Tom Brady niðurlútur eftir enn eitt tapið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 11:01 Tom Brady gengur niðurlútur af velli eftir tapið á móti Baltimore Ravens í nótt. (AP/Jason Behnken Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu enn einum leiknum í NFL-deildinni í nótt þegar liðið átti ekki svör á móti Baltimore Ravens á heimavelli. Baltimore Ravens vann leikinn 27-22. Þetta var þriðja tap Buccaneers í röð og það fimmta í síðustu sex leikjum. Bucs komust í 10-3 en skoruðu síðan ekki aftur snertimark fyrr en 53 sekúndur voru eftir af leiknum og Ravens var þá komið 27-16 yfir. Brady hefur spilað í deildinni í 23 ár en liðið hans hefur aldrei verið búið að tapa svo mörgum leikjum eftir átta leiki. 3-5 er því söguleg staða á einstökum ferli kappans. 3-5 is the worst start of Tom Brady's career through 8 games. pic.twitter.com/jun5njDjMd— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 28, 2022 Bandaríski miðillinn ESPN segir frá því að Brady hafi starað dapur á gólfið í langan tíma í búningsklefanum eftir leik og svo lengi að nokkrir liðsfélagar hans voru farnir úr klefanum, þegar hann fór að huga að því að klæða sig úr keppnisbúningnum. „Ég veit að hann er harður við sjálfan sig. Við erum það allir. Við ætlum að reyna okkar besta til að laga leik liðsins því þetta er ekki skemmtilegt þessa stundina,“ sagði Tristan Wirfs, liðsfélagi Brady. Þegar gengur svona illa hjá Brady, bæði inn á vellinum sem og í hjónabandinu heima fyrir, þá eru margir búnir að spá því að hann klári ekki tímabilið. Brady passes Roethlisberger as the most sacked QB in NFL history. pic.twitter.com/uuoPyUi8Ez— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 28, 2022 „Ég vona að hann spili eins lengi og hann getur. Ég myndi elska að getað spilað með honum endalaust. Ég elska Tom. Ég vildi óska að hlutirnir gengu eins og í sögu hjá honum. Það er pirrandi þegar hlutirnir ganga ekki upp og þú ert ekki með svörin á reiðum höndum,“ sagði Wirfs. „Það er enginn að benda fingrinum á Tom Brady. Þetta er allt liðið. Þetta er liðsleikur og ekki bara einn leikmaður,“ sagði stjörnuútherjinn Mike Evans. „Það er ekki hægt að stroka út það sem hefur verið gangi undanfarnar átta vikur. Við verðum að grafa djúpt, finna út hvað við stöndum fyrir, mæta í vinnuna, reyna að bæta okkur og auka með því líkur okkar á sigri,“ sagði Tom Brady sjálfur. Lamar Jackson joins an ELITE group of QBs to never lose to Tom Brady pic.twitter.com/BbquhFuXDp— FanDuel Sportsbook (@FDSportsbook) October 28, 2022 NFL Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Baltimore Ravens vann leikinn 27-22. Þetta var þriðja tap Buccaneers í röð og það fimmta í síðustu sex leikjum. Bucs komust í 10-3 en skoruðu síðan ekki aftur snertimark fyrr en 53 sekúndur voru eftir af leiknum og Ravens var þá komið 27-16 yfir. Brady hefur spilað í deildinni í 23 ár en liðið hans hefur aldrei verið búið að tapa svo mörgum leikjum eftir átta leiki. 3-5 er því söguleg staða á einstökum ferli kappans. 3-5 is the worst start of Tom Brady's career through 8 games. pic.twitter.com/jun5njDjMd— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 28, 2022 Bandaríski miðillinn ESPN segir frá því að Brady hafi starað dapur á gólfið í langan tíma í búningsklefanum eftir leik og svo lengi að nokkrir liðsfélagar hans voru farnir úr klefanum, þegar hann fór að huga að því að klæða sig úr keppnisbúningnum. „Ég veit að hann er harður við sjálfan sig. Við erum það allir. Við ætlum að reyna okkar besta til að laga leik liðsins því þetta er ekki skemmtilegt þessa stundina,“ sagði Tristan Wirfs, liðsfélagi Brady. Þegar gengur svona illa hjá Brady, bæði inn á vellinum sem og í hjónabandinu heima fyrir, þá eru margir búnir að spá því að hann klári ekki tímabilið. Brady passes Roethlisberger as the most sacked QB in NFL history. pic.twitter.com/uuoPyUi8Ez— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 28, 2022 „Ég vona að hann spili eins lengi og hann getur. Ég myndi elska að getað spilað með honum endalaust. Ég elska Tom. Ég vildi óska að hlutirnir gengu eins og í sögu hjá honum. Það er pirrandi þegar hlutirnir ganga ekki upp og þú ert ekki með svörin á reiðum höndum,“ sagði Wirfs. „Það er enginn að benda fingrinum á Tom Brady. Þetta er allt liðið. Þetta er liðsleikur og ekki bara einn leikmaður,“ sagði stjörnuútherjinn Mike Evans. „Það er ekki hægt að stroka út það sem hefur verið gangi undanfarnar átta vikur. Við verðum að grafa djúpt, finna út hvað við stöndum fyrir, mæta í vinnuna, reyna að bæta okkur og auka með því líkur okkar á sigri,“ sagði Tom Brady sjálfur. Lamar Jackson joins an ELITE group of QBs to never lose to Tom Brady pic.twitter.com/BbquhFuXDp— FanDuel Sportsbook (@FDSportsbook) October 28, 2022
NFL Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira