Menning

Kópa­vogur verður ekki Menningar­borg Evrópu 2028

Atli Ísleifsson skrifar
Orri Hlöðversson er formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar.
Orri Hlöðversson er formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar. Vísir/Vilhelm

Ljóst er að Kópavogur verður ekki Menningarborg Evrópu árið 2028. Þetta varð ljóst í morgun þegar bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti með fimm atkvæðum að „ekki [væri] tímabært að taka þátt í verkefninu Menningarborg Evrópu að þessu sinni“.

Frá þessu segir í fundargerð bæjarráðs frá í morgun. Þar segir í bókun meirihlutans að verkefnið væri áhugavert en umfangsmikið og flókið, bæði efnislega og fjárhagslega. „Slík ákvörðun þarf mikinn og ígrundaðan undirbúning sem ekki var unnt að viðhafa að þessu sinni.“

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar kom saman til aukafundar á mánudaginn þar sem var bókað að umsókn í forval þess efnis að Kópavogur verði ein af Menningarborgum Evrópu árið 2028 væri spennandi verkefni. 

Mælti ráðið með að haldið yrði áfram með umsóknina þar sem hún væri þegar langt komin. Vinnan myndi nýtast bæjarfélaginu hvort sem af yrði eða ekki. Bæjarráð hefur hins vegar nú lokað á bærinn taki þátt í forvalinu.

Það var Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ, sem sendi beiðni í haust til bæjarráðs Kópavogsbæjar um að bærinn myndi sækja formlega um nafnbótina Menningarborg Evrópu 2028 til framkvæmdastjórnar ESB.


Tengdar fréttir

„Ó­líðandi og á­mælis­vert“ að vera snið­gengin

Fulltrúar lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar telja sig hafa verið sniðgengna í umræðu um umsókn bæjarins um að vera útnefnd ein af menningarborgum Evrópu árið 2028. Menningar- og viðskiptaráðuneytið lét engan vita af möguleikanum í tæpa átta mánuði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×