Fótbolti

Orri yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum í gær, aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall.
Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum í gær, aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images

Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar, varð í gær yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu frá upphafi.

Orri kom inn af varamannabekknum er FCK mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í gær, en tapið gerði út um veika von liðsins um að komast upp úr riðlinum.

Orri var aðeins 18 ára og 57 daga gamall þegar hann kom inn af varmannabekknum í gær. Hann bætti því met Arnórs Sigurðssonar umtalsvert, en Arnór var 19 ára og 127 daga gamall þegar hann lék fyrir CSKA Moskvu gegn Viktoria Plzen árið 2018.

Alls komu þrír Íslendingar við sögu í leiknum í gær og er það í fyrsta skiðti sem það gerist. Þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK. Ísak var tekinn af velli á 62. mínútu og Hákon tíu mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×