Fótbolti

Stórstjarna skrifaði óumbeðin á treyju aðdáenda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paulo Dybala hefur skorað fimm mörk í átta leikjum með Roma í Seríu A á tímabilinu og tvö mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni.
Paulo Dybala hefur skorað fimm mörk í átta leikjum með Roma í Seríu A á tímabilinu og tvö mörk í þremur leikjum í Evrópudeildinni. Getty/Elianto

Argentínska knattsyrnustjarnan Paulo Dybala kom aðdáenda heldur betur á óvart þegar sá síðarnefndi var staddur í Colosseum hringleikahúsinu í Rómarborg.

Dybala er þessa dagana í kapphlaupi að ná sér góðum af meiðslum í tíma fyrir komandi heimsmeistaramót í Katar.

Dybala tognaði þegar hann skoraði úr víti í leik með Rómarliðnu 9. október síðastliðinn. Markið tryggði Roma 2-1 sigur en Dybala spilaði ekki sekúndu meira í leiknum og hefur ekki spilað síðan.

Það lá hins vegar mjög vel á Dybala þegar hann var staddur í Colosseum með kærustu sinni, tónlistarkonunni Oriönu Sabatini.

Dybala kom auga á aðdáenda sinn sem var líka kominn til að skoða þetta fornfræga og sögufræga hringleikahús en gerði það í Rómartreyju merktri Dybala.

Dybala gekk að viðkomandi og áritaði treyjuna óumbeðinn eins og sjá má hér fyrir ofan. Aðdáandinn var mjög ánægður með uppátækið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×