Býst ekki við því að fá boð á Met Gala vegna ummæla um Kim Kardashian Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. október 2022 15:31 Leikkonan Lili Reinhart gagnrýndi þær aðferðir sem Kim Kardashian notaðist við til þess eins að passa í kjól. Getty/Sean Zanni/Patrick McMullan Leikkonan Lili Reinhart á ekki von á því að henni verði boðið á Met Gala tískuviðburðinn á næsta ári. Ástæðan eru ummæli sem hún lét falla um stórstjörnuna Kim Kardashian eftir viðburðinn í maí. Lili sló í gegn í unglingaþáttunum Riverdale sem hófu göngu sína á Netflix árið 2017. Síðan þá hefur hún verið ein af þeim stórstjörnum sem fá boð á Met Gala, einn stærsta tískuviðburð í heimi, sem haldinn er í maí á ári hverju. Lili telur þó að hún hafi nú farið á sitt síðasta Met Gala. „Þetta var gaman. En eftir að hafa mætt á viðburðinn á þessu ári, held ég að mér verði ekki boðið aftur. Ég lét ákveðin orð falla um ákveðna manneskju í ákveðnum kjól,“ sagði Lili í viðtali við W Magazine og á hún þar við Kim Kardashian. Kim sagði frá því að hún hafi misst rúmlega 7 kíló á þremur vikum fyrir Met Gala viðburðinn í vor, til þess að passa í hinn goðsagnakenndakjól sem Marilyn Monroe klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy árið 1962. „Fáfræðin er viðbjóðsleg“ „Ég fór í svitagalla tvisvar á dag, fór á hlaupabrettið, tók alveg út allan sykur og öll kolvetni og borðaði bara alveg hreint grænmeti og prótein,“ sagði Kim um það hvernig hún fór að því að missa öll þessi kíló á svona stuttum tíma. Riverdale stjörnunni blöskraði þessar aðferðir Kim og ræddi málið við fylgjendur sína á Instagram, án þess þó að nefna Kim á nafn. „Að viðurkenna það opinberlega að þú hafir svelt þig í þágu Met Gala, þegar þú ert fullmeðvituð um að milljónir ungra manna og kvenna líta upp til þín og taka mark á hverju einasta orði sem þú segir. Fáfræðin er viðbjóðsleg,“ sagði Lili á Instagram. Sér ekki eftir einu orði Þrátt fyrir að þessi ummæli gætu orðið til þess að Lili fái aldrei aftur boð á einn stærsta tískuviðburð í heimi, segist hún ekki sjá eftir neinu. „Ég hef alltaf viljað standa fyrir einhverju. Þó svo að ég fíli það ekki að ein athugasemd frá mér verði að sautján greinum í People tímaritinu, þá ofhugsa ég aldrei það sem ég pósta. Ef það er 100% í samræmi við það hvernig mér líður, þá myndi ég segja hlutina sama hvort ég væri með 100 fylgjendur eða 100 milljón fylgjendur.“ Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Sjá meira
Lili sló í gegn í unglingaþáttunum Riverdale sem hófu göngu sína á Netflix árið 2017. Síðan þá hefur hún verið ein af þeim stórstjörnum sem fá boð á Met Gala, einn stærsta tískuviðburð í heimi, sem haldinn er í maí á ári hverju. Lili telur þó að hún hafi nú farið á sitt síðasta Met Gala. „Þetta var gaman. En eftir að hafa mætt á viðburðinn á þessu ári, held ég að mér verði ekki boðið aftur. Ég lét ákveðin orð falla um ákveðna manneskju í ákveðnum kjól,“ sagði Lili í viðtali við W Magazine og á hún þar við Kim Kardashian. Kim sagði frá því að hún hafi misst rúmlega 7 kíló á þremur vikum fyrir Met Gala viðburðinn í vor, til þess að passa í hinn goðsagnakenndakjól sem Marilyn Monroe klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy árið 1962. „Fáfræðin er viðbjóðsleg“ „Ég fór í svitagalla tvisvar á dag, fór á hlaupabrettið, tók alveg út allan sykur og öll kolvetni og borðaði bara alveg hreint grænmeti og prótein,“ sagði Kim um það hvernig hún fór að því að missa öll þessi kíló á svona stuttum tíma. Riverdale stjörnunni blöskraði þessar aðferðir Kim og ræddi málið við fylgjendur sína á Instagram, án þess þó að nefna Kim á nafn. „Að viðurkenna það opinberlega að þú hafir svelt þig í þágu Met Gala, þegar þú ert fullmeðvituð um að milljónir ungra manna og kvenna líta upp til þín og taka mark á hverju einasta orði sem þú segir. Fáfræðin er viðbjóðsleg,“ sagði Lili á Instagram. Sér ekki eftir einu orði Þrátt fyrir að þessi ummæli gætu orðið til þess að Lili fái aldrei aftur boð á einn stærsta tískuviðburð í heimi, segist hún ekki sjá eftir neinu. „Ég hef alltaf viljað standa fyrir einhverju. Þó svo að ég fíli það ekki að ein athugasemd frá mér verði að sautján greinum í People tímaritinu, þá ofhugsa ég aldrei það sem ég pósta. Ef það er 100% í samræmi við það hvernig mér líður, þá myndi ég segja hlutina sama hvort ég væri með 100 fylgjendur eða 100 milljón fylgjendur.“
Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Leikjavísir Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Sjá meira
„Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31
Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04