Innlent

Mikil aukning á greiðslum úr sjúkrasjóðum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Styrkþegum fjölgaði um tæplega 90 prósent frá 2019 til 2021. 
Styrkþegum fjölgaði um tæplega 90 prósent frá 2019 til 2021.  Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga sem fengu sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á síðasta ári náði næsum fimm hundruð manns, sem gera um 3,2 prósent alls félagsfólks.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða tæplega 90 prósent fleiri styrkþega en var árið 2019 en það ár mun hafa verið dæmigert fyrir árin áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir.

Í blaðinu segir einnig að miðað við árið sem er að líða ríki bjartsýni um að þeim fari nú aftur fækkandi sem sækja í sjóðinn. 

Blaðið fjallar einnig um greiðslur úr öðrum styrktar- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga og þar kemur fram að hjá mörgum sjóðanna hafi slíkar greiðslur vaxið mikið í faraldrinum og var árið 2021 sjóðunum sérstaklega þungt í skauti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×