Parið var á leið frá Varsjá til Keflavíkur og voru fíkniefnin falin innvortis í tveimur pakkningum, samtals 492 töflur af OxyContin. Parið mætti hvorki við þingfestingu né aðalmeðferð málsins og var það því dæmt að þeim fjarstöddum.
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm fyrir helgi. Konan hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmyglið en maðurinn hlaut fimm mánaða fangelsi.
Til þyngingar refsingar mannsins kom brot gegn umferðarlögum en fyrr á árinu var hann var gripinn undir stýri með amfetamín, MDMA og kannabis í blóðinu.
Gríðarleg aukning hefur verið á smygli ópíóíðalyfja hingað til lands síðustu ár. Innlögnum á Vog hefur einnig fjölgað stöðugt vegna ópíóíða.
Kompás fjallaði um málið fyrr á þessu ári: