Marí er leikmaður Arsenal en að láni hjá Monza hjá Ítalíu í vetur. Þessi 29 ára gamli varnarmaður var í verslunarferð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, með konu sinni og syni sem sat í kerru, þegar 46 ára gamall maður réðist aftan að Marí og stakk hann með hnífi.
Marí var stunginn í bakið en er ekki lífshættulega slasaður. Hann mun þó gangast undir aðgerð samkvæmt Sky Sports til að fyrirbyggja varanleg meiðsli.
Adriano Galliani, framkvæmdastjóri Monza, segir það hafa bjargað lífi Marí hve hávaxinn hann sé.
„Í dag var ég heppinn en ég sá manneskju deyja fyrir framan mig,“ sagði Marí sem sá þegar árásarmaðurinn stakk aðra manneskju í hálsinn. Alls réðist maðurinn á sex manneskjur.
Our thoughts are with Pablo Mari and the other victims of today's dreadful incident in Italy.
— Arsenal (@Arsenal) October 27, 2022
We have been in contact with Pablo s agent who has told us he s in hospital and is not seriously hurt.
Arsenal sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld vegna málsins:
„Við erum öll í áfalli yfir sorgarfréttunum um hnífaárás á Ítalíu, sem varð til þess að hópur fólks endaði á sjúkrahúsi og þar á meðal miðvörðurinn okkar sem er að láni, Pablo Marí.
Við höfum rætt við umboðsmann Pablos sem sagði okkur að hann væri á sjúkrahúsi og ekki alvarlega meiddur. Hugur okkar er hjá Pablo og öðrum fórnarlömbum þessa sorglega atburðar.“