Vogum á Vatnsleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 18:21 Persóna Jodie Foster þarf að vara sig á elgum og vísundum. Getty/Aðsend Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. Að sögn Gunnars Axels Axelssonar, bæjarstjóra Voga, kom fjölmennt tökulið í bæinn á dögunum, um það bil tvö til fjögur hundruð manns. Þess má geta að íbúar Voga eru aðeins 1400 og því er ljóst að fjöldi viðstaddra jókst mikið. Gunnar Axel segir að umfang verkefnisins hafi verið ótrúlega mikið en það hafi gengið mjög vel. „Þetta tók ótrúlega fljótt af. Þeir komu hérna í skjóli nætur að setja upp og tökur stóðu yfir í allan gærdag og síðan er upptökuteymið farið af svæðinu,“ segir hann í samtali við Vísi Græja þurfti bílnúmer að amerískum sið.Vísir/Vilhelm Hann segir íbúa Voga hafa sýnt tökuliðinu nauðsynlega tillitssemi. Tilkynnt var um tökurnar á vef sveitarfélagsins í gær og þeir beðnir um að sýna sérstaka aðgát og tillitssemi á meðan tökum stóð. Jodie Foster frægasti gestur Voga Hann segist ekki vita til þess að önnur stór kvikmyndatökuverkefni hafi farið fram í Vogum á Vatnsleysuströnd. Tökur á True Detective eru stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar en umfang þeirra verður um tíu milljarðar króna. Þá segir Gunnar Axel að sennilega hafi aldrei komið frægari gestur í Voga en stjarna nýjustu seríu True detective, óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster. Varað við elgum og ljósastaurum breytt Meðal þess sem gera þurfti í undirbúningi fyrir tökurnar var að breyta ásýnd Voga og láta þá líta út fyrir að vera bær í Alaska í Bandaríkjunum. Skipta þurfti út miklum fjölda skilta í bænum og við sveitabæi á Vatnsleysuströnd, þar sem þorri takanna fór fram. Skilti voru sett upp sem vara við dýralífi Alaska, elgum og hreindýrum, og umferðarskiltum var breytt. Skiltum í Vogum var snarað yfir á ensku.Vísir/Vilhelm Kvikmyndagerð á Íslandi Vogar Hollywood Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Bandaríkin Tökur á True Detective á Íslandi Tengdar fréttir Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Að sögn Gunnars Axels Axelssonar, bæjarstjóra Voga, kom fjölmennt tökulið í bæinn á dögunum, um það bil tvö til fjögur hundruð manns. Þess má geta að íbúar Voga eru aðeins 1400 og því er ljóst að fjöldi viðstaddra jókst mikið. Gunnar Axel segir að umfang verkefnisins hafi verið ótrúlega mikið en það hafi gengið mjög vel. „Þetta tók ótrúlega fljótt af. Þeir komu hérna í skjóli nætur að setja upp og tökur stóðu yfir í allan gærdag og síðan er upptökuteymið farið af svæðinu,“ segir hann í samtali við Vísi Græja þurfti bílnúmer að amerískum sið.Vísir/Vilhelm Hann segir íbúa Voga hafa sýnt tökuliðinu nauðsynlega tillitssemi. Tilkynnt var um tökurnar á vef sveitarfélagsins í gær og þeir beðnir um að sýna sérstaka aðgát og tillitssemi á meðan tökum stóð. Jodie Foster frægasti gestur Voga Hann segist ekki vita til þess að önnur stór kvikmyndatökuverkefni hafi farið fram í Vogum á Vatnsleysuströnd. Tökur á True Detective eru stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar en umfang þeirra verður um tíu milljarðar króna. Þá segir Gunnar Axel að sennilega hafi aldrei komið frægari gestur í Voga en stjarna nýjustu seríu True detective, óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster. Varað við elgum og ljósastaurum breytt Meðal þess sem gera þurfti í undirbúningi fyrir tökurnar var að breyta ásýnd Voga og láta þá líta út fyrir að vera bær í Alaska í Bandaríkjunum. Skipta þurfti út miklum fjölda skilta í bænum og við sveitabæi á Vatnsleysuströnd, þar sem þorri takanna fór fram. Skilti voru sett upp sem vara við dýralífi Alaska, elgum og hreindýrum, og umferðarskiltum var breytt. Skiltum í Vogum var snarað yfir á ensku.Vísir/Vilhelm
Kvikmyndagerð á Íslandi Vogar Hollywood Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Bandaríkin Tökur á True Detective á Íslandi Tengdar fréttir Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26