Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. október 2022 14:01 Bjarni Benediktsson í viðtali að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti það í lok síðustu viku að hann hyggðist hefja samtal við lífeyrissjóðina til að setja ÍL-sjóðinn, gamla íbúðalánasjóðinn, í slitameðferð. Þetta er leið sem myndi spara ríkinu talsverða fjármuni til lengri tíma en á móti fá lífeyrissjóðirnir minna greitt af þeim skuldum sem þeir eiga kröfu á í sjóðnum. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands og stjórnarmann í Almenna lífeyrissjóðnum, gagnrýndi þetta harðlega í Kastljósi í gær og sagði meðal annars að leiðin jafngilti greiðslufalli ríkisstjóðs og skaðaði lánstraust hans. Bjarni segir þetta kolrangt og allt of stór orð notuð. „Ég held að þetta sé bara lýsandi fyrir þá sem vilja ekkert gera í málinu. Þeir munu tala fyrir þessu. Og það verður bara að skoða í því ljósi að þetta eru þeir sem hafa hagsmuni í málinu sem eru að tjá sig.“ Það sé ekki forsvaranlegt að gera ekkert í málinu; ÍL-sjóður eigi ekki fyrir skuldum sínum og því myndi ríkisábyrgð sem var sett á skuldir hans 2019 virkjast á endanum. Betra sé að greiða skuldirnar upp strax. Leiðin skaði alls ekki lánstraust til ríkisins. „Þetta er svona nokkuð sem að maður sér stundum að þegar þeir sem eiga kröfur á annan að þá vilja þeir teikna upp þá mynd að ef að hann borgi ekki þá muni hans lánstraust skaðast. Og oft gengur það út á það að sá sem skuldar eigi að taka á sig meiri skuldir heldur en hann í raun og veru á að gera samkvæmt skilmálum eða lögum.“ „ÍL-sjóður á ekki fyrir þessum skuldum“ Gagnrýnin hljómi kunnuglega í hans eyrum. „Mér finnst ég vera að upplifa hérna hluti sem við sáum í uppgjöri við föllnu bankanna og mörg eftirmál þess. Sömuleiðis þegar við vorum að afnema höftin þá var sagt „nú skuluði fara vel með kröfuhafana því annars lána þeir ykkur aldrei aftur pening“. En málið var bara það að við lögðum þá upp með nákvæmlega það sama og ég er að segja hér Það á bara að gera svona mál upp á grundvelli skilmála og þeirra laga sem um efnið gilda,“ segir Bjarni. Hann var beðinn um að útskýra málið fyrir almenningi sem velti eflaust fyrir sér um hvað málið snúist í raun og veru. „Þetta snýst um það að þeir sem eru ósáttir eiga skuldabréf. Sum þeirra eiga að lifa til 2044. Þeir vilja fá verðtryggða vexti upp á 3,75 prósent til 2044. Ég er að benda á að sá sem skuldar, ÍL-sjóður, á ekki fyrir þessum skuldum. Við erum að gera eitthvað í því og ræða það mál.“ ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 „Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna. 24. október 2022 06:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti það í lok síðustu viku að hann hyggðist hefja samtal við lífeyrissjóðina til að setja ÍL-sjóðinn, gamla íbúðalánasjóðinn, í slitameðferð. Þetta er leið sem myndi spara ríkinu talsverða fjármuni til lengri tíma en á móti fá lífeyrissjóðirnir minna greitt af þeim skuldum sem þeir eiga kröfu á í sjóðnum. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands og stjórnarmann í Almenna lífeyrissjóðnum, gagnrýndi þetta harðlega í Kastljósi í gær og sagði meðal annars að leiðin jafngilti greiðslufalli ríkisstjóðs og skaðaði lánstraust hans. Bjarni segir þetta kolrangt og allt of stór orð notuð. „Ég held að þetta sé bara lýsandi fyrir þá sem vilja ekkert gera í málinu. Þeir munu tala fyrir þessu. Og það verður bara að skoða í því ljósi að þetta eru þeir sem hafa hagsmuni í málinu sem eru að tjá sig.“ Það sé ekki forsvaranlegt að gera ekkert í málinu; ÍL-sjóður eigi ekki fyrir skuldum sínum og því myndi ríkisábyrgð sem var sett á skuldir hans 2019 virkjast á endanum. Betra sé að greiða skuldirnar upp strax. Leiðin skaði alls ekki lánstraust til ríkisins. „Þetta er svona nokkuð sem að maður sér stundum að þegar þeir sem eiga kröfur á annan að þá vilja þeir teikna upp þá mynd að ef að hann borgi ekki þá muni hans lánstraust skaðast. Og oft gengur það út á það að sá sem skuldar eigi að taka á sig meiri skuldir heldur en hann í raun og veru á að gera samkvæmt skilmálum eða lögum.“ „ÍL-sjóður á ekki fyrir þessum skuldum“ Gagnrýnin hljómi kunnuglega í hans eyrum. „Mér finnst ég vera að upplifa hérna hluti sem við sáum í uppgjöri við föllnu bankanna og mörg eftirmál þess. Sömuleiðis þegar við vorum að afnema höftin þá var sagt „nú skuluði fara vel með kröfuhafana því annars lána þeir ykkur aldrei aftur pening“. En málið var bara það að við lögðum þá upp með nákvæmlega það sama og ég er að segja hér Það á bara að gera svona mál upp á grundvelli skilmála og þeirra laga sem um efnið gilda,“ segir Bjarni. Hann var beðinn um að útskýra málið fyrir almenningi sem velti eflaust fyrir sér um hvað málið snúist í raun og veru. „Þetta snýst um það að þeir sem eru ósáttir eiga skuldabréf. Sum þeirra eiga að lifa til 2044. Þeir vilja fá verðtryggða vexti upp á 3,75 prósent til 2044. Ég er að benda á að sá sem skuldar, ÍL-sjóður, á ekki fyrir þessum skuldum. Við erum að gera eitthvað í því og ræða það mál.“
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 „Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna. 24. október 2022 06:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36
Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49
„Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna. 24. október 2022 06:00