Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | KR-ingar halda fjórða sætinu þrátt fyrir tap Andri Már Eggertsson skrifar 29. október 2022 16:10 Stjörnumenn fagna marki Óskars Arnar fyrr í sumar en hann skoraði gegn sínum gömlu félögum í dag. Visir/ Diego Stjarnan vann góðan 0-2 sigur er liðið heimsótti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Lítið sem ekkert var undir í leiknum, en KR-ingar halda þó fjórða sætinu þrátt fyrir tap í dag. Það var mikið um blóm og verðlaunaafhendingar fyrir leik. Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar og Pétur Guðmundsson var valinn besti dómari Bestu deildarinnar 2022. Pálmi Rafn Pálmason lék sinn síðasta leik á ferlinum í síðustu umferð. Pálmi var í leikbanni í dag en fékk blómvönd fyrir leik. Þorsteinn Már Ragnarsson fékk einnig blóm fyrir leik en leikur dagsins var hans síðasti leikur á ferlinum. Það gerðist bókstaflega ekki neitt í fyrri hálfleik. Bestu færi heimamanna komu eftir spretti Atla Sigurjónssonar á hægri kantinum en ógnaði aldrei Haraldi Björnssyni í marki Stjörnunnar. Gestirnir breyttu um leikkerfi frá síðasta leik og beittu fleiri skyndisóknum. Ísak Andri var líflegasti maður Stjörnunnar en það komu engin dauðafæri í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var markalaus 0-0. Rúnar Kristinsson kveikti greinilega í sínum mönnum í hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik höfðu KR-ingar fengið tvö marktækifæri sem voru töluvert hættulegri heldur en bæði lið sköpuðu sér í fyrri hálfleik. Það dró svo sannarlega til tíðinda á 50. mínútu þegar Eggert Aron Guðmundsson kom Stjörnunni yfir. Ísak Andri renndi boltanum inn í teig á Eggert Aron sem lék á Finn Tómas og skoraði stöngin inn. Óskar Örn Hauksson bætti síðan við öðru marki Stjörnunnar átta mínútum seinna. Ísak Andri Sigurgeirsson átti frábæra sendingu þar sem hann kom boltanum yfir á hægri kantinn þar sem Óskar Örn tók við boltanum og þurfti bara að pikka honum framhjá Beiti. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan vann 0-2 sigur. Af hverju vann Stjarnan? Eftir jafntefli og tvö töp gegn KR ákvað Ágúst Gylfason að breyta út af vananum og beita skyndisóknum. Leikplan Stjörnunnar gekk fullkomlega upp þar sem bæði mörk Stjörnunnar komu eftir skyndisóknir. Hverjir stóðu upp úr? Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar fyrir leik og það hefur kveikt í honum þar sem hann var langbesti maður vallarins í dag. Ísak lagði upp bæði mörk Stjörnunnar og var síógnandi. Hvað gekk illa? Í seinni hálfleik voru KR-ingar sjálfum sér verstir fyrir framan markið. Kristinn Jónsson var ítrekað að koma boltanum fyrir markið en Sigurður Bjartur Hallsson fór ansi illa með nokkur dauðafæri. Aron Snær Friðriksson hafði verið í marki KR í síðustu þremur leikjum þar sem KR vann Val, Breiðablik og gerði jafntefli gegn Víkingi. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, setti hins vegar Beiti Ólafsson aftur í markið í dag og KR tapaði 0-2. Báðir tapleikir KR eftir tvískiptingu deildar komu með Beiti í markinu. Hvað gerist næst? Bestu deild-karla er lokið árið 2022. Nú fá leikmenn og þjálfarar kærkomið frí. Ágúst: Tímabilið fer í reynslubankann Ágúst Gylfason var brattur eftir leikVísir/Hulda Margrét Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigur í síðasta leik tímabilsins. „Við vorum þéttir og leikplanið gekk eftir. Í fyrri hálfleik fengum við góðar stöður en það vantaði ákefð til að klára færin. Í seinni hálfleik skoruðum við tvö góð mörk og náðum að halda hreinu sem gerist ekki oft á Meistaravöllum. Það var gaman að sjá Óskar Örn skora á sínum gamla heimavelli.“ „Ég var ánægður með framlagið og úrslitin. Það var gott að klára mótið með svona úrslitum og ná 5. sætinu. Ég vil einnig þakka Stöð 2 Sport fyrir frábæran þátt.“ Stjarnan endaði tímabilið í 5. sæti og Ágúst Gylfason talaði um að tímabilið hafi verið upp og niður en var ánægður með margt. „Þetta hefur verið upp og niður. Þetta tímabil fer í reynslubankann og við fengum eiginlega allt. Við fengum flottasta markið, flottasta leikinn, fengum skelli og unnum góða sigra sem fer allt í reynslubankann.“ Ágúst sagði að lokum að það verða einhverjar breytingar á leikmannahópi Stjörnunnar á næsta tímabili en hann verður áfram þjálfari. „Já ég verð áfram. Frá því ég og Jökull tókum við hafa verið breytingar þar sem við höfum selt og lánað menn sem mun halda áfram. Besta deild karla KR Stjarnan
Stjarnan vann góðan 0-2 sigur er liðið heimsótti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Lítið sem ekkert var undir í leiknum, en KR-ingar halda þó fjórða sætinu þrátt fyrir tap í dag. Það var mikið um blóm og verðlaunaafhendingar fyrir leik. Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar og Pétur Guðmundsson var valinn besti dómari Bestu deildarinnar 2022. Pálmi Rafn Pálmason lék sinn síðasta leik á ferlinum í síðustu umferð. Pálmi var í leikbanni í dag en fékk blómvönd fyrir leik. Þorsteinn Már Ragnarsson fékk einnig blóm fyrir leik en leikur dagsins var hans síðasti leikur á ferlinum. Það gerðist bókstaflega ekki neitt í fyrri hálfleik. Bestu færi heimamanna komu eftir spretti Atla Sigurjónssonar á hægri kantinum en ógnaði aldrei Haraldi Björnssyni í marki Stjörnunnar. Gestirnir breyttu um leikkerfi frá síðasta leik og beittu fleiri skyndisóknum. Ísak Andri var líflegasti maður Stjörnunnar en það komu engin dauðafæri í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var markalaus 0-0. Rúnar Kristinsson kveikti greinilega í sínum mönnum í hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik höfðu KR-ingar fengið tvö marktækifæri sem voru töluvert hættulegri heldur en bæði lið sköpuðu sér í fyrri hálfleik. Það dró svo sannarlega til tíðinda á 50. mínútu þegar Eggert Aron Guðmundsson kom Stjörnunni yfir. Ísak Andri renndi boltanum inn í teig á Eggert Aron sem lék á Finn Tómas og skoraði stöngin inn. Óskar Örn Hauksson bætti síðan við öðru marki Stjörnunnar átta mínútum seinna. Ísak Andri Sigurgeirsson átti frábæra sendingu þar sem hann kom boltanum yfir á hægri kantinn þar sem Óskar Örn tók við boltanum og þurfti bara að pikka honum framhjá Beiti. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan vann 0-2 sigur. Af hverju vann Stjarnan? Eftir jafntefli og tvö töp gegn KR ákvað Ágúst Gylfason að breyta út af vananum og beita skyndisóknum. Leikplan Stjörnunnar gekk fullkomlega upp þar sem bæði mörk Stjörnunnar komu eftir skyndisóknir. Hverjir stóðu upp úr? Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar fyrir leik og það hefur kveikt í honum þar sem hann var langbesti maður vallarins í dag. Ísak lagði upp bæði mörk Stjörnunnar og var síógnandi. Hvað gekk illa? Í seinni hálfleik voru KR-ingar sjálfum sér verstir fyrir framan markið. Kristinn Jónsson var ítrekað að koma boltanum fyrir markið en Sigurður Bjartur Hallsson fór ansi illa með nokkur dauðafæri. Aron Snær Friðriksson hafði verið í marki KR í síðustu þremur leikjum þar sem KR vann Val, Breiðablik og gerði jafntefli gegn Víkingi. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, setti hins vegar Beiti Ólafsson aftur í markið í dag og KR tapaði 0-2. Báðir tapleikir KR eftir tvískiptingu deildar komu með Beiti í markinu. Hvað gerist næst? Bestu deild-karla er lokið árið 2022. Nú fá leikmenn og þjálfarar kærkomið frí. Ágúst: Tímabilið fer í reynslubankann Ágúst Gylfason var brattur eftir leikVísir/Hulda Margrét Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigur í síðasta leik tímabilsins. „Við vorum þéttir og leikplanið gekk eftir. Í fyrri hálfleik fengum við góðar stöður en það vantaði ákefð til að klára færin. Í seinni hálfleik skoruðum við tvö góð mörk og náðum að halda hreinu sem gerist ekki oft á Meistaravöllum. Það var gaman að sjá Óskar Örn skora á sínum gamla heimavelli.“ „Ég var ánægður með framlagið og úrslitin. Það var gott að klára mótið með svona úrslitum og ná 5. sætinu. Ég vil einnig þakka Stöð 2 Sport fyrir frábæran þátt.“ Stjarnan endaði tímabilið í 5. sæti og Ágúst Gylfason talaði um að tímabilið hafi verið upp og niður en var ánægður með margt. „Þetta hefur verið upp og niður. Þetta tímabil fer í reynslubankann og við fengum eiginlega allt. Við fengum flottasta markið, flottasta leikinn, fengum skelli og unnum góða sigra sem fer allt í reynslubankann.“ Ágúst sagði að lokum að það verða einhverjar breytingar á leikmannahópi Stjörnunnar á næsta tímabili en hann verður áfram þjálfari. „Já ég verð áfram. Frá því ég og Jökull tókum við hafa verið breytingar þar sem við höfum selt og lánað menn sem mun halda áfram.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti