Stál í stál: Fáir að biðja um að allir borgi segir Bjarni um lífeyrissjóðina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2022 14:37 Bjarni sagðist gefa lítið fyrir það þótt markaðurinn eða Seðlabankinn hefðu gert ráð fyrir að bréf ÍL-sjóðs væru í sjálfsskuldaraábyrgð. Vísir/Vilhelm Það kemur ekki til greina að lífeyrissjóðirnir slái af kröfum sínum á ÍL-sjóð, segir framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða. Á sama tíma segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lífeyrissjóðina ekki munu komast upp með það að stilla ríkissjóði upp við vegg. Eins og greint hefur verið frá síðustu daga vill Bjarni ganga til samninga við lífeyrissjóðina og aðra kröfuhafa ÍL-sjóðs, sem tók við öllum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs þegar hann var lagður niður árið 2009, utan útlánum vegna félagslegs húsnæðis. Ef samningar nást ekki vill fjármálaráðherra slíta sjóðnum með lagasetningu og gera upp ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða, sagði í viðtali við Markaðinn á Hringbraut í gær að það væri mjög alvarlegt að varpa því fram sem möguleika að Alþingi setti lög til að grípa inn í bindandi samninga. „Þetta veikir traust almennings og allra á því að semja við ríkið. Er hægt að breyta bara reglunum ef ríkið gerir óhagkvæman samning?“ spurði Þórey. Hún sagði að eftir útspil ráðherra yrðu lífeyrissjóðirnir framvegis tortryggnari en áður gagnvart kaupum á ríkistryggðum skuldabréfum. Þórey segir ríkisábyrgðina á skuldabréfum ÍL-sjóðs í raun hafa gert það að verkum að þau hefðu ígildi ríkisskuldabréfa. Því hefði markaðurinn brugðist harkalega við fregnum af áformum fjármálaráðherra. „Það sýnir hvaða orðsporsáhættu þetta hefur í för með sér fyrir íslenska ríkið. Þarna virðist vera pólitísk áhætta sem þarf að fara að taka inn í við mat á viðskiptum við ríkið. Það að leikreglunum sé breytt í miðjum leik,“ segir hún. Þórey segist draga verulega í efa að Bjarni hefði gengið fram með sama hætti ef kröfuhafar ÍL-sjóðs væru erlendir aðilar. „Mér er bara alveg sama sko“ Í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins í gær sagði Bjarni að miðað við gefnar forsendur myndi það kosta ríkissjóð 200 milljarða að „fóðra sjóðinn“ úr ríkissjóði út líftíma skuldabréfanna. „Það er ekki í samræmi við hina einföldu ábyrgð sem ríkissjóður er í fyrir þessum skuldum.“ Hann sagði að þá gætu bréfið alveg eins legið hjá ríkissjóði; ef hann væri í sjálfskuldarábyrgð á bréfunum. Ábyrgðir Á vef stjórnarráðsins má finna skilgreiningu á einfaldri ábyrgð annars vegar og sjálfskuldaraábyrgð hins vegar. Þar segir: „Í einfaldri ábyrgð felst að ekki er unnt að ganga að ábyrgðarmanni fyrr en fullreynt hefur verið að ekki fáist greiðsla hjá aðalskuldara. Í slíkum tilvikum verður kröfuhafi því að sanna að hann hafi reynt til fulls að innheimta kröfuna hjá aðalskuldara en hann hafi ekki getað greitt.“ „Í sjálfskuldarábyrgð felst hins vegar að unnt er að ganga að ábyrgðarmanni þá þegar að aðalskuldari hefur vanefnt kröfuna, án tillits til þess hvort kröfuhafi hafi reynt frekar að fá kröfuna greidda hjá aðalskuldara.“ Og: „Það er meginregla í kröfurétti að ábyrgð teljist einföld ábyrgð nema annað sé sérstaklega tekið fram. Sjálfskuldarábyrgð er þó algengasta ábyrgðarformið. Ekki þarf að koma fram berum orðum að ábyrgðarmaður takist á hendur sjálfskuldarábyrgð en þá verður að vera ótvírætt að unnt sé að ganga að ábyrgðarmanni þá þegar við vanefnd aðalskuldara.“ Bjarni sagði að í því áliti sem hefði verið unnið fyrir fjármálaráðuneytið segði að það kæmi til greina að knýja fram uppgjör á sjóðnum en uppgjör væru „fullar efndir með gjaldfellingu“. „Mér er bara alveg sama sko. Við tökum bara þá umræðu,“ sagði Bjarni þegar þáttastjórnendur sögðu lögfræðiálit í vinnslu sem gengju þvert á það álit sem fjármálaráðuneytið byggði málflutning sinn á; það er að segja að ríkissjóður væri í einfaldri ábyrgð en ekki sjálfskuldaraábyrgð. „Þér er væntanlega ekki sama ef niðurstaðan verður ríkinu í óhag í þeim efnum?“ var ráðherra þá spurður. Bjarni sagði þá að versta staðan fyrir ríkissjóð væri að gera ekki neitt. „Og það sem kröfuhafarnir vilja hér er að gera ekki neitt,“ sagði hann. „Þeir vilja fá sjálfskuldaraábyrgð ríkissjóðs í þessu máli, eða jafngildi sjálfsskuldaraábyrgðar og ég er bara að segja: Það eru nýjar kröfur, þær standa ekki á pappírunum, þær voru ekki í forsendunum. Lögin og skilmálarnir eru skýrir; þetta er einföld ábyrgð ríkissjóðs.“ Bjarni sagði að þegar hann talaði um að gera ekki neitt, meinti hann að „láta sjóðnum blæða út“. Hann sakaði kröfuhafana, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðirnir, vilja „demba“ vandanum á ríkissjóð. „Ég er bara ekki til í það,“ sagði Bjarni. „Mér finnst það ekki verjandi. Það er í eðli sínu að fáir séu að biðja um að allir borgi fyrir þá“. Efnahagsmál Lífeyrissjóðir ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá síðustu daga vill Bjarni ganga til samninga við lífeyrissjóðina og aðra kröfuhafa ÍL-sjóðs, sem tók við öllum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs þegar hann var lagður niður árið 2009, utan útlánum vegna félagslegs húsnæðis. Ef samningar nást ekki vill fjármálaráðherra slíta sjóðnum með lagasetningu og gera upp ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða, sagði í viðtali við Markaðinn á Hringbraut í gær að það væri mjög alvarlegt að varpa því fram sem möguleika að Alþingi setti lög til að grípa inn í bindandi samninga. „Þetta veikir traust almennings og allra á því að semja við ríkið. Er hægt að breyta bara reglunum ef ríkið gerir óhagkvæman samning?“ spurði Þórey. Hún sagði að eftir útspil ráðherra yrðu lífeyrissjóðirnir framvegis tortryggnari en áður gagnvart kaupum á ríkistryggðum skuldabréfum. Þórey segir ríkisábyrgðina á skuldabréfum ÍL-sjóðs í raun hafa gert það að verkum að þau hefðu ígildi ríkisskuldabréfa. Því hefði markaðurinn brugðist harkalega við fregnum af áformum fjármálaráðherra. „Það sýnir hvaða orðsporsáhættu þetta hefur í för með sér fyrir íslenska ríkið. Þarna virðist vera pólitísk áhætta sem þarf að fara að taka inn í við mat á viðskiptum við ríkið. Það að leikreglunum sé breytt í miðjum leik,“ segir hún. Þórey segist draga verulega í efa að Bjarni hefði gengið fram með sama hætti ef kröfuhafar ÍL-sjóðs væru erlendir aðilar. „Mér er bara alveg sama sko“ Í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins í gær sagði Bjarni að miðað við gefnar forsendur myndi það kosta ríkissjóð 200 milljarða að „fóðra sjóðinn“ úr ríkissjóði út líftíma skuldabréfanna. „Það er ekki í samræmi við hina einföldu ábyrgð sem ríkissjóður er í fyrir þessum skuldum.“ Hann sagði að þá gætu bréfið alveg eins legið hjá ríkissjóði; ef hann væri í sjálfskuldarábyrgð á bréfunum. Ábyrgðir Á vef stjórnarráðsins má finna skilgreiningu á einfaldri ábyrgð annars vegar og sjálfskuldaraábyrgð hins vegar. Þar segir: „Í einfaldri ábyrgð felst að ekki er unnt að ganga að ábyrgðarmanni fyrr en fullreynt hefur verið að ekki fáist greiðsla hjá aðalskuldara. Í slíkum tilvikum verður kröfuhafi því að sanna að hann hafi reynt til fulls að innheimta kröfuna hjá aðalskuldara en hann hafi ekki getað greitt.“ „Í sjálfskuldarábyrgð felst hins vegar að unnt er að ganga að ábyrgðarmanni þá þegar að aðalskuldari hefur vanefnt kröfuna, án tillits til þess hvort kröfuhafi hafi reynt frekar að fá kröfuna greidda hjá aðalskuldara.“ Og: „Það er meginregla í kröfurétti að ábyrgð teljist einföld ábyrgð nema annað sé sérstaklega tekið fram. Sjálfskuldarábyrgð er þó algengasta ábyrgðarformið. Ekki þarf að koma fram berum orðum að ábyrgðarmaður takist á hendur sjálfskuldarábyrgð en þá verður að vera ótvírætt að unnt sé að ganga að ábyrgðarmanni þá þegar við vanefnd aðalskuldara.“ Bjarni sagði að í því áliti sem hefði verið unnið fyrir fjármálaráðuneytið segði að það kæmi til greina að knýja fram uppgjör á sjóðnum en uppgjör væru „fullar efndir með gjaldfellingu“. „Mér er bara alveg sama sko. Við tökum bara þá umræðu,“ sagði Bjarni þegar þáttastjórnendur sögðu lögfræðiálit í vinnslu sem gengju þvert á það álit sem fjármálaráðuneytið byggði málflutning sinn á; það er að segja að ríkissjóður væri í einfaldri ábyrgð en ekki sjálfskuldaraábyrgð. „Þér er væntanlega ekki sama ef niðurstaðan verður ríkinu í óhag í þeim efnum?“ var ráðherra þá spurður. Bjarni sagði þá að versta staðan fyrir ríkissjóð væri að gera ekki neitt. „Og það sem kröfuhafarnir vilja hér er að gera ekki neitt,“ sagði hann. „Þeir vilja fá sjálfskuldaraábyrgð ríkissjóðs í þessu máli, eða jafngildi sjálfsskuldaraábyrgðar og ég er bara að segja: Það eru nýjar kröfur, þær standa ekki á pappírunum, þær voru ekki í forsendunum. Lögin og skilmálarnir eru skýrir; þetta er einföld ábyrgð ríkissjóðs.“ Bjarni sagði að þegar hann talaði um að gera ekki neitt, meinti hann að „láta sjóðnum blæða út“. Hann sakaði kröfuhafana, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðirnir, vilja „demba“ vandanum á ríkissjóð. „Ég er bara ekki til í það,“ sagði Bjarni. „Mér finnst það ekki verjandi. Það er í eðli sínu að fáir séu að biðja um að allir borgi fyrir þá“.
Ábyrgðir Á vef stjórnarráðsins má finna skilgreiningu á einfaldri ábyrgð annars vegar og sjálfskuldaraábyrgð hins vegar. Þar segir: „Í einfaldri ábyrgð felst að ekki er unnt að ganga að ábyrgðarmanni fyrr en fullreynt hefur verið að ekki fáist greiðsla hjá aðalskuldara. Í slíkum tilvikum verður kröfuhafi því að sanna að hann hafi reynt til fulls að innheimta kröfuna hjá aðalskuldara en hann hafi ekki getað greitt.“ „Í sjálfskuldarábyrgð felst hins vegar að unnt er að ganga að ábyrgðarmanni þá þegar að aðalskuldari hefur vanefnt kröfuna, án tillits til þess hvort kröfuhafi hafi reynt frekar að fá kröfuna greidda hjá aðalskuldara.“ Og: „Það er meginregla í kröfurétti að ábyrgð teljist einföld ábyrgð nema annað sé sérstaklega tekið fram. Sjálfskuldarábyrgð er þó algengasta ábyrgðarformið. Ekki þarf að koma fram berum orðum að ábyrgðarmaður takist á hendur sjálfskuldarábyrgð en þá verður að vera ótvírætt að unnt sé að ganga að ábyrgðarmanni þá þegar við vanefnd aðalskuldara.“
Efnahagsmál Lífeyrissjóðir ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira