Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2022 07:21 Tannréttingar barna eru nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, segir umboðsmaður. Getty Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. Þetta kemur fram í erindi umboðsmanns til heilbrigðisráðherra, þar sem ráðherra er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Þar segir að upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. Vísar umboðsmaður til einnar helstu grundvallarreglu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að öll börn eigi að fá notið þeirra réttinda sem sáttmálin kveður á um án mismununar af nokkru tagi, svo sem stöðu foreldra. Þá sé í 24. grein kveðið á um rétt barna til besta heilsufars sem hægt sé að tryggja. „Í heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 er það áréttað að aukinn jöfnuður innan heilbrigðiskerfisins sé liður í því að bæta aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu og er þar fjallað um ákveðin skref sem stigin hafa verið í þá átt, eins og aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannlækninga barna. Ljóst er að tímabært er að stíga næstu skref í þá átt með því að tryggja öllum börnum sem á þurfa að halda, meðferð tannréttingalækna,“ segir umboðsmaður. Hann segir að hafa beri í huga að auðveldara sé að rétta tennur og bit hjá börnum en fullorðnum en auk þess geti bit- eða tannskekkjur haft neikvæð áhrif á heilbrigði tanna, tannholds og kjálkaliða. Þá geti bitskekkja baldið talerfiðleikum, orsakað óeðlilegt slit á tönnum, valdið eyðingu á rótum tanna, haft áhrif á kjálkaliði sem getur valdið höfuðverkjum, auk þess sem tannskekkja getur leitt til erfiðleika við að halda tönnum hreinum. „Meðferð barna hjá tannréttingalæknum er samkvæmt því nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, sem getur komið í veg fyrir alvarlegar tannskemmdir og aðra heilsufarslega kvilla sem kalla á kostnaðarsamar og flóknar tannviðgerðir og tannréttingar á fullorðinsaldri.“ Erindi umboðsmanns. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mannréttindi Tannheilsa Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Þetta kemur fram í erindi umboðsmanns til heilbrigðisráðherra, þar sem ráðherra er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Þar segir að upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. Vísar umboðsmaður til einnar helstu grundvallarreglu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að öll börn eigi að fá notið þeirra réttinda sem sáttmálin kveður á um án mismununar af nokkru tagi, svo sem stöðu foreldra. Þá sé í 24. grein kveðið á um rétt barna til besta heilsufars sem hægt sé að tryggja. „Í heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 er það áréttað að aukinn jöfnuður innan heilbrigðiskerfisins sé liður í því að bæta aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu og er þar fjallað um ákveðin skref sem stigin hafa verið í þá átt, eins og aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannlækninga barna. Ljóst er að tímabært er að stíga næstu skref í þá átt með því að tryggja öllum börnum sem á þurfa að halda, meðferð tannréttingalækna,“ segir umboðsmaður. Hann segir að hafa beri í huga að auðveldara sé að rétta tennur og bit hjá börnum en fullorðnum en auk þess geti bit- eða tannskekkjur haft neikvæð áhrif á heilbrigði tanna, tannholds og kjálkaliða. Þá geti bitskekkja baldið talerfiðleikum, orsakað óeðlilegt slit á tönnum, valdið eyðingu á rótum tanna, haft áhrif á kjálkaliði sem getur valdið höfuðverkjum, auk þess sem tannskekkja getur leitt til erfiðleika við að halda tönnum hreinum. „Meðferð barna hjá tannréttingalæknum er samkvæmt því nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, sem getur komið í veg fyrir alvarlegar tannskemmdir og aðra heilsufarslega kvilla sem kalla á kostnaðarsamar og flóknar tannviðgerðir og tannréttingar á fullorðinsaldri.“ Erindi umboðsmanns.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mannréttindi Tannheilsa Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira