Mögulegt að „týnda rafmyntadrottningin“ hafi fengið veður af fyrirhuguðum aðgerðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 14:46 Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan Talið er mögulegt að Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, sem nefnd hefur verið hin týnda rafmyntadrottning, hafi fengið veður af lögregluaðgerðum gegn henni áður en að hún lét sig hverfa. Töluvert hefur verið fjallað um mál Ignatovu hér á landi, ekki síst þar sem hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru miklar vinkonur á þeim tíma sem Ignatova hvarf. Lögregluyfirvöld víða um heim hafa viljað hafa hendur í hári Ignatovu sem lét sig hverfa sporlaust árið 2017, eftir að lögreglurannsókn á rafmynt hennar OneCoin hóst. Hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarða dollara út úr þeim sem fjárfestu í svikamyllu hennar. Í sumar var hún sett á lista FBI yfir eftirsóttust glæpamenn heims. Fjallað er um nýjar vendingar í máli hennar á vef BBC. Þar segir að gögn, sem BBC hefur skoðað, bendi til þess að Ignatova hafi haft upplýsingar um aðgerðir lögreglu áður en hún lét sig hverfa. Frank Schneider, fyrrverandi ráðgjafi Ignatovu, sem stendur nú frammi fyrir því að vera framseldur til Bandaríkjanna vegna meintrar aðildar hans að svikamyllunni, segir að ýmislegt bendi til þess að Ignatova hafi aflað upplýsingana í gegnum eigin tengiliði í Búlgaríu. Fjallað var um mál Ignatovu í hlaðvarpinu Eftirmálar og rætt við Ásdísi Rán. Gögnin sem um ræðir fela meðal annars í sér upplýsingar frá fundi ýmissa löggæsluaðila á skrifstofu Europol í Haag í Hollandi. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um háttsettann uppljóstrara innan OneCoin auk ýmissa upplýsinga. Yfirvöld í Bandaríkjunum halda því fram að Schneider hafi verið sá sem aflað hafi þessara gagna og látið Ignatovu vita. Hann sjálfur neitar sök og segir liggja beinast við að einhver innan búlgarska embættiskerfisins hafi varað Ignatovu við. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún hvarf. Talið er mögulegt að hún hafi látið breyta útli sínu til þess að komast hjá því að þurfa að svara til saka vegna málsins. Búlgaría Rafmyntir Tengdar fréttir Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33 Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um mál Ignatovu hér á landi, ekki síst þar sem hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru miklar vinkonur á þeim tíma sem Ignatova hvarf. Lögregluyfirvöld víða um heim hafa viljað hafa hendur í hári Ignatovu sem lét sig hverfa sporlaust árið 2017, eftir að lögreglurannsókn á rafmynt hennar OneCoin hóst. Hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarða dollara út úr þeim sem fjárfestu í svikamyllu hennar. Í sumar var hún sett á lista FBI yfir eftirsóttust glæpamenn heims. Fjallað er um nýjar vendingar í máli hennar á vef BBC. Þar segir að gögn, sem BBC hefur skoðað, bendi til þess að Ignatova hafi haft upplýsingar um aðgerðir lögreglu áður en hún lét sig hverfa. Frank Schneider, fyrrverandi ráðgjafi Ignatovu, sem stendur nú frammi fyrir því að vera framseldur til Bandaríkjanna vegna meintrar aðildar hans að svikamyllunni, segir að ýmislegt bendi til þess að Ignatova hafi aflað upplýsingana í gegnum eigin tengiliði í Búlgaríu. Fjallað var um mál Ignatovu í hlaðvarpinu Eftirmálar og rætt við Ásdísi Rán. Gögnin sem um ræðir fela meðal annars í sér upplýsingar frá fundi ýmissa löggæsluaðila á skrifstofu Europol í Haag í Hollandi. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um háttsettann uppljóstrara innan OneCoin auk ýmissa upplýsinga. Yfirvöld í Bandaríkjunum halda því fram að Schneider hafi verið sá sem aflað hafi þessara gagna og látið Ignatovu vita. Hann sjálfur neitar sök og segir liggja beinast við að einhver innan búlgarska embættiskerfisins hafi varað Ignatovu við. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún hvarf. Talið er mögulegt að hún hafi látið breyta útli sínu til þess að komast hjá því að þurfa að svara til saka vegna málsins.
Búlgaría Rafmyntir Tengdar fréttir Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33 Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33
Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00
Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53