Madrídingar enn taplausir á toppnum 22. október 2022 21:00 Federico Valverde skoraði þriðja mark Real Madrid í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Real Madrid vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þetta var þriðji deildarsigur liðsins á einni viku og liðið er nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Fyrrum Tottenham maðurinn Luka Modric kom Madrídingum í 1-0 forystu strax á fimmtu mínútu leiksins og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo annar fyrrum Tottenham maður, Erik Lamela, sem jafnaði metin fyrir Sevilla á 54. mínútu áður en Lucas kom Madrídingum yfir á ný á 79. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Tveimur mínútum síðar gulltryggði Federico Valverde svo 3-1 sigur heimamanna og liðið trónir því enn á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 11 leiki, 21 stigi meira en Sevilla sem situr í 14. sæti. Spænski boltinn
Real Madrid vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þetta var þriðji deildarsigur liðsins á einni viku og liðið er nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Fyrrum Tottenham maðurinn Luka Modric kom Madrídingum í 1-0 forystu strax á fimmtu mínútu leiksins og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo annar fyrrum Tottenham maður, Erik Lamela, sem jafnaði metin fyrir Sevilla á 54. mínútu áður en Lucas kom Madrídingum yfir á ný á 79. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Tveimur mínútum síðar gulltryggði Federico Valverde svo 3-1 sigur heimamanna og liðið trónir því enn á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 11 leiki, 21 stigi meira en Sevilla sem situr í 14. sæti.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti