Bjartsýnn á enn fleiri tækifæri með aðalliði FC Kaupmannahafnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 22:31 Orri Steinn Óskarsson í baráttunni við Alex Telles, bakvörð Sevilla. Jose Breton/Getty Images „Skemmtilegt að vita að maður fengi sénsinn í svona stórum leik,“ sagði hinn 18 ára gamli Orri Steinn Óskarsson um innkomu sína í leik FC Kaupmannahafnar og Sevilla í Meistaradeild Evrópu sem fram fór í Andalúsíu á þriðjudagskvöld. Orri Steinn varð þar með yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni. „Við vorum undir, krefjandi staða fyrir liðið og þurftum að sækja mark. Þá var gott að sjá að ég er einn af þeim sóknarmönnum sem hann [Jacob Neestrup, þjálfari liðsins] treystir á og heldur að geti breytt leiknum. Það var mjög góð tilfinning,“ bætti Orri Steinn við um innkomu sína. Því miður tapaði FC Kaupmannahöfn á endanum 3-0 þrátt fyrir að sína góða frammistöðu framan af leik. „Svo fékk maður fullt af skilaboðum frá nánustu og fólkinu úr heimabænum sem er stolt af mér. Það var gott að sjá. Maður kemur úr fjögur þúsund manna bæ á Íslandi þannig þetta er mjög stórt,“ sagði framherjinn en hann ólst upp á Seltjarnarnesi áður en hann flutti til Kaupmannahafnar árið 2020. „Það var mjög gaman að fá fyrsta Meistaradeildarleikinn á sama dag og pabbi átti afmæli. Hann var mjög glaður, góður dagur fyrir hann í gær. Hann hefur alveg verið verri, það er mjög létt yfir honum þessa dagana,“ sagði framherjinn jafnframt en faðir hans Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Óskar Hrafn fagnaði 49 ára afmæli sínu á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Eftir að Neestrup tók við stjórnartaumunum hjá aðalliði félagsins hefur Orri Steinn fengið enn fleiri tækifæri þar. Þeir þekkjast vel en Neestrup þjálfaði áður yngri lið FCK og hefur því séð hvers Orri Steinn er megnugur fyrir framan markið. „Ég er búinn að fá fullt af mínútum síðan Jacob tók við. Hann gerði það ljóst frá fyrsta degi að hann hefði mjög mikla trú á mér og vill ekki að ég sé leikmaður sem sé bara á bekknum. Ég fékk 120 mínútur í bikarnum sem var eiginlega bara fyrsti alvöru leikurinn minn í fullorðinsfótbolta. Hann hefur mikla trú á mér og ég sé fram á mörg tækifæri hjá honum.“ Þó Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson séu ekki mikið eldri en Orri Steinn þá horfir hann upp til þeirra enda báðir í stóru hlutverki hjá FCK. „Frábært að hafa þá sem tvo góða vini mína. Þeir hjálpa mér mikið utan vallar sem og innan. Ég get horft upp til þeirra og hvað þeir hafa gert síðasta árið, hvernig þeir haga sér inn á vellinum. Þeir eru með aðeins meiri reynslu en ég og maður getur lært mikið af þeim, það hjálpar að sjálfsögðu.“ Vonast til að liðið fari að snúa blaðinu við heima fyrir Meisturunum hefur ekki gengið sem skildi það sem af er leiktíð í Danmörku. Liðið hefur verið að glíma við gríðarleg meiðsli og leikmannahópurinn því í yngri kantinum þessa dagana. Sem stendur er liðið í 8. sæti, tíu stigum á eftir toppliði Nordsjælland þegar öll lið deildarinnar hafa leikið 14 leiki. „Þetta hefur svo sem verið smá sagan síðustu tíu leiki. Við höfum verið miklu betri aðilinn, nema kannski gegn Manchester City úti – það segir sig sjálft. Höfum átt helling af færum en síðan hefur þetta alltaf verið stöngin út. Við nýtum ekki færin okkar og hitt liðið refsar.“ „Við höfum nær alltaf verið með yfirhöndina í leiknum og verið að stjórna leikjunum, sérstaklega í deildinni en það er svo sem aðeins erfiðara í Meistaradeildinni. Þessi lið í Meistaradeildinni refsa náttúrulega mjög hart ef við byrjum sækja meira þannig það gefur aðra mynd en þetta virkilega er,“ sagði Orri Steinn að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Orri Steinn bjartsýnn á að fá enn fleiri tækifæri Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
„Við vorum undir, krefjandi staða fyrir liðið og þurftum að sækja mark. Þá var gott að sjá að ég er einn af þeim sóknarmönnum sem hann [Jacob Neestrup, þjálfari liðsins] treystir á og heldur að geti breytt leiknum. Það var mjög góð tilfinning,“ bætti Orri Steinn við um innkomu sína. Því miður tapaði FC Kaupmannahöfn á endanum 3-0 þrátt fyrir að sína góða frammistöðu framan af leik. „Svo fékk maður fullt af skilaboðum frá nánustu og fólkinu úr heimabænum sem er stolt af mér. Það var gott að sjá. Maður kemur úr fjögur þúsund manna bæ á Íslandi þannig þetta er mjög stórt,“ sagði framherjinn en hann ólst upp á Seltjarnarnesi áður en hann flutti til Kaupmannahafnar árið 2020. „Það var mjög gaman að fá fyrsta Meistaradeildarleikinn á sama dag og pabbi átti afmæli. Hann var mjög glaður, góður dagur fyrir hann í gær. Hann hefur alveg verið verri, það er mjög létt yfir honum þessa dagana,“ sagði framherjinn jafnframt en faðir hans Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Óskar Hrafn fagnaði 49 ára afmæli sínu á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Eftir að Neestrup tók við stjórnartaumunum hjá aðalliði félagsins hefur Orri Steinn fengið enn fleiri tækifæri þar. Þeir þekkjast vel en Neestrup þjálfaði áður yngri lið FCK og hefur því séð hvers Orri Steinn er megnugur fyrir framan markið. „Ég er búinn að fá fullt af mínútum síðan Jacob tók við. Hann gerði það ljóst frá fyrsta degi að hann hefði mjög mikla trú á mér og vill ekki að ég sé leikmaður sem sé bara á bekknum. Ég fékk 120 mínútur í bikarnum sem var eiginlega bara fyrsti alvöru leikurinn minn í fullorðinsfótbolta. Hann hefur mikla trú á mér og ég sé fram á mörg tækifæri hjá honum.“ Þó Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson séu ekki mikið eldri en Orri Steinn þá horfir hann upp til þeirra enda báðir í stóru hlutverki hjá FCK. „Frábært að hafa þá sem tvo góða vini mína. Þeir hjálpa mér mikið utan vallar sem og innan. Ég get horft upp til þeirra og hvað þeir hafa gert síðasta árið, hvernig þeir haga sér inn á vellinum. Þeir eru með aðeins meiri reynslu en ég og maður getur lært mikið af þeim, það hjálpar að sjálfsögðu.“ Vonast til að liðið fari að snúa blaðinu við heima fyrir Meisturunum hefur ekki gengið sem skildi það sem af er leiktíð í Danmörku. Liðið hefur verið að glíma við gríðarleg meiðsli og leikmannahópurinn því í yngri kantinum þessa dagana. Sem stendur er liðið í 8. sæti, tíu stigum á eftir toppliði Nordsjælland þegar öll lið deildarinnar hafa leikið 14 leiki. „Þetta hefur svo sem verið smá sagan síðustu tíu leiki. Við höfum verið miklu betri aðilinn, nema kannski gegn Manchester City úti – það segir sig sjálft. Höfum átt helling af færum en síðan hefur þetta alltaf verið stöngin út. Við nýtum ekki færin okkar og hitt liðið refsar.“ „Við höfum nær alltaf verið með yfirhöndina í leiknum og verið að stjórna leikjunum, sérstaklega í deildinni en það er svo sem aðeins erfiðara í Meistaradeildinni. Þessi lið í Meistaradeildinni refsa náttúrulega mjög hart ef við byrjum sækja meira þannig það gefur aðra mynd en þetta virkilega er,“ sagði Orri Steinn að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Orri Steinn bjartsýnn á að fá enn fleiri tækifæri
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira