Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 11:57 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Vísir Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. Umhverfisstofnun hyggst leggja til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja. Fréttablaðið greindi frá áformunum í morgun en þar segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá stofnuninni að gjaldið yrði ekki landsbyggðarskattur heldur skattur á íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hægt væri að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald. Öryggismál Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss líst vægast sagt illa á hugmyndina. „Okkur líst bara afbragðs illa á þetta. Við nálgumst þetta nánast eins og hér sé um firru að ræða. Við högum okkar samfélagi þannig að hluti af samfélaginu býr utan borgarinnar og sækir þangað þjónustuna og á sama tíma er mikið af fólki í borginni sem er ýmist flutt út á heiðarnar í kringum Kópavog eða eitthvert annað og í þessu landi eru nagladekk öryggisatriði,“ sagði Elliði. „Það er fráleit hugmynd til þess að bæta loftgæði í Reykjavík að leggja öryggisskatt á okkur sem búum hér á svæðinu í kring og þurfum vinnu vegna eða annars að sækja þjónustu í borgina.“ Auka þurfi sátt milli höfuðborgar og landsbyggðar Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Alexöndru Briem formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar líst vel á tillöguna. Til þess að breytingin komist til framkvæmda þarf þó breytingu á umferðalögum. „Ég hef enga trú á því að þingmenn sem fara með skattlagningarvaldið taki þátt í þessum misráðna leik. Það vekur furðu mína að sjá það að borgarfulltrúar skuli taka undir þetta, að borgin skuli ætla að vera með einhverjar nagladekkjalöggur sem leita uppi bíla og skattleggja þá ef þeir eru með þessi sjálfsögðu öryggistæki,“ sagði Elliði. „Það er löngu kominn tími á að auka sáttina á milli höfuðborgarinnar og sérstaklega Kragans hér í kring en líka bara landsbyggðarinnar allrar. Við eigum öll þetta samfélag saman. Við höfum valið það að byggja þjónustuna okkar upp á höfuðborgarsvæðinu og við þurfum að auðvelda fólki að sækja þjónustuna og komast frá henni.“ Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Loftgæði Tengdar fréttir Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Umhverfisstofnun hyggst leggja til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja. Fréttablaðið greindi frá áformunum í morgun en þar segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá stofnuninni að gjaldið yrði ekki landsbyggðarskattur heldur skattur á íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hægt væri að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald. Öryggismál Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss líst vægast sagt illa á hugmyndina. „Okkur líst bara afbragðs illa á þetta. Við nálgumst þetta nánast eins og hér sé um firru að ræða. Við högum okkar samfélagi þannig að hluti af samfélaginu býr utan borgarinnar og sækir þangað þjónustuna og á sama tíma er mikið af fólki í borginni sem er ýmist flutt út á heiðarnar í kringum Kópavog eða eitthvert annað og í þessu landi eru nagladekk öryggisatriði,“ sagði Elliði. „Það er fráleit hugmynd til þess að bæta loftgæði í Reykjavík að leggja öryggisskatt á okkur sem búum hér á svæðinu í kring og þurfum vinnu vegna eða annars að sækja þjónustu í borgina.“ Auka þurfi sátt milli höfuðborgar og landsbyggðar Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Alexöndru Briem formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar líst vel á tillöguna. Til þess að breytingin komist til framkvæmda þarf þó breytingu á umferðalögum. „Ég hef enga trú á því að þingmenn sem fara með skattlagningarvaldið taki þátt í þessum misráðna leik. Það vekur furðu mína að sjá það að borgarfulltrúar skuli taka undir þetta, að borgin skuli ætla að vera með einhverjar nagladekkjalöggur sem leita uppi bíla og skattleggja þá ef þeir eru með þessi sjálfsögðu öryggistæki,“ sagði Elliði. „Það er löngu kominn tími á að auka sáttina á milli höfuðborgarinnar og sérstaklega Kragans hér í kring en líka bara landsbyggðarinnar allrar. Við eigum öll þetta samfélag saman. Við höfum valið það að byggja þjónustuna okkar upp á höfuðborgarsvæðinu og við þurfum að auðvelda fólki að sækja þjónustuna og komast frá henni.“
Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Loftgæði Tengdar fréttir Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“