Guðlaugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 27. október 2022 11:13 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, fylgist með í bakgrunni. Vísir/Arnar Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni. Miklir orðrómar eru nú á kreiki um að Guðlaugur Þór, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, ætli að skora Bjarna á hólm á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í næstu viku. Guðlaugur Þór hefur sagt að hann hafi ekki enn tekið ákvörðun um framboð. Í viðtali við Vísi í morgun harmaði Guðlaugur Þór núverandi stöðu Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut tæpan fjórðung atkvæða á landsvísu í Alþingiskosningum fyrir ári en var lengi vel með allt frá þrjátíu til fjörutíu prósent í kosningum á seinni hluta síðustu aldar. Eftir fjármálahrunið 2008 og undir forystu Bjarna hefur flokkurinn aldrei fengið meira en 29 prósent atkvæða í þingkosningum. „Við getum ekki sætt okkur við að að vera rúmlega tuttugu prósenta flokkur og jafnvel sjá eitthvað ívið verra í skoðanakönnunum. Það er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ég gekk í. Það hefur ekkert breyst að sú hugmyndafræði sem við stöndum fyrir er best. Það er ekkert að henni. Við þurfum að líta til þess hvernig við getum náð betri árangri,“ sagði Guðlaugur Þór. Flokkurinn sterkastur í kjördæmi formannsins Bjarni sagði að það væri ekkert nema eðlilegt og sjálfsagt ef aðrir vildu láta reyna á stuðning á landsfundinum. Sjálfur hefði hann aldrei gengið að því sem sjálfsögðum hlut að leiða stærsta stjórnmálaflokk landsins. Hvað þróun fylgis Sjálfstæðisflokksins varðaði sagði Bjarni að ekkert væri lengur eins og það var og ekki væri hægt að snúa klukkunni við. „Síðan finnst mér líka að hver þurfi að líta sér nær og spyrja sig, til dæmis oddvitinn í Reykjavík í þessu tilviki: hvernig hefur mér gengið að afla flokknum fylgis í borginni, í mínu kjördæmi? Ég get svo sem sagt fyrir mitt leyti að fylgi við flokkinn hefur verið ágætt þar sem ég hef verið að leiða. Svo getur bara hver svarað fyrir sig,“ sagði Bjarni. Í þingkosningunum í september 2021 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 20,9 prósent atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi norður, kjördæmi Guðlaugs Þórs. Flokkurinn fékk 22,9 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, kjördæmi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Niðurstaðan varð 30,2 prósent fylgi í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formannsins. Suðvesturkjördæmi var jafnframt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. „Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra sjálfstæðismanna. Það getur aldrei verið verkefni eins manns að hefja fylgi flokksins upp í hæstu hæðir aftur. Það er hins vegar metnaðarmál okkar allra,“ sagði Bjarni. Vill gefa Jóni frið til að sinna verkefnum sínum Spurður út í nýleg ummæli sín um að ekki væri víst að Jón Gunnarsson léti af embætti sem dómsmálaráðherra á miðju kjörtímabilinu og Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eins og lagt var upp með við myndun ríkisstjórnarinnar gaf Bjarni ekki afdráttarlaust svar um hvort að það stæði enn til. Hann hafi talið að nóg væri komið af umræðu um að Jón væri að hætta sem ráðherra. „Hann er hérna í miðjum straumnum, hann er með stór mál á dagskrá. Mér finnst sjálfsagt að hann fái nú bara frið til að sinna sínum verkefnum. Hann hefur staðið sig afar vel. Mér finnst að það eigi ekki að vera í forgrunni umræðunnar um þau mál sem sem hann er að sinna að nú fari að líða að lokum hans ráðherratíðar,“ sagði Bjarni. Hins vegar hafi ekkert breyst um fyrirætlanir hans að Guðrún tæki að sér ráðherraembætti. „Við skulum bara leyfa því að eiga sér stað þegar að því kemur,“ sagði hann. Svaraði Bjarni því ekki beint hvort að til stæði þá að fjölga ráðherrastólum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni eða hvort að Jón léti af embætti. „Það geta komið alls konar hlutir upp á. Hver veit hvort ég verði í ríkisstjórn þegar að því kemur. Er þetta ekki bara raunsæi að gera sér grein fyrir því að það getur margt gerst í pólitík,“ sagði formaðurinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Miklir orðrómar eru nú á kreiki um að Guðlaugur Þór, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, ætli að skora Bjarna á hólm á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í næstu viku. Guðlaugur Þór hefur sagt að hann hafi ekki enn tekið ákvörðun um framboð. Í viðtali við Vísi í morgun harmaði Guðlaugur Þór núverandi stöðu Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut tæpan fjórðung atkvæða á landsvísu í Alþingiskosningum fyrir ári en var lengi vel með allt frá þrjátíu til fjörutíu prósent í kosningum á seinni hluta síðustu aldar. Eftir fjármálahrunið 2008 og undir forystu Bjarna hefur flokkurinn aldrei fengið meira en 29 prósent atkvæða í þingkosningum. „Við getum ekki sætt okkur við að að vera rúmlega tuttugu prósenta flokkur og jafnvel sjá eitthvað ívið verra í skoðanakönnunum. Það er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ég gekk í. Það hefur ekkert breyst að sú hugmyndafræði sem við stöndum fyrir er best. Það er ekkert að henni. Við þurfum að líta til þess hvernig við getum náð betri árangri,“ sagði Guðlaugur Þór. Flokkurinn sterkastur í kjördæmi formannsins Bjarni sagði að það væri ekkert nema eðlilegt og sjálfsagt ef aðrir vildu láta reyna á stuðning á landsfundinum. Sjálfur hefði hann aldrei gengið að því sem sjálfsögðum hlut að leiða stærsta stjórnmálaflokk landsins. Hvað þróun fylgis Sjálfstæðisflokksins varðaði sagði Bjarni að ekkert væri lengur eins og það var og ekki væri hægt að snúa klukkunni við. „Síðan finnst mér líka að hver þurfi að líta sér nær og spyrja sig, til dæmis oddvitinn í Reykjavík í þessu tilviki: hvernig hefur mér gengið að afla flokknum fylgis í borginni, í mínu kjördæmi? Ég get svo sem sagt fyrir mitt leyti að fylgi við flokkinn hefur verið ágætt þar sem ég hef verið að leiða. Svo getur bara hver svarað fyrir sig,“ sagði Bjarni. Í þingkosningunum í september 2021 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 20,9 prósent atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi norður, kjördæmi Guðlaugs Þórs. Flokkurinn fékk 22,9 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, kjördæmi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Niðurstaðan varð 30,2 prósent fylgi í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formannsins. Suðvesturkjördæmi var jafnframt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. „Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra sjálfstæðismanna. Það getur aldrei verið verkefni eins manns að hefja fylgi flokksins upp í hæstu hæðir aftur. Það er hins vegar metnaðarmál okkar allra,“ sagði Bjarni. Vill gefa Jóni frið til að sinna verkefnum sínum Spurður út í nýleg ummæli sín um að ekki væri víst að Jón Gunnarsson léti af embætti sem dómsmálaráðherra á miðju kjörtímabilinu og Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eins og lagt var upp með við myndun ríkisstjórnarinnar gaf Bjarni ekki afdráttarlaust svar um hvort að það stæði enn til. Hann hafi talið að nóg væri komið af umræðu um að Jón væri að hætta sem ráðherra. „Hann er hérna í miðjum straumnum, hann er með stór mál á dagskrá. Mér finnst sjálfsagt að hann fái nú bara frið til að sinna sínum verkefnum. Hann hefur staðið sig afar vel. Mér finnst að það eigi ekki að vera í forgrunni umræðunnar um þau mál sem sem hann er að sinna að nú fari að líða að lokum hans ráðherratíðar,“ sagði Bjarni. Hins vegar hafi ekkert breyst um fyrirætlanir hans að Guðrún tæki að sér ráðherraembætti. „Við skulum bara leyfa því að eiga sér stað þegar að því kemur,“ sagði hann. Svaraði Bjarni því ekki beint hvort að til stæði þá að fjölga ráðherrastólum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni eða hvort að Jón léti af embætti. „Það geta komið alls konar hlutir upp á. Hver veit hvort ég verði í ríkisstjórn þegar að því kemur. Er þetta ekki bara raunsæi að gera sér grein fyrir því að það getur margt gerst í pólitík,“ sagði formaðurinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira