Sími barna, netið og foreldrahlutverkið Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 23. október 2022 08:30 Hömrum járnið á meðan það er heitt. Bendum foreldrum á skyldu sína að ala upp barnið sitt, fylgjast með umferð þess í síma og á samfélagsmiðlum. Margir gera það með sóma, aðrir með hangandi hendi og sumir láta það ógert. Setjum ábyrgðina þar sem hún á heima, hjá foreldrum, þegar kemur að óhóflegri notkun síma, tölvunotkun og einelti. Skjánotkun meðal barna er komin út fyrir öll mörk og foreldrar þurfa að leita leiða til að minnka hana. Fleiri samverustundir með barni án síma og tölvu. Skólar hafa tækifærið til að hvíla símanotkun barna í allt að sex klukkustundir á dag. Tækifæri sem hver skólinn ætti að grípa, barnanna vegna. Hef bent á fíkn í því samhengi. Fíklarnir þurf að kíkja í tíma og ótíma á símann, fylgjast með, sjá hvor ,,like“ hafi verið sett við færslu o.fl. í þeim dúr. Þegar minnst er á fíkn er fullorðið fólk ekki undanskilið. Margir eiga við þann vanda að stríða rétt eins og börn. Góð uppeldisaðferð þarf að vera til staðar Leiðandi uppeldi er aðferð sem felur í sér að foreldrar bregðist við því sem barn gerir og upplifir en gerir einnig miklar kröfur til þess. Sé leiðandi uppeldi beitt eru foreldrar vakandi fyrir þörfum barns og þeim tilfinningum sem það tekst á við. Foreldrar setja skýr mörk og framfylgja þeim (Parenting for brain, 2019). Rannsókn frá 2013 sýnir sterk tengsl milli góðrar sjálfsmyndar og ábyrgar hegðunar á netinu, sérstaklega samfélagsmiðlum. Í rannsókninni kom fram að leiðandi uppeldi dregur úr áhættuhegðun á netinu og telja rannsóknaraðilar að leiðandi uppeldi sé góð uppeldisaðferð til að fyrirbyggja neikvæða notkun barna á netinu (Kalmis og Kjartan Ólafsson, 2013). Alist barn upp við engar reglur um notkun samfélagsmiðla og umgengni á netinu getur það leitt til neikvæðrar hegðunar á netinu (Santrock, 2016). Undanfarna daga höfum við orðið vör við þetta. Samfélagið ræðir um neikvæða hegðun á netinu. Afdrifaríkar afleiðingar af hegðun barna, ofbeldi. Eftirlit margra foreldra af skornum skammti, enda börn á samfélagsmiðlum sem eru þeim bönnuð. Æskilegt er að foreldrar fylgist með því sem börn gera því slíkt eflir gagnrýna hugsun og styður við að börn læri rétta umgengni á og við netið og þá miðla sem þar eru. Að fylgjast með börnum felur ekki alltaf í sér vöktun heldur samtöl og fræðslu um netið og þá miðla sem þar eru. Samtölin þarf að taka frá ólíkum sjónarhornum eins og efni netsins, hegðun barns og þeim auglýsingum sem þar eru (Gentile, Reimer, Nathanson, Walsh og Eisemann, 2014). Rannsóknir sýna að með þessum aðferðum sem sagt er frá hér að ofan, það er að beita leiðandi uppeldi, er ólíklegri að börn deili efni á netinu sem gæti skaðað þau síðar á ævinni og persónulegum upplýsingum (Liu, Rebecca og May, 2013). Fræðimenn hafa komist að því að þeir sem nota samfélagsmiðla óhóflega eru líklegri til að líða verr en þeir sem gera það ekki. Því er talið að setja eigi takmarkanir um notkun barna og á hvern hátt þau nota samfélagsmiðla (Gordon, 2019). Hvað geta foreldrar Þeim hefur fjölgað sem telja færni sína góða á netinu fór úr 34,2% árið 2002 í 59,9% 2013. Foreldrar segjast vera duglegir að koma upplýsingum til barna sinna um netöryggi og hafa um 84,7% barna heyrt um netöryggi frá mæðrum sínum og 73,3% frá feðrum sínum (Capacent, 2013). Þetta er töluverður fjöldi sem hafa rætt við börn sín um netöryggi, en er þessi framfylgt. Það er allt önnur Ella. Á þessum tölum má sjá að foreldrar virðast vel fróðir um nethættur og öryggi. Nóg til að fræða börn sín. Skyldi ekki á árinu 2022 fleiri ræða við börn sín! Í rannsókn sem Safe Kids er aðili að kom í ljós að foreldrar leita eftir upplýsingum um hvernig taka eigi á net- og tölvunotkun barna en aðeins lítill hluti þeirra leitaði til viðurkenndra stofnanna eftir ráðleggingum. Foreldrarnir leituðu frekar á netinu og lögðu traust sitt á þær upplýsingar (Livingstone o.fl., 2018). Eingöngu 58% foreldra töldu sig geta stillt friðhelgistillingar í tölvu og 53% afmarkað upplýsinar (breiðletrun er mín bæði hér og neðar í greininni) sem þau deila í gegnum netið. Dreifing svara var nokkuð jöfn milli foreldra. Í sömu rannsókn kom í ljós að foreldrar sem höfðu áhyggjur af friðhlegi voru líklegri til að deila myndum eða myndböndum af barni sínu á netið (Livingstone, o.fl., 2018). Ljóst má vera að foreldrar þurfa að gera betur hér. Foreldrar þurfa að leita til viðurkenndra aðila og læra hvernig nota á forrit sem til eru í þeim tilgangi að vernda barn sitt. Segja eitt en gera annað Allir vilja vera góðir foreldrar og telja sig gera það rétta. Það er trú mín. Enginn ætlar sér að vera slæmt foreldri. Stundum misskilja foreldrar hlutverk sitt og vilja ekki setja börnum mörk. Það eru mistök í flestum tilfellum, mikil mistök. Á meðal barna sem upplifa hættur á netinu er algengt að foreldrar þeirra viti ekki af því. Foreldrar þeirra 40% barna sem segjast hafa séð kynferðislegt efni á netinu halda að þau hafi ekki séð það og 56% foreldra þeirra barna sem hafa fengið ljót eða særandi skilaboð telja að svo hafi ekki verið. Þó svo flestar hættur sem foreldrar eru ekki vakandi fyrir séu skaðlitlar þá bendir þetta til að foreldrar vanmeti hvað gerist. Eingöngu 28% foreldra eru með virkar síur til að stöðva óæskilegt efni. Fjöldi barna hundsar þau tilmæli, að eigin sögn, en þau reyndust vera 29% og 8% segjast gera það oft. Margir foreldrar, 73%, telja ólíklegt eða mjög ólíklegt að barn þeirra rekist á nokkuð sem angri þau á netinu og í tölvu næstu sex mánuði þegar þau voru spurð (Livingstone o.fl., 2011). Svör barnanna bendir til að þörf sé á auknu eftirliti með símanotun barna. Hægt er að skoða símasöguna og setja inn síur sem kemur í veg fyrir að börn fái óæskilegt efni í símann. Hundsi barn tilmæli foreldra eða gerir síur óvirkar verða afleiðingar að fylgja gjörðum. Taka símann, ekki flókið! Foreldrar ekki meðvitaðir Samkvæmt rannsókinni Risks and safety on the internet, frá 2011, eru foreldrar oftar en ekki meðvitaðir um þegar einelti á sér stað á netinu (Livingstone o.fl., 2011). Hins vegar þegar tölfræði frá 2018 er skoðuð kemur í ljós að 65% foreldra svara því til að börn þeirra hafi ekki lent í einelti á netinu (Clement, 2018) þó að rannsóknir sýni að 37% barna á aldursbilinnu 12-17 ára lentu í einelti (Patchin, 2019-a). Önnur rannsókn sýnir að 43% lenti í einelti (National Crime Prevention Council, e.d.) og sú næsta að 59% lenti í einelti eða áreiti á netinu (Monica, 2018). Fyrirtækið Panda Security stóð að könnun meðal foreldra í Bandaríkjunum sem leiddi í ljós að 76% foreldra töldu barn sitt ekki hafa lent í einelti á netinu (Panda Security, 2019). Ef taka á mark af niðurstöðum rannsókna bendir allt til að fleiri börn lendi í neteinelti en foreldrar geri sér grein fyrir. Enn meiri ástæða til að fylgjast náið með umferð barna sinna á netinu. Gera forledrar sér grein fyrir þessu, þekkja foreldrar þessa nýju vini? Samkvæmt rannsókn Pew research center hafa 57% barna, á unglingsaldri, eignast nýja vini í gegnum netið, þar af 29% fleiri en fimm einstaklinga (Pew Research Center, 2015). Hafið varan á, leiðbeinið barninu Umræðan um samfélagsmiðlana og veru barna á þeim hefur eina ferðina enn vaknað. Miðlarnir auðvelda eineltið, um það deilir enginn. Miðlar sem börn mega ekki vera inn á býður upp á alls konar viðbjóð sem á ekki heima fyrir augum barna. Spjótin standa að veru barna á þessum miðlum sem eru bannaðir. Væri enginn viðtakandi væru ekki skilboð! Foreldrar og börn eru ábyrg gjörða sinna. Skoða þarf rót vandans hjá viðkomandi barni leggi það í einelti og með viðeigandi aðilum. Hægt er að leita til sálfræðings, félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa, fíkniráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa eigi foreldrar í vanda með uppeldi barns. Margir þurfa aðstoð við uppeldið. Engin skömm að leita aðstoðar til að hjálpa barni sínu. Fengi barn tannpínu væri fyrsta verk foreldra að fara með það til tannlæknis. Að kynna sé forrit og setja í síma barnsins til að fylgjast með umferð þess í símanum er styðjandi og gild aðferð til að vernda barn sitt. Ekkert foreldri á að vera feimið við það. Ábyrgð foreldra er óumdeilanleg. Þeir geta ekki varpað ábyrgð sinni á samfélagið. Höfundur er grunnskólakennari. Heimildirnar eru sóttar með leyfi höfundar í ritgerðina Allir af vilja gerðir en framtaksemina vantar (skemman.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Tækni Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hömrum járnið á meðan það er heitt. Bendum foreldrum á skyldu sína að ala upp barnið sitt, fylgjast með umferð þess í síma og á samfélagsmiðlum. Margir gera það með sóma, aðrir með hangandi hendi og sumir láta það ógert. Setjum ábyrgðina þar sem hún á heima, hjá foreldrum, þegar kemur að óhóflegri notkun síma, tölvunotkun og einelti. Skjánotkun meðal barna er komin út fyrir öll mörk og foreldrar þurfa að leita leiða til að minnka hana. Fleiri samverustundir með barni án síma og tölvu. Skólar hafa tækifærið til að hvíla símanotkun barna í allt að sex klukkustundir á dag. Tækifæri sem hver skólinn ætti að grípa, barnanna vegna. Hef bent á fíkn í því samhengi. Fíklarnir þurf að kíkja í tíma og ótíma á símann, fylgjast með, sjá hvor ,,like“ hafi verið sett við færslu o.fl. í þeim dúr. Þegar minnst er á fíkn er fullorðið fólk ekki undanskilið. Margir eiga við þann vanda að stríða rétt eins og börn. Góð uppeldisaðferð þarf að vera til staðar Leiðandi uppeldi er aðferð sem felur í sér að foreldrar bregðist við því sem barn gerir og upplifir en gerir einnig miklar kröfur til þess. Sé leiðandi uppeldi beitt eru foreldrar vakandi fyrir þörfum barns og þeim tilfinningum sem það tekst á við. Foreldrar setja skýr mörk og framfylgja þeim (Parenting for brain, 2019). Rannsókn frá 2013 sýnir sterk tengsl milli góðrar sjálfsmyndar og ábyrgar hegðunar á netinu, sérstaklega samfélagsmiðlum. Í rannsókninni kom fram að leiðandi uppeldi dregur úr áhættuhegðun á netinu og telja rannsóknaraðilar að leiðandi uppeldi sé góð uppeldisaðferð til að fyrirbyggja neikvæða notkun barna á netinu (Kalmis og Kjartan Ólafsson, 2013). Alist barn upp við engar reglur um notkun samfélagsmiðla og umgengni á netinu getur það leitt til neikvæðrar hegðunar á netinu (Santrock, 2016). Undanfarna daga höfum við orðið vör við þetta. Samfélagið ræðir um neikvæða hegðun á netinu. Afdrifaríkar afleiðingar af hegðun barna, ofbeldi. Eftirlit margra foreldra af skornum skammti, enda börn á samfélagsmiðlum sem eru þeim bönnuð. Æskilegt er að foreldrar fylgist með því sem börn gera því slíkt eflir gagnrýna hugsun og styður við að börn læri rétta umgengni á og við netið og þá miðla sem þar eru. Að fylgjast með börnum felur ekki alltaf í sér vöktun heldur samtöl og fræðslu um netið og þá miðla sem þar eru. Samtölin þarf að taka frá ólíkum sjónarhornum eins og efni netsins, hegðun barns og þeim auglýsingum sem þar eru (Gentile, Reimer, Nathanson, Walsh og Eisemann, 2014). Rannsóknir sýna að með þessum aðferðum sem sagt er frá hér að ofan, það er að beita leiðandi uppeldi, er ólíklegri að börn deili efni á netinu sem gæti skaðað þau síðar á ævinni og persónulegum upplýsingum (Liu, Rebecca og May, 2013). Fræðimenn hafa komist að því að þeir sem nota samfélagsmiðla óhóflega eru líklegri til að líða verr en þeir sem gera það ekki. Því er talið að setja eigi takmarkanir um notkun barna og á hvern hátt þau nota samfélagsmiðla (Gordon, 2019). Hvað geta foreldrar Þeim hefur fjölgað sem telja færni sína góða á netinu fór úr 34,2% árið 2002 í 59,9% 2013. Foreldrar segjast vera duglegir að koma upplýsingum til barna sinna um netöryggi og hafa um 84,7% barna heyrt um netöryggi frá mæðrum sínum og 73,3% frá feðrum sínum (Capacent, 2013). Þetta er töluverður fjöldi sem hafa rætt við börn sín um netöryggi, en er þessi framfylgt. Það er allt önnur Ella. Á þessum tölum má sjá að foreldrar virðast vel fróðir um nethættur og öryggi. Nóg til að fræða börn sín. Skyldi ekki á árinu 2022 fleiri ræða við börn sín! Í rannsókn sem Safe Kids er aðili að kom í ljós að foreldrar leita eftir upplýsingum um hvernig taka eigi á net- og tölvunotkun barna en aðeins lítill hluti þeirra leitaði til viðurkenndra stofnanna eftir ráðleggingum. Foreldrarnir leituðu frekar á netinu og lögðu traust sitt á þær upplýsingar (Livingstone o.fl., 2018). Eingöngu 58% foreldra töldu sig geta stillt friðhelgistillingar í tölvu og 53% afmarkað upplýsinar (breiðletrun er mín bæði hér og neðar í greininni) sem þau deila í gegnum netið. Dreifing svara var nokkuð jöfn milli foreldra. Í sömu rannsókn kom í ljós að foreldrar sem höfðu áhyggjur af friðhlegi voru líklegri til að deila myndum eða myndböndum af barni sínu á netið (Livingstone, o.fl., 2018). Ljóst má vera að foreldrar þurfa að gera betur hér. Foreldrar þurfa að leita til viðurkenndra aðila og læra hvernig nota á forrit sem til eru í þeim tilgangi að vernda barn sitt. Segja eitt en gera annað Allir vilja vera góðir foreldrar og telja sig gera það rétta. Það er trú mín. Enginn ætlar sér að vera slæmt foreldri. Stundum misskilja foreldrar hlutverk sitt og vilja ekki setja börnum mörk. Það eru mistök í flestum tilfellum, mikil mistök. Á meðal barna sem upplifa hættur á netinu er algengt að foreldrar þeirra viti ekki af því. Foreldrar þeirra 40% barna sem segjast hafa séð kynferðislegt efni á netinu halda að þau hafi ekki séð það og 56% foreldra þeirra barna sem hafa fengið ljót eða særandi skilaboð telja að svo hafi ekki verið. Þó svo flestar hættur sem foreldrar eru ekki vakandi fyrir séu skaðlitlar þá bendir þetta til að foreldrar vanmeti hvað gerist. Eingöngu 28% foreldra eru með virkar síur til að stöðva óæskilegt efni. Fjöldi barna hundsar þau tilmæli, að eigin sögn, en þau reyndust vera 29% og 8% segjast gera það oft. Margir foreldrar, 73%, telja ólíklegt eða mjög ólíklegt að barn þeirra rekist á nokkuð sem angri þau á netinu og í tölvu næstu sex mánuði þegar þau voru spurð (Livingstone o.fl., 2011). Svör barnanna bendir til að þörf sé á auknu eftirliti með símanotun barna. Hægt er að skoða símasöguna og setja inn síur sem kemur í veg fyrir að börn fái óæskilegt efni í símann. Hundsi barn tilmæli foreldra eða gerir síur óvirkar verða afleiðingar að fylgja gjörðum. Taka símann, ekki flókið! Foreldrar ekki meðvitaðir Samkvæmt rannsókinni Risks and safety on the internet, frá 2011, eru foreldrar oftar en ekki meðvitaðir um þegar einelti á sér stað á netinu (Livingstone o.fl., 2011). Hins vegar þegar tölfræði frá 2018 er skoðuð kemur í ljós að 65% foreldra svara því til að börn þeirra hafi ekki lent í einelti á netinu (Clement, 2018) þó að rannsóknir sýni að 37% barna á aldursbilinnu 12-17 ára lentu í einelti (Patchin, 2019-a). Önnur rannsókn sýnir að 43% lenti í einelti (National Crime Prevention Council, e.d.) og sú næsta að 59% lenti í einelti eða áreiti á netinu (Monica, 2018). Fyrirtækið Panda Security stóð að könnun meðal foreldra í Bandaríkjunum sem leiddi í ljós að 76% foreldra töldu barn sitt ekki hafa lent í einelti á netinu (Panda Security, 2019). Ef taka á mark af niðurstöðum rannsókna bendir allt til að fleiri börn lendi í neteinelti en foreldrar geri sér grein fyrir. Enn meiri ástæða til að fylgjast náið með umferð barna sinna á netinu. Gera forledrar sér grein fyrir þessu, þekkja foreldrar þessa nýju vini? Samkvæmt rannsókn Pew research center hafa 57% barna, á unglingsaldri, eignast nýja vini í gegnum netið, þar af 29% fleiri en fimm einstaklinga (Pew Research Center, 2015). Hafið varan á, leiðbeinið barninu Umræðan um samfélagsmiðlana og veru barna á þeim hefur eina ferðina enn vaknað. Miðlarnir auðvelda eineltið, um það deilir enginn. Miðlar sem börn mega ekki vera inn á býður upp á alls konar viðbjóð sem á ekki heima fyrir augum barna. Spjótin standa að veru barna á þessum miðlum sem eru bannaðir. Væri enginn viðtakandi væru ekki skilboð! Foreldrar og börn eru ábyrg gjörða sinna. Skoða þarf rót vandans hjá viðkomandi barni leggi það í einelti og með viðeigandi aðilum. Hægt er að leita til sálfræðings, félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa, fíkniráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa eigi foreldrar í vanda með uppeldi barns. Margir þurfa aðstoð við uppeldið. Engin skömm að leita aðstoðar til að hjálpa barni sínu. Fengi barn tannpínu væri fyrsta verk foreldra að fara með það til tannlæknis. Að kynna sé forrit og setja í síma barnsins til að fylgjast með umferð þess í símanum er styðjandi og gild aðferð til að vernda barn sitt. Ekkert foreldri á að vera feimið við það. Ábyrgð foreldra er óumdeilanleg. Þeir geta ekki varpað ábyrgð sinni á samfélagið. Höfundur er grunnskólakennari. Heimildirnar eru sóttar með leyfi höfundar í ritgerðina Allir af vilja gerðir en framtaksemina vantar (skemman.is)
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun