Að gefa fágæta og forna gjöf sem nýtist alla daga ársins í öllum veðrum Eva María Jónsdóttir skrifar 26. október 2022 08:31 Þeir eru margir sem vilja búa á Íslandi, hér er oft rigning og rok en hér ríkir sæmilegur friður og hefur svo verið um langt skeið. Að taka myndarlega á móti fólki sem kemur til landsins til að vinna eða mennta sig ætti að vera okkur öllum mikið metnaðarmál. Seint á síðustu öld fór undirrituð sem skiptistúdent til Frakklands í eitt skólaár. Minnisstætt er hvað mótttökurnar voru hlýlegar því mér bauðst (að því er virtist sjálfkrafa) að læra frönsku frá fyrstu dögum dvalarinnar í landinu, mér að kostnaðarlausu, um nokkurra vikna skeið til að mér gengi betur að aðlagast samfélaginu. Frakkar voru heldur tregir til að tala ensku við aðkomufólk á þessum árum og þetta var þeirra leið til að auka samskiptamöguleika þeirra sem höfðu annað móðurmál en frönsku og hvetja þá til dáða á velli franskrar tungu. Víst er að það er allra hagur að hingað komi fleiri vinnandi hendur og fólk sem vill lifa við frið hvort sem sólin skín eða vindar næða. En ef fólk fær ekki allt jöfn tækifæri til að læra það tungumál sem hér er opinbert er ekki von á að það upplifi sig velkomið að öllu leyti. Það má ekki verða tilviljanakennt hver fær að læra og hver verður útundan. Atvinnulífið þarf að taka höndum saman við stéttarfélög, stjórnvöld og menntastofnanir og leysa þessa hlið móttöku farsællega í eitt skipti fyrir öll. Víst er verkefnið nokkuð flókið en nú höfum við reynslu af framförum á sviði máltækni þar sem atvinnulífið og opinberir aðilar hafa þegar sameinast um máltækniáætlun (2018-2022) með eftirtektarverðum árangri. Er hægt að byggja á þeirri reynslu við að hrinda íslenskukennsluáætlun starfandi fólks í framkvæmd? Mikilvægt er að umrætt átak verði að veruleika í þeim anda að nýir íbúar fái þá dýrmætu gjöf við komuna til landsins, að læra gamalt og fágætt tungumál sem auk þess geymir einstakan fornan bókmenntaarf og veitir lykil að íslenskum samfélagi. Þessi gjöf sýnir bæði virðingu fyrir íslenskunni og þeim sem hingað koma til að taka þátt í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þeir eru margir sem vilja búa á Íslandi, hér er oft rigning og rok en hér ríkir sæmilegur friður og hefur svo verið um langt skeið. Að taka myndarlega á móti fólki sem kemur til landsins til að vinna eða mennta sig ætti að vera okkur öllum mikið metnaðarmál. Seint á síðustu öld fór undirrituð sem skiptistúdent til Frakklands í eitt skólaár. Minnisstætt er hvað mótttökurnar voru hlýlegar því mér bauðst (að því er virtist sjálfkrafa) að læra frönsku frá fyrstu dögum dvalarinnar í landinu, mér að kostnaðarlausu, um nokkurra vikna skeið til að mér gengi betur að aðlagast samfélaginu. Frakkar voru heldur tregir til að tala ensku við aðkomufólk á þessum árum og þetta var þeirra leið til að auka samskiptamöguleika þeirra sem höfðu annað móðurmál en frönsku og hvetja þá til dáða á velli franskrar tungu. Víst er að það er allra hagur að hingað komi fleiri vinnandi hendur og fólk sem vill lifa við frið hvort sem sólin skín eða vindar næða. En ef fólk fær ekki allt jöfn tækifæri til að læra það tungumál sem hér er opinbert er ekki von á að það upplifi sig velkomið að öllu leyti. Það má ekki verða tilviljanakennt hver fær að læra og hver verður útundan. Atvinnulífið þarf að taka höndum saman við stéttarfélög, stjórnvöld og menntastofnanir og leysa þessa hlið móttöku farsællega í eitt skipti fyrir öll. Víst er verkefnið nokkuð flókið en nú höfum við reynslu af framförum á sviði máltækni þar sem atvinnulífið og opinberir aðilar hafa þegar sameinast um máltækniáætlun (2018-2022) með eftirtektarverðum árangri. Er hægt að byggja á þeirri reynslu við að hrinda íslenskukennsluáætlun starfandi fólks í framkvæmd? Mikilvægt er að umrætt átak verði að veruleika í þeim anda að nýir íbúar fái þá dýrmætu gjöf við komuna til landsins, að læra gamalt og fágætt tungumál sem auk þess geymir einstakan fornan bókmenntaarf og veitir lykil að íslenskum samfélagi. Þessi gjöf sýnir bæði virðingu fyrir íslenskunni og þeim sem hingað koma til að taka þátt í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar