Kæmi Bjarna á óvart ef landsfundur sæi ástæðu til að skipta honum út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2022 09:20 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það kæmi sér á óvart ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins sæi ástæðu til að skipta um forystu flokksins á þessum tímapunkti kjörtímabilsins. Þetta sagði Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður um mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Guðlaugur, sem gegnir embætti umhverfis-,orku-, og loftslagsmálaráðherra í ríkisstjórninni væri að íhuga framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður um forystu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 4. til 6. nóvember næstkomandi. Bjarni sækist þar eftir endurkjöri. Hann var spurður út í mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs í Bítinu í morgun. „Hann hefur nú ekkert gefið það út enn þá,“ svaraði Bjarni. Hann er að skoða það? „Jájá, ég sé fréttir. Það er reyndar þannig hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum að það geta allir verið í framboði. Það eru eiginlega allir í framboði sem að bara að lyfta upp hönd á fundunum,“ sagði Bjarni enn fremur sem bætti við að hann tæki því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera endurkjörinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði þó að það myndi koma sér á óvart ef ákveðið yrði að skipta um forystu flokksins þegar aðeins eitt ár er liðið af núverandi kjörtímabili. „Mér finnst hins vegar núna, við erum að hefja þetta kjörtímabil, það er eitt ár búið og það er mikið eftir. Það kæmi mér á óvart, ég verð nú að segja það bara alveg hreint út, ef að menn sæju ástæðu til þess að fara að skipta um forystu flokksins á þessum tímapunkti. Það eru hlutir sem mér finnst kannski eiga frekar heima þegar menn eru að fara inn í kosningar og menn segja: „Heyrðu, nú vil ég leiða flokkinn í kosningum og ganga til samtals við kjósendur,“ sagði Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Segja Guðlaug Þór velta því fyrir sér að sækjast eftir formannsembættinu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veltir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. 26. október 2022 06:45 Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. 4. ágúst 2022 13:51 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Þetta sagði Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður um mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Guðlaugur, sem gegnir embætti umhverfis-,orku-, og loftslagsmálaráðherra í ríkisstjórninni væri að íhuga framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður um forystu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 4. til 6. nóvember næstkomandi. Bjarni sækist þar eftir endurkjöri. Hann var spurður út í mögulegt mótframboð Guðlaugs Þórs í Bítinu í morgun. „Hann hefur nú ekkert gefið það út enn þá,“ svaraði Bjarni. Hann er að skoða það? „Jájá, ég sé fréttir. Það er reyndar þannig hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum að það geta allir verið í framboði. Það eru eiginlega allir í framboði sem að bara að lyfta upp hönd á fundunum,“ sagði Bjarni enn fremur sem bætti við að hann tæki því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera endurkjörinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði þó að það myndi koma sér á óvart ef ákveðið yrði að skipta um forystu flokksins þegar aðeins eitt ár er liðið af núverandi kjörtímabili. „Mér finnst hins vegar núna, við erum að hefja þetta kjörtímabil, það er eitt ár búið og það er mikið eftir. Það kæmi mér á óvart, ég verð nú að segja það bara alveg hreint út, ef að menn sæju ástæðu til þess að fara að skipta um forystu flokksins á þessum tímapunkti. Það eru hlutir sem mér finnst kannski eiga frekar heima þegar menn eru að fara inn í kosningar og menn segja: „Heyrðu, nú vil ég leiða flokkinn í kosningum og ganga til samtals við kjósendur,“ sagði Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Segja Guðlaug Þór velta því fyrir sér að sækjast eftir formannsembættinu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veltir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. 26. október 2022 06:45 Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. 4. ágúst 2022 13:51 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Segja Guðlaug Þór velta því fyrir sér að sækjast eftir formannsembættinu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veltir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. 26. október 2022 06:45
Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. 4. ágúst 2022 13:51
Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10