Fagnar því að Katrín og Jasmín vilji hærri laun: „Þetta er nýr veruleiki“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2022 15:46 Katrín Ásbjörnsdóttir fagnar einu af níu mörkum sínum í sumar, gegn Val á Hlíðarenda. Hún fékk samningi sínum við Stjörnuna rift og gæti verið á förum frá félaginu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, segir að félagið muni bregðast við því ef markahrókarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir kveðji félagið í vetur. Jasmín og Katrín skoruðu samtals 20 mörk í Bestu deildinni í sumar og urðu í 1. og 3. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Þær áttu stóran þátt í því að Stjarnan næði 2. sæti og kæmist í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Báðar hafa þær nú nýtt riftunarákvæði í samningi við Stjörnuna en útiloka ekki að semja á ný við félagið. Jasmín sagði þó við Vísi í gær að hún vonaðist til að komast að í atvinnumennsku erlendis. Kristján vonast þó til að halda báðum leikmönnum. „Mér finnst þetta bara frábært hjá þeim. Þetta sýnir hversu miklir karakterar og sterkir persónuleikar þær eru, að þær fari fram á að breyta launaliðnum eins og op var fyrir í þeirra samningi akkúrat núna. Þær fóru í það að reyna að laga aðeins launaliðinn og Stjarnan er heldur betur til í að semja við þær um það,“ sagði Kristján í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Það eru viðræður í gangi akkúrat núna og þær eru að einhverju leyti langt komnar. Það verður tilkynnt í dag um samning við einn af lykilmönnum Stjörnunnar,“ sagði Kristján og vísaði þar til samnings við miðvörðinn sterka Önnu Maríu Baldursdóttur. Segir félögin þurfa að aðlagast breyttum aðstæðum Tekjumöguleikar vegna þátttöku í Meistaradeild kvenna eru nú orðnir umtalsvert meiri en áður. Kristján segir að nýr veruleiki blasi við stjórnum knattspyrnudeilda um allt land þar sem að knattspyrnukonur fari fram á betri kjör en áður. „Þetta sýnir hvað félögin öll, sem eru með sterkt kvennalið, eru komin í vandræði með það að stelpur eru farnar að fá greitt fyrir að spila fótbolta á sama tíma og félögin eru ekkert að breyta sínu uppleggi í því hvernig fjármagn kemur inn í félagið og hvernig það fer út. Það er kannski orðin næsta spurning fyrir knattspyrnusamfélagið; hvernig á að gera þetta öðruvísi en að segja bara meistaraflokksráðinu að hlaupa hraðar?“ segir Kristján. Jasmín Erla Ingadóttir varð markadrottning Bestu deildarinnar með ellefu mörk. Hún stefnir nú á atvinnumennsku.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hann segir það fagnaðarefni að leikmenn séu farnir að fara fram á hærri laun. „Þetta er nýr veruleiki fyrir stjórnir knattspyrnudeilda um allt land. Þetta er fólk sem kemur kannski upphaflega inn á þeim forsendum að fylgjast með karlaliðinu, en nú hafa orðið svo ofboðslega örar breytingar í kvennaboltanum að peningarnir eru farnir að koma inn þar. Þá þarf að bregðast við. Félögin þurfa að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.“ „Bregðumst vel við“ ef Katrín og Jasmín fara Stjarnan kom mörgum á óvart í sumar með árangri sínum en Kristján segir að markið verði ekki sett neitt lægra fyrir næstu leiktíð. „Auðvitað viljum við halda stemningunni í Stjörnunni áfram og þær [Jasmín og Katrín] eru stór hluti af þessari frábæru stemningu sem hefur myndast í leikmannahópnum. Aftur á móti er það eðli fótboltans og leikmannahópa þar að það fara leikmenn og koma á hverju ári. Félög verða alltaf að vera opin fyrir því að hleypa leikmönnum í burtu. Það er eðlilegur hlutur,“ segir Kristján. Ljóst sé að Stjarnan muni finna leikmenn til að fylla í skarðið fyrir markahrókana tvo, þurfi þess: „Við bregðumst vel við. Við skuldum þeim leikmönnum sem eru ekki á þeim buxum að skoða aðra möguleika, að vera með gott lið. Allur leikmannahópurinn stóð sig gríðarlega vel í sumar. Það voru leikmenn, á bakvið þessa leikmenn sem skoruðu flest mörkin, sem spiluðu mjög vel. Það er alltaf liðsheildin sem nær fram stjörnuleikmönnum í hverju liði. Stjörnuleikmennirnir gera þetta ekki sjálfir,“ segir Kristján. Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Gerrard að verða afi Fótbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Jasmín og Katrín skoruðu samtals 20 mörk í Bestu deildinni í sumar og urðu í 1. og 3. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Þær áttu stóran þátt í því að Stjarnan næði 2. sæti og kæmist í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Báðar hafa þær nú nýtt riftunarákvæði í samningi við Stjörnuna en útiloka ekki að semja á ný við félagið. Jasmín sagði þó við Vísi í gær að hún vonaðist til að komast að í atvinnumennsku erlendis. Kristján vonast þó til að halda báðum leikmönnum. „Mér finnst þetta bara frábært hjá þeim. Þetta sýnir hversu miklir karakterar og sterkir persónuleikar þær eru, að þær fari fram á að breyta launaliðnum eins og op var fyrir í þeirra samningi akkúrat núna. Þær fóru í það að reyna að laga aðeins launaliðinn og Stjarnan er heldur betur til í að semja við þær um það,“ sagði Kristján í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Það eru viðræður í gangi akkúrat núna og þær eru að einhverju leyti langt komnar. Það verður tilkynnt í dag um samning við einn af lykilmönnum Stjörnunnar,“ sagði Kristján og vísaði þar til samnings við miðvörðinn sterka Önnu Maríu Baldursdóttur. Segir félögin þurfa að aðlagast breyttum aðstæðum Tekjumöguleikar vegna þátttöku í Meistaradeild kvenna eru nú orðnir umtalsvert meiri en áður. Kristján segir að nýr veruleiki blasi við stjórnum knattspyrnudeilda um allt land þar sem að knattspyrnukonur fari fram á betri kjör en áður. „Þetta sýnir hvað félögin öll, sem eru með sterkt kvennalið, eru komin í vandræði með það að stelpur eru farnar að fá greitt fyrir að spila fótbolta á sama tíma og félögin eru ekkert að breyta sínu uppleggi í því hvernig fjármagn kemur inn í félagið og hvernig það fer út. Það er kannski orðin næsta spurning fyrir knattspyrnusamfélagið; hvernig á að gera þetta öðruvísi en að segja bara meistaraflokksráðinu að hlaupa hraðar?“ segir Kristján. Jasmín Erla Ingadóttir varð markadrottning Bestu deildarinnar með ellefu mörk. Hún stefnir nú á atvinnumennsku.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hann segir það fagnaðarefni að leikmenn séu farnir að fara fram á hærri laun. „Þetta er nýr veruleiki fyrir stjórnir knattspyrnudeilda um allt land. Þetta er fólk sem kemur kannski upphaflega inn á þeim forsendum að fylgjast með karlaliðinu, en nú hafa orðið svo ofboðslega örar breytingar í kvennaboltanum að peningarnir eru farnir að koma inn þar. Þá þarf að bregðast við. Félögin þurfa að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.“ „Bregðumst vel við“ ef Katrín og Jasmín fara Stjarnan kom mörgum á óvart í sumar með árangri sínum en Kristján segir að markið verði ekki sett neitt lægra fyrir næstu leiktíð. „Auðvitað viljum við halda stemningunni í Stjörnunni áfram og þær [Jasmín og Katrín] eru stór hluti af þessari frábæru stemningu sem hefur myndast í leikmannahópnum. Aftur á móti er það eðli fótboltans og leikmannahópa þar að það fara leikmenn og koma á hverju ári. Félög verða alltaf að vera opin fyrir því að hleypa leikmönnum í burtu. Það er eðlilegur hlutur,“ segir Kristján. Ljóst sé að Stjarnan muni finna leikmenn til að fylla í skarðið fyrir markahrókana tvo, þurfi þess: „Við bregðumst vel við. Við skuldum þeim leikmönnum sem eru ekki á þeim buxum að skoða aðra möguleika, að vera með gott lið. Allur leikmannahópurinn stóð sig gríðarlega vel í sumar. Það voru leikmenn, á bakvið þessa leikmenn sem skoruðu flest mörkin, sem spiluðu mjög vel. Það er alltaf liðsheildin sem nær fram stjörnuleikmönnum í hverju liði. Stjörnuleikmennirnir gera þetta ekki sjálfir,“ segir Kristján.
Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Gerrard að verða afi Fótbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira