversu framarlega eigi að raða hagsmunum þeirra í forgangsröðun þá er allskonar í gangi með daggæslu, umönnun og menntun þeirra. Ég hef sérstakar áhyggjur af yngstu börnunum og óttast að það geti verið miklu dýrkeyptara til framtíðar ef við komum okkur ekki saman um hvað sé þeim fyrir bestu og veljum þær leiðir hvað sem þær kosta í framkvæmd. Höfundur er leikskólakennari.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun