„Hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2022 08:00 Ómar Ingi Guðmundsson verður væntanlega yngsti þjálfarinn í Bestu deild karla á næsta tímabili. vísir/stöð 2 Ómar Ingi Guðmundsson fékk óvænt tækifæri til að þjálfa meistaraflokk karla hjá uppeldisfélaginu sínu, HK. Hann hefur þjálfað hjá félaginu í 22 ár og er enn með 6. flokk karla. Ómar tók við HK í byrjun síðasta tímabils eftir að Brynjar Björn Gunnarsson var ráðinn þjálfari Örgryte í Svíþjóð. Undir stjórn Ómars komust HK-ingar upp úr Lengjudeildinni og leika því í Bestu deildinni á næsta tímabili. „Þetta er ekki bara stórt verkefni fyrir ungan þjálfara heldur stærsta verkefni sem ég get séð fyrir mér að taka að mér,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Fyrst í stað var Ómar ráðinn til bráðabirgða en gengið var gott, hann hélt áfram með HK og nú er ljóst að hann verður áfram með liðið. „Eins og ég hef sagt áður og sagði í sumar hefði ég alltaf verið tilbúinn að vinna með öðrum manni eða aðstoða ef við hefðum séð hag félagsins best borgið þannig. En um leið og viðræður hófust á þann veg að ég myndi taka við liðinu var aldrei neinn vafi í mínum huga að taka slaginn,“ sagði Ómar. En hvar vill hann sjá HK vera í deild þeirra bestu? „Á endanum, þegar við horfum til lengri tíma, vil ég sjá okkur í efstu sætunum stöðugt. Við þurfum samt að byrja á því að koma okkur fyrir í deildinni og vera stöðugt Bestu deildarlið. Næsta sumar er fyrsta skrefið í því. Ég hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu og stefni ekki að því að standa á hliðarlínunni í slíku næsta sumar,“ svaraði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá HK um aldamótin, þá á fermingaraldri, og leitun er að meiri félagsmanni. „Ég hef verið mjög lengi í félaginu. Fyrst sem lítill pjakkur að æfa fótbolta, svo sem ungur þjálfari og núna temmilega fullorðinn þjálfari. Ég er búinn að vera lengi hérna og líður mjög vel,“ sagði Ómar. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla HK Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ómar tók við HK í byrjun síðasta tímabils eftir að Brynjar Björn Gunnarsson var ráðinn þjálfari Örgryte í Svíþjóð. Undir stjórn Ómars komust HK-ingar upp úr Lengjudeildinni og leika því í Bestu deildinni á næsta tímabili. „Þetta er ekki bara stórt verkefni fyrir ungan þjálfara heldur stærsta verkefni sem ég get séð fyrir mér að taka að mér,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Fyrst í stað var Ómar ráðinn til bráðabirgða en gengið var gott, hann hélt áfram með HK og nú er ljóst að hann verður áfram með liðið. „Eins og ég hef sagt áður og sagði í sumar hefði ég alltaf verið tilbúinn að vinna með öðrum manni eða aðstoða ef við hefðum séð hag félagsins best borgið þannig. En um leið og viðræður hófust á þann veg að ég myndi taka við liðinu var aldrei neinn vafi í mínum huga að taka slaginn,“ sagði Ómar. En hvar vill hann sjá HK vera í deild þeirra bestu? „Á endanum, þegar við horfum til lengri tíma, vil ég sjá okkur í efstu sætunum stöðugt. Við þurfum samt að byrja á því að koma okkur fyrir í deildinni og vera stöðugt Bestu deildarlið. Næsta sumar er fyrsta skrefið í því. Ég hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu og stefni ekki að því að standa á hliðarlínunni í slíku næsta sumar,“ svaraði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá HK um aldamótin, þá á fermingaraldri, og leitun er að meiri félagsmanni. „Ég hef verið mjög lengi í félaginu. Fyrst sem lítill pjakkur að æfa fótbolta, svo sem ungur þjálfari og núna temmilega fullorðinn þjálfari. Ég er búinn að vera lengi hérna og líður mjög vel,“ sagði Ómar. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla HK Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira