Gæti átt 140 ár í fangelsi í vændum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 09:01 Enn bætist við konurnar sem saka Weinstein um kynferðisofbeldi. AP Photo/John Minchillo Kvikmyndaframleiðandinn og Hollywood mógúllinn Harvey Weinstein er enn og aftur mættur fyrir dómara í Bandaríkjunum sakaður um kynferðisofbeldi. Weinstein gæti átt yfir höfði sér allt að 140 ára dóm en hann afplánar nú 23 ára fangelsisdóm fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun. Aðalmeðferð í máli Weinstein hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag en hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö önnur tilvik kynferðisofbeldis. Ásakanirnar bætast við hrúgu annarra. Weinstein er einn þeirra manna sem hrapaði af háum stalli eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi og -áreiti í fyrstu MeToo bylgjunni. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi af dómstóli í New York árið 2020 en hefur afplánað dóminn í heimaríki sínu Kaliforníu. Nú hefur hann verið ákærður aftur, fyrir brot gegn fimm konum í Los Angeles og Beverly Hills á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað sök. Verði Weinstein sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsisdóm. Eiginkona ríkisstjórans ein kvennanna Ein þeirra kvenna sem hefur kært Weinstein í málinu er Jennifer Siebel Newsom, heimildamyndagerðarkona og leikkona. Á milli 2002 og 2011 lék Newsom í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta en þó var hún alltaf í nokkuð smáum hlutverkum. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda um kyn, þar á meðal The Great American Lie og Fair Play. Hún er þá eiginkona Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Hún greindi fyrst frá samskiptum sínum við Weinstein árið 2018 í grein sem birtist í Huffington Post en fór ekki út í smáatriði í greininni. Fjórar árásir í Óskarsvikunni Að sögn Elizabeth Fegan, lögmanns Newsom, beitti Weinstein hana kynferðisofbeldi á fundi tengdann vinnunni, sem reyndist vera gildra. Að sögn Fegan hyggst Newsom bera vitni fyrir dómi. Hinar fjórar konurnar eru nafnlausar og munu bera vitni undir dulnefninu Jane Doe. Samkvæmt ákærunni voru flestar árásanna, þar á meðal á Newsom, gerðar á hinum ýmsu lúxushótelum í Beverly Hills og Los Angeles. Þá segir í ákærunni að Weinstein hafi yfirleitt boðið konunum á vinnutengda fundi, sem hafi reynst gildrur. Fjórar meintra árása hafi þá gerst í vikunni fyrir Óskarsverðlaunahátíðina árið 2013, þar sem geysivinsælar myndir Weinsteins, Django Unchained og Silver Linings Playbook, sópuðu til sín verðlaunum. Bandaríkin MeToo Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20 Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Weinstein hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag en hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö önnur tilvik kynferðisofbeldis. Ásakanirnar bætast við hrúgu annarra. Weinstein er einn þeirra manna sem hrapaði af háum stalli eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi og -áreiti í fyrstu MeToo bylgjunni. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi af dómstóli í New York árið 2020 en hefur afplánað dóminn í heimaríki sínu Kaliforníu. Nú hefur hann verið ákærður aftur, fyrir brot gegn fimm konum í Los Angeles og Beverly Hills á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað sök. Verði Weinstein sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsisdóm. Eiginkona ríkisstjórans ein kvennanna Ein þeirra kvenna sem hefur kært Weinstein í málinu er Jennifer Siebel Newsom, heimildamyndagerðarkona og leikkona. Á milli 2002 og 2011 lék Newsom í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta en þó var hún alltaf í nokkuð smáum hlutverkum. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda um kyn, þar á meðal The Great American Lie og Fair Play. Hún er þá eiginkona Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Hún greindi fyrst frá samskiptum sínum við Weinstein árið 2018 í grein sem birtist í Huffington Post en fór ekki út í smáatriði í greininni. Fjórar árásir í Óskarsvikunni Að sögn Elizabeth Fegan, lögmanns Newsom, beitti Weinstein hana kynferðisofbeldi á fundi tengdann vinnunni, sem reyndist vera gildra. Að sögn Fegan hyggst Newsom bera vitni fyrir dómi. Hinar fjórar konurnar eru nafnlausar og munu bera vitni undir dulnefninu Jane Doe. Samkvæmt ákærunni voru flestar árásanna, þar á meðal á Newsom, gerðar á hinum ýmsu lúxushótelum í Beverly Hills og Los Angeles. Þá segir í ákærunni að Weinstein hafi yfirleitt boðið konunum á vinnutengda fundi, sem hafi reynst gildrur. Fjórar meintra árása hafi þá gerst í vikunni fyrir Óskarsverðlaunahátíðina árið 2013, þar sem geysivinsælar myndir Weinsteins, Django Unchained og Silver Linings Playbook, sópuðu til sín verðlaunum.
Bandaríkin MeToo Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20 Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Sjá meira
Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20
Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12
Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43