Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 08:58 Björk Guðmundsdóttir hefur sagt að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi hætt við. Samsett Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. Nokkuð var fjallað um samskipti þeirra þriggja eftir að Björk var í viðtali við breska blaðið The Guardian á dögunum. Þar sagði Björk að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún átti að hafa gert við Björk og Gretu um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. Sama dag og viðtalið birtist sagði Katrín að rétt sé að Björk hafi á sínum tíma hvatt hana til að lýsa yfir umræddu neyðarástandi. Það hafi verið tekið til skoðunar og rætt á ríkisstjórnarfundi. Ákveðið hafi hins vegar verið að fara aðra leið en þá sem Björk lagði til. Fyrir um mánuði síðan ræddi Björk málið aftur í þættinum Víðsjá á Rás 1. Þar sakaði hún Katrínu um að hafa verið óheiðarlega í samskiptum. Jóhann Páll vill vita meira um þau samskipti sem fóru á milli Bjarkar, Katrínar og Gretu. Hefur hann lagt fram fyrirspurn til Katrínar á Alþingi í þremur liðum. Þar vill hann í fyrsta lagi fá að vita hvernig ráðherra hafi svarað erindi Gretu um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum haustið 2019. Í öðru lagi vill hann svar um hvort ráðherra hafi gefið þeim fyrirheit um að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar ráðherra, ríkisstjórn eða Alþingi um slíkt neyðarástand. Þá vill hann einnig vita hvort að Katrín hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við að halda blaðamannafund þar sem þær höfðu ráðgert að hvetja til þess að lýst yrði yfir neyðarástandi. Fyrirspurnina má lesa hér. Björk Umhverfismál Utanríkismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Nokkuð var fjallað um samskipti þeirra þriggja eftir að Björk var í viðtali við breska blaðið The Guardian á dögunum. Þar sagði Björk að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún átti að hafa gert við Björk og Gretu um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. Sama dag og viðtalið birtist sagði Katrín að rétt sé að Björk hafi á sínum tíma hvatt hana til að lýsa yfir umræddu neyðarástandi. Það hafi verið tekið til skoðunar og rætt á ríkisstjórnarfundi. Ákveðið hafi hins vegar verið að fara aðra leið en þá sem Björk lagði til. Fyrir um mánuði síðan ræddi Björk málið aftur í þættinum Víðsjá á Rás 1. Þar sakaði hún Katrínu um að hafa verið óheiðarlega í samskiptum. Jóhann Páll vill vita meira um þau samskipti sem fóru á milli Bjarkar, Katrínar og Gretu. Hefur hann lagt fram fyrirspurn til Katrínar á Alþingi í þremur liðum. Þar vill hann í fyrsta lagi fá að vita hvernig ráðherra hafi svarað erindi Gretu um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum haustið 2019. Í öðru lagi vill hann svar um hvort ráðherra hafi gefið þeim fyrirheit um að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar ráðherra, ríkisstjórn eða Alþingi um slíkt neyðarástand. Þá vill hann einnig vita hvort að Katrín hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við að halda blaðamannafund þar sem þær höfðu ráðgert að hvetja til þess að lýst yrði yfir neyðarástandi. Fyrirspurnina má lesa hér.
Björk Umhverfismál Utanríkismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26